Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 4
I „VIÐ KEPPTUM UM LÚÐ- I UNA, GVENDUR OG ÉG” ^------------- - - - ■————— ÓLAFUR EINARSSON frá Háholtl við netin sín. (Ljósm.: TÍMINN-RE). — „Ég get varla talað við þig. Ég er nýbúinn að fá tennur og allur bólgiifn í kjaftinum. Svo svaf ég ekk- ert í morgun. Ég gleymdi útvarpinu á, og þeir voru að jarða einhvern rétt við eyrað á mér“. Ólafur sezt upp í fletinu — Reyk- víkingur í húð og hár — sjóari fram í fingurgóma. Allt umhverfis hann eru net og snæri, lóðir og nál- ar. Þetta er hans netaverkstæði — eins og hann kallar það— en svefn- hús og kokkhús um leið. Orgelið stendur við rúmgaflinn, gamalt og lúið. Gítarinn hangir uppi á vegg — með tveim strengjum; í þessari „hljómlistarhöll" er sennilega ekki spilað lengur, en orgelið og gítarinn vitna um forna frægð. Hann var þrettán ára, þegar hann fór á sjóinn fyrst — á kútter. Það var algengt, að menn færu þá um fermingaraidur á sjóinn. Heimilin matarlaus, skrimtu einhvern veginn af veturinn, tóku út hjá útgerðar- manninum upp i væntanleg afla- brögð. Ekkert handtak að hafa í landi á veturna. Pólk varð að lifa af því, sem sjómennirnir í fjölskyld- uinni, faðirinn, synirnir, öfluðu á vertíð og sumarfiskveiðum. „Það var ljóta lííið á þessum kútterum_ Þetta voru manndrápskollur og alltaf að farast. En maður hafði það gott á þeim. Sá hafði bezt, sem mest dró. Það hefur aldi-ei neinn botnað í því, 'hvers vegna einn dregur meira en annar. Það er leyndardómur. Já, maður fékk soðningu kvölds og morgna, en sætsúpu á sunnudögum. Rúgbrauð alla vikuna." Það varð alltaí að halda hjó á þess- um kútterum, og þá gerðust illviðri rnikil eins og nú. Öldurnar gleyptu etundum kútterana og skiluðu engu aftur. En þær náðu ekki í Ólaf. Hann flakkaði um sjóinn, þrettán ára, fjórtán, fimimtán, sextán . . . og þar fram al.lar götur, þar til hann situr hérna í fletinu sjötíu og íjögurra ára, og það bi-akar stundum í liða- mótum hans, þótt hann sé hraustur og vaki í hvalbátunum á næturna, þar sem þeir liggja við Ægisgarð: „Ég lærði að spila á gítar og harm- óniku og allan andskotann, þegar ég var ungur. Ég dansaði eins og óður væri og spilaði á böllum á ísafirði og hérna. Þá dönsuðu allir fram undir morgun. Það var ekkert annað hægt að gera sér til skemmtunaj’. En mað- ur fór ekki heim með stúlkunum og kyssti þær í dyrunum. Maður var svo feiminn." — Hann var í ellefu ár á mótorbát- unum frá ísafirði. Þeir reru í skamm degismyrkrinu og sóttu fiskinn langt, oft undir Jökul um lokin. „Það var ekkert betra á þeim en kútterunum og verra, þegar fiskaðist, ekkert sofið fyrr en búið var að fylla bátinn. Við urðum að beita allar lóðir áður en við fórum á sjó, við bæði beittum SjémaSur segir af kynnum sínum af hafinu og siglingunni um lífsins sjó. 340 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.