Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 19
um hjálp, mig, sem ekkert kunni á þessi veiðitæki þeirra; var eiginlega sárgramur við „mína“ veiðistöng, já, og helzt allar stangir! Veiðihjólið tók aftur smá sprett og Villa, sem hélt stönginni þannig að toppurinn nam við vatnsyfirborðið, fór að veina og æpa. — Ö, ó, — æ, ég ræð ekkert við’ann, þetta er svaka bolti! Ó, hérna, Gummi, taktu við þessu, elskan! — í hendingskasti fór ég yfir það í huga mínum, hvað ég gæti yfirleitt gert og hvað ég kynni í þessum sök- um. — Fyrst í stað var hugur minn algjörlega tómur — auður! Eg stóð á sokkaleistunum þarna á vatnsbakkanum og tvísteig í grasinu og starði á veiðihjólið, og vissi ekki hvort heldur ég óskaði þess, að það færi af stað, — eða stæði kyrrt! — Sem ég stend og einblíni á hjólið, hreyfingarlaust, finnst mér ég sjái þar mynd, sem fyrst í stað er dauf og óregluleg, en skýrist svo snögg- lega. -----Eg er smástrákur, 8 ára og ég hafði stolizt til að fara niður á Kvöld- úlfsbryggju með félaga mínum jafn- gömlum. Við vissum, að stóru strák- arnir voru þar að veiða og við fórum í humátt á eftir þeim. Að vísu vorum við dálítið smeykir við þá, — stund- um, því að þeir áttu það til að reka okkur með harðri hendi heim. En stundum var stóri bróðir góður og þá var auðvelt og gott að vera á bryggj- unni, þá var öryggi og vernd hjá hon- um og áhyggjur allar og ábyrgð hvíldu á hans herðum. Þá var leikur einn að vera til! — Og nú vorum við veiðifélagamir með færin okkar, snæri vafin utan um spýtu og öngul — alvöruöngul, — hnýttan á endann! Er við nálgumst „veiðistaðinn", tek ur félagi minn í peysuermina mína og segir: — Sérðu, hver er að veiða þarna? og bendir niður á bryggjuna. — A—a Sæmi bróðir, segi ég og stanza augna- blik. — Komum bara, segi ég, og við höldum áfram niður á bryggju og stönzum ofarlega á henni, sem lengst í burtu frá Sæma bróður, sem er allra fremst á bryggjuhausnum, ásamt tveimur öðrum. — En sem við stönd- um hljóðir og rekjum færin okkar of an af spýtunum og látum sem minnst á okkur bera, heyrðum við, að það er kallað: — Halló, litlu guttar, hvað eruð þið að sniglast niður á bryggju núna í leyfisleysi? Við þekkjum strax röddina og litlu hjörtun taka smákipp niður á við! En svo bætir Sæmi bróðir við: — Verið þið þarna kyrrir, og farið ekki neðar. — Og enn könnumst við við tóninn og hjörtun okkar litlu komast aftur á sinn venjulega stað, því að það er nefnilega ekki „heimreku- tónn“ í honum núna! Húrra! — Á bryggjunni eru um það bil 12 til 14 strákar og það er hrópað og kallað, skrafað og hlegið. Það er sem sé með meira móti æs- andi og spennandi núna fyrir okkur litlu guttana! — — Nú gellur við glymjandi hlátur hjá einum, og fleiri taka til að hlæja, og svo er allt í einu kallað: — Kemur þessi skrítni kall með bambusstöng- ina, sem var hérna um daginn og veiddi stóra þyrsklinginn! — Kallinn þrammaði niður bryggj- una og alla leið út á „hausinn“, þar sem Sæmi bróðir og hinir 2 voru. Þar fór hann strax að veiða með stönginni sinni. — Gapandi og undr- andi horfðum við, minnstu veiðimenn irnir, á hann og allar hans tilfæring- ar með þetta skrítna veiðitæki sitt. En það undarlega skeði, að honum gekk ekkert betur að veiða en stóru strákunum á bryggjunni, og það leið góð stund, þar til hann veiddi fyrsta fiskinn, en hann var töluvert stærri en fiskarnir strákanna, en þeir voru líka búnir að fá 2 eða 3, áður en hann fékk sinn. Við komu karlsins minnkaði veiði- áhugi okkar félaganna, en í staðinn fylgdumst við vel með honum. Við sá- um því og heyrðum, er slysið henti hann! Það skeði, er hann var að „þreyta" eins og hann kallaði það, 4. fiskinn. Hann var kátur og hafði hátt, talaði við fiskinn eins og hann