Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 19
voru bæði krakkar, og heyrði hún sagt, að hann væri umskiptingur. Þó kunni enginn frá því að segja, hvern ig það gerðist eða hvar það bar til. Vilborg kvaðst hafa spurt móður sína um þetta — Guðrúnu, dóttur Vigfús- ar prests á Snæfoksstöðum — og hún hefði sagt sér, að Beinteinn væri ekki umskiptingur af völdum huldufólks. En breyting hefði orðið á honum um það bil, að hann var tveggja ára. Áður hefði hann verið efnisbarn. Vilborg sagðist ekki hafa verið ánægð með þetta svar þá, sjö ára gömul. En það væri sér fullnægjandi svar, þegar hún sagði mér þessa sögu, þá um fimmtugt. Það, sem nú verður sagt frá Bein- teini, er að mestu leyti eftir sögu hans sjálfs. Og það mátti furðu gegna, hve hann sagði vel frá. Aldrei bland- aði hann neinu inn í sögur sínar, er ekki kom við þeirri sögu, er hann var að segja. En hann sagði aðeins aðalþráðinn, án orðmælgi, frá upp- hafi til enda. Það skipti engu máli, hvort sagan var um eitthvað það, sem hann hefði átt að láta ógert, eða annað efni, sem hann taldi sig ekki eiga sök á. Hann sagð'i, að á unglingsárum sín- um hefði sig langað til þess að smíða eitthvað, og hið fyrsta, sem hann reyndi í þeirri grein, var að steypa og selia tinhnappa. Hafði hann eign- azt mót til þess að steypa hnappana í. En báglega gekk honum að eign- ast tinið. Svo var það einu sinni, að hann átti ekkert tin, en átti vísan kaupanda að hnöppum. í þessum vandræðum tók hann gamla silfur- skeið, sem Gísli, húsbóndi hans á Villingavatni, átti og hugðist steypa úr henni hnappa. Braut hann hana í sundur og lét brotin í deigluna. En brotin vildu ekki bráðna eins og tinið, svo að honum dvaldist nokkuð lengi við þetta. Loks heyrir hann, að Gísli kemur. Kveðst hann þá hafa fleygt öllu saman upp fyrir smiðjuaflinn. Gisli sá eldinn og spurði, hvað hann væri að smíða. Beinteinn svaraði fáu til. En Gísli fór þá að leita og fann það, sem drengurinn hafði fleygt upp fyrir aflinn. „ Varð hann ekki vondur við þig?“ spurði ég. „Það var von hann yrði það“, svar aði Beinteinn. „Þetta átti ég ekki að gera“. „En varstu ekki barinn eða flengd ur fyrir þetta?“ „Nei. En hann lokaði smiðjunni og geymdi sjálfur lykdinn, svo að ég komst aldrei í smiðju eftir þetta“. Annað atvik sagði hann mér frá uppvexti sínum á Villingavatni. Þá var það verk hans ag reka kýrnar á haga á morgnana, þegar búið var að mjólka þær. Þetta var um vor fyrir fráfærur. Annars var það venja á Villingavatni, T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ að kýrnar voru reknar 'i hagann með ánum, og skyldi smalinn gæta þeirra á daginn og koma með þær heim á kvöldin til mjalta, ásamt ánum. í þetta skipti átti hann að reka kýrnar suður á Selflatir, um hálftíma gang frá Villingavatni. En þegar hann kom suður í Hlíðarskarð, skammt fyr- ir norðan Selflatirnar, þá finnur hann þar dauða tófu. Dettur honum í hug að binda tófuskrokkinn í halann á tuddanum og sjá, hvernig honum verði við. Kvað hann tuddann hafa ver ið spakan og latrækan. Hann var með snæri í buxnavasanum, og með því batt hann tófuna í halann á bola. Gekk hann svo frá öllu, ag ekki losn aði, þótt tuddinn tæki viðbragð. Þeg- ar hann hafði komið þessu í kring, sagðist hann hafa slegið í bola. „En það varð minna gamanig en ég hafði hugsað mér á meðan ég var að út- búa þetta: Tuddinn varð vitlaus og kýrnar líka“. Allt stökk af stað og Beinteinn á eftir. Suður á Torfastaða- mýrum komst hann þó fyrir gripina, enda voru þeir þá farnir að dasast. Þar var honum hjálpað til þess að losa tófuskrokkin úr halanum á bol- anum. Sagðist hann hafa verið lengi að koma kúnum upp að Villingavatni, því að þær voru ærið þreyttar orðnar. Var komið kvöld, þegar hann kom með þær heim, og hafði hann þá gengið sundur skó og sokka. Ég spurði, hvort hann hefði ekki fengið harða áminningu fyrir þetta tiltæki. „Það var náttúrlegt“, sagði hann, „sama og engin mjólk í kúnum og lítil í marga daga á eftir“. Aldrei gat Beinteinn þess, ag hann hefði verið barinn eða flengdur fyrir strákapör sín. Þess háttaðar sögur endaði hann jafnan með sömu orðum: „Ég sá nú eftir þessu á eftir og hét því að gera það ekki aftur“. Hann sagðist aldrei gera sömu vitleysuna tvisvar. Þegar hann kom til Ingimundar á Króki, var hann kominn yfir tvítugt og vildi þá fara til sjóróðra eins og aðrir á hans aldri og það þótt yngri væru. Ingimundur tók því ekki fjarri og kom honum í skipsrúm á Þorláks- höfn. Sagðist hann hafa orðið kátur, þegar hann vissi, ag nú átti hann að fara að róa eins og aðrir unglingar. Svo fór hann í verið.Sá, sem tók að sér ag vera lagsmaður hans, átti að sjá til með honum við hirðingu aflans. Hann sagði, að Ingimundur hefði borgað manninum fyrir það og sömu leiðis