Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 22
HJÁLPRÆÐISHERINN I Framhald af 131. sí3u. ! dymbilvikunni og um páskana 1903. I Þá logaði allt í óeirðum kvöld eftir kvöld, svo að til handalögmáls kom. Þar var fremstur í flokki maður sá, er Gunnlaugur hét, Illugason, og fylgdu honum allmargir skólapiltar, Gerö jarðar - Framhald af 127. siðu. slíkan halla, en á Tjörnesi er unnt að lesa 700 m þykkan stabba af gömlum setum og hraunum í 70 m háum og 5—6 löngum sjávarkambi. Svipað er þessu háttað bæði á Vestfjörðum og á Austurlandi. Á báðum þessum stöðum hallar blágrýtislögunum í átt frá sjó, og má rekja hallann svo að tugum km skiptir, einkum sums stað- ar á Austfjörðum. Eldgos flytja með sér bráðin jarð-- efni úr meira dýpi en beinar athug- anir ná til og hjálpa okkur þannig til þess að skyggnast inn í leyndardóma diúpanna. En þá er eftir að vita, úr hvaða dýpi hraunkvikan hefur borizt. Til lausnar þeirri gátu leitum við á vit jarðeðlisfræðinnar. Samkvæmt lagskiptingu hnattarins, sem fyrr var getið, koma líparítgos vart úr meira en 30 km dýpi. Heimkynni blágrýtis- kvikunnar eru rétt undir sialskorp- unni eða í 25—60 km. dýpi. Til er gosberg, sem virðist vera komið enn dýpra að, en fremur er það sjaldséður gestur á yfirborði jarðar. Farg berglaganna eykst með dýp- inu í réttu hhitfalli við þykkt þeirra og eðlisþyngd. Þegar vissu dýpi er náð, ríkir jafnvægi, og er hvorki jarð- hræringa né' eldsumbrota að vænta á meira dýpi. Jafnvægisdýpi þetta er breytilegt frá stað til staðar á hnett- inum, en að meðaltali nemur það um það bil 120 km. Með öðrum orðum sagt, þá eiga eldsumbrot sér stað ein- ungis í allra yzta lagi jarðskurnarinn- ar, sem nemur ekki nema tveim hundraðshlutum af geisla (radius) hennar. ! La&isn ! 5. kross» ; gáfu er sumir urðu síðar valdamiklir embættismenn. Rósturnar koniust í algleyming á föstudaginn langa. Varð þá háreysti slík í samkomusalnum, söngur og ösk- ur, að slíta varð samkomunni. Dag- inn eftir fór á sömu leið, o,g kom þá til átaka milli Gunnlaugs og fyrirliða Hjálpræðishersins, Pedersens að nafni. Virðist stilling hans hafa brost ið, og báru þeir högg og spörk livor á annan, hann og Gunnlaugur, og þó tók fyrst í hnúkana á páskadaginn. Ruddist Gunnlaugur þá með flokk skólapilta inn í húsið, en Pedersen hugðist flýja upp stiga. Myrkur var í stiganum og varð Pedersen fóta- skortur, svo að Gunnlau.gur náði hon- um. Lagðist hann þar ofan á hann og lét kné fylgja kviði. Urðu þar harð ar sviptingar, Gunnlaugur barði and stæðing sinn og þjarmaði að honum, en Pedersen hrópaði hvað eftir annað á hjálp. Komu þá menn úr húsinu og hröktu árásarmennina brott. Var Gunnlaugur þá sár, því að Pedersen hafði bitið hann svo í eyrað í myrkr- inu, að logblæddi úr. Pedersen var aftur á móti marinn og lerkaður, því að honum hafði orðið óhæg legan í stiganum undir andstæðingi síiium og höggum hans. Eftir þessa viðureign kærði Gunn- laugur Pedersen og krafðist bóta. En það hefði hann átt að láta ógert, því að málið gekk á hann sjálfan. XIII. Þessi saga, sem sannast sagna er íslendingum ekki til mikils sóma, verður ekki rakin lengra. En lengi mun hafa viljað við brenna, að Hjálp ræðishersfólkið sætti aðkasti, þótt smám saman drægi úr því. Hjálpræðisherinn festi rætur í hia um helztu kaupstöðum landsins, eigti aðist þar samkomuhús og hóf gisti- húsrekstur. Um skeið tók hann að sér flutning á pinklum og varningi hér innan bæjar og milli Hafnarfjarðar og Reykjavikur, og hann stofnaði skrifstofu til þess að halda uppi spurn um-iim og leita uppi fólk, bæði erlent og innlent, sem týnt var vandamönn- um sínum. Bar sú leit ekki svo sjald- an árangur. Fyrsti íslendingurinn, sem spurzt var fyrir um, var kona, sem hét Valgerður Jónsdóttir og hafði fyrr átt heima í Fjósakoti á Akranesi, en ætlað var, að flutzt hefði suður í Garð. Eitt sinn hafði Hjálp- ræðisherinn jafnvel með höndum garðyrkjutilraunir á Skildinganesmel um. Hjúkrun hjúkra og aðhlynning á heimilum, sem báglega voru stödd, hélt áfram að vera veigamikill þátt- ur í starfinu, og eitt sinn, þegar skarlatsótt gekk í Reykjavík, skýrði Herópið frá því með nokkurri hreykni, að héraðslæknirinn, Guð- mundur Björnsson, hefði snúið sér með hjálparbeiðni til Hjálpræðishers- ins. Lautinant Hólmfríður Hermanns- dóttir, sem falið var þetta starf, varð kapteinn að launum fyrir ósérplægni þá, er hún sýndi. - Dorkasarsamband hétu hjálparsam- tök, er Hjálpræðisherinn efldi einnig, og stundum stofnaði hann ^érstök fél. til þess að afla fjár og greiða fyrir trú bpði sínu. Kærleikshafið hét til dæm- is félag, er stofnað var á ísafirði til að draga saman fé í húsaleigukostn- að Hjálpræðishersins þar. í öllum þessum umsvifum var meg inkappið lagt á prédikanir og fortöl- ur. Stundum brostu kannske sumir að samkomuboðunum, svo sem þessari auglýsingu: .Fimmtudagskvöldið þann 6. febr. Í42 T í 11 I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.