væri maður og skildi og heyrði til hans. Hann hélt stönginni beint út frá maganum á sér og gekk til og frá um bryggjuhausinn, eftir því hvert fiskurinn synti. Allt í einu dettur hann kylliflatur á bryggjuna; hefur sennilega runnið til á slorinu, — og hljóðaði hátt. Okk- ur virtist hann reyna að standa upp, en hann gat það ekki, — og aftur hljóðaði hann! — Ó, ó. Ég get ekki staðið upp, ég er meiddur, slasaður, get ekki staðið í fótinn. Æ-æ! Nei, — get það ekki! veinaði hann bröltandi á bryggjunni. — Strákar mínir, — þið verðið að hjálpa mér, ég er máttlaus. Hérna, takið þið að minnsta kosti við stöng- inni og reynið þið að koma fiskinum á land. Æ-æ, — þetta er vænn fiskur! Hérna, greyin mín, takið þið nú við henni! Hann rétti stöngina að stóru strák- unum, en þeir stóðu hreyfingarlausir allir þrír og gláptu bara á karlinn. — Ilvað er þetta? Á ég að trúa því, að þið viljið ekki hjálpa gömlum manni, sem liggur slasaður við fætur ykkar? Nei, því trúi ég alls ekki! — Héma! Loksins gekk einn þeúTa fram og tók við útréttri stönginni gamla mannsins, lyfti henni upp og hélt fram af bryggjunni alveg eins og væri hann þaulvanur slíku áhaldi, — já, og hann fór meira að segja að eiga við hjólið, sem áfast var stönginni og vatt inn á það! Og sá, sem þetta þrekvirki vann frammi fyrir rannsakandi augum allra viðstaddra, var enginn annar en — stóri bróðir minn, já, Sæmi bróðir! — Sá er kaldur núna, hann Sæmi bróðir þinn, sagði veiðifélagi minn. Ég var honum algjörlega sammála og ég tókst allur á loft af monti yfir því, að það skyldi vera bróðir minn, sem nú var orðinn aðalmaðurinn á bryggj- unni!-------En hvað var þetta? Gat það verið, að hann ætti í einhverjum vanda með stöngina? Jú, það var eitt- hvað að hjá honum; ég held að það hafi verið hjólið eða eitthvað í kring- um það, því að hann beygði sig yfir það og baksaði eitthvað við það taut- andi og bölvandi þar til hann labbaði aftur á bak, spottakorn upp bryggj- una og lagði þar i snatri stöngina nið- ur og hljóp fram fyrir toppinn á henni og þreif upp línuna, sem fiskurinn hékk enn þá á, og sagði og sneri sér að þeim gamla: . — Þetta er ónýtt og ryðgað skran, þessi hjólgarmur þinn; allt að detta í sundur og stendur á sér af ryði og skít, maður! — Smurningsleysi! Eg hef það bara eins og við erum vamr hér á bryggjunni. gamli minn, svona — sko! — En þetta er stærðar slcepna; golþorskur! Og svo dró hann fiskinn og tosaði honum smátt og smátt nær, með gömlu Kvöldúlfsbryggjuaðferðinni, — og hélt áfram að vera het.ia dagsins! Ég starði alltaf á hjólið hennar Villu meðan myndin — sýnin— leið mér fyrir sjónir, en nú fannst mér hún dofna hægt og hægt.-------Og nú, — það tók allt í einu dálitinn sprett, — og sýnin hvarf mér snögglega. Þá leit ég á Villu, en hún hafði víst eitthvað verið að segja við rnig — en ég ekki veitt því athygli, — því að hún einblíndi á mig og sagði: — Jæja, ætlar þú ekki að anza mér? Ósköp þarftu að hugsa þig lengi um, drengur! En ég var ekkert að hugsa, — þurfti ekkert að hugsa, því að það var eins og hvíslað væri að mér: Já, góði! Gríptu nú tækifærið! Nú getur þú kannske orðið hetja dagsins eins og Sæmi um árið! Er ekki Villa líkt á sig komin og karlinn þá, — og ert þú ekki í sömu aðstöðu og bróðir þinn var? Jú, skilj- anlega, — ég sá þetta allt fyrir mér, og það var ekkert um annað að gera, því að Villa gat ekki meira, ég varð að sýna, að ég væri maður með mönn- um og koma vinkonu minni til hjálp- ar þegar hún var hjálparþurfi! Ég kunni þó allavega gömlu aðferð- ina frá Kvöldúlfsbryggjunni, og þó að við værum hér í raun og veru á stangarveiðum, þá gaf ég skít í það, T I M I þJ N — SUNNUDAGSBLAÐ 139

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.