Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 17
Kveldúifs- bryggju aðferðin Saga efíir Guðmund Sigurðsson — Kallaðu hærra, Villa, — ég heyri svo iila til þín fyrir lækjarbun- unni, sem fellur hérna rétt fyrir aft- an mig ofan í vatnið, — galaði ég. — Já, já, — tappinn minn er horf- inn, — sokkinn á bólakaf. — Ó, Jesús minn, almáttugur! — Eg sé hann ekki; hann er horfinn, — hrópaði iiún örvæntingarfullt. — Ha, — hver er horfinn? lirópaði ég og skildi ekki neitt í neinu, — og leit allt í kringum okkur, en sá auð vitað ekki -neitt, því að hann var jú farinn, — en hver var þessi hann, sem virtist horfinn svo skyndilega? Hún hljóp til og frá á vatnsbakk- anum og lét undarlegum látum; ýiúist hoppaði upp og fórnaði höndum. — eða beygði sig í hnjáliðunum og ?<at- aði og benti — og starði, að mér sýndist, alltaf út á vatnið.- Eg varð um stund orðlaus af undr- un. Hver andskotinn gekk eiginlega á fyrir henni ViHu? Var hún hreint og beint að tapa sér, eða hvað? Ha! — Ellegar var einhver að ?■.-.. Ja, það gat svo sem vel verið, að ein- hver væri að drukkna! En hver? — Nei! — og þó! — Það var ekki nema um í>á tvo að ræða. — Ó, Drottinn!! — Pabbi, pabbi! kallaði ég í ör- væntingu. — Já, já, hann er kominn á bóla- kaf! — Sokkinn! tappi, — tappi! — Honum skaut upp rétt áðan og þá sá ég hann allan snöggvast, — og núna sé ég hann aftur! — Þetta er agalega spennó, ég verð að setjast niður og fá mér að reykja, — það róar taug- arnar, á meðan maður bíður eftir því að hann drepist! — Almáttugur, góði Guð! Hjálpaðu mér! Villa mín er orðin snarbrjáluð, og pabbi minn að drukkna! — — Kominn á bólakaf! Sokkinn! Pabbi, pabbi! sagði hún, hoppar og patar og sezt svo niður og fær sér „smók“ og ætlar að bíða, unz hann drepst! — Það var sjáanlega enginn vafi ó því, að hún var búin að missa vitið. — Það greip mig einhvers konar vanmáttarkennd eða hræðsla, mér fannst ég vera svo einn og yfirgef- inn og lítils megnugur, þar sem ég stóð með nýju veiðistöngina í hönd- unum og starði yfir litlu víkina til Villu. Hún var nú setzt niður og var að kveikja sér í sígarettu, í mestu ró- tegheitum. Eg ætlaði að segja eitthvað, en hætti við það, því að mér fannst þýð- ingarlaust að tala við brjálaða mann- eskju. Þess í stað ætlaði ég að hlaupa af stað yfir til hennar og reyna að bjarga pabba mínum, sem ég vissi, að var ósyndur og var að drukknun kom inn, og þar sem ég var vel syndur fannst mér ég hafa smávon. En þeg- ar ég athugaði, að ég stóð á steini úti í vatni, þá kom á mig hik og um læri mín og hné fór titringur eða skjálfti og aftur fannst mér ég ekkert geta gert; ég var svo einn og vanmáttug- ur! Ó! — Hvers vegna kom enginn til að hjálpa mér? — Hvar var Geiri? Eg harkaði þó af mér, því að engan tíma mátti missa, sekúndurnar liðu óðfluga — og án umhugsunar æddi ég fram af steininum og út í vatnið og óð þvert yfir víkina í áttina til Villu og pabba! Sem betur fór var vatnið í vikinni ekki djúpt; víðast hvar ekki dýpra en upp að hnjám, en samt fannst mér ég ekkert komast áfram, og þegar ég leit til Villu, er ég var um það bil í miðri víkinni, og sá, að hún sat enn þá og reykti, varð ég öskureiður yfir þess- um ægilegu rólegheitum á manneskj- unni og æpti til hennar í vonzkutón: — Sittu ekki svona manneskja. Við megum engan tíma missa, gerðu eitt- hvað, — já, bara eitthvað. — Notaðu, — notaðu færið, — já — auðvitað fær ið, — manneskja!! Það getur vel kom- ið að notum, ef það er almennilegt — Er það ekki sterkt, Villa? í gegnum skvettu- og gusuganginn í mér úti í miðri víkinni, heyrði ég hana kalla: — Agalega ertu spenntur, Gummi minn, — þú ert bara æstur, en það er svo sem ekkert óeðlilegt, ég er það auðvitað líka, því að þetta er nú í fyrsta skipti og vonandi ekki það síðasta, sem við lendum í slíku. — Drottinn minn! — Hún er þá ekkert að lagast, ég hélt, að það mundi brá af henni við það, að hún settist niður og hvíidi sig, hugsaði ég. — Og vonandi ekki í síðasta sinn, — segir hún! — Almáttugur Guð! — Hvar ertu nú, með alla þína gæzku? Finnst þér ég kannske eklu eiga bágt eða hvað? — Hví leggur þú þessi ósköp á mig einan, hér uppi á miðri heiði? Pabbi minn að-drukkna og Villa mín orðin kolvitlaus. — Það er að vísu ofur skiljanlegt með hana, — að verða að horfa upp á slíkan hörm- unaratburð. — Já, hún hefur ávallt veikgeðja verið, og margur hefur minna þurft til en þessi ósköp! -----Ó! Guð minn góður! — Þú verður að hjálpa mér núna, — bara núna í þetta eina skipti!!----- — Við þessar hugleiðingar og bæn mína óx mér greinilega þrek og á- ræði. — Eg göslaði af fullum krafti yfir víkina, sem leyndi töluvert á sér; hún var mun breiðari heldur en ég reiknaði með í fyrstu; já, og það T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 137

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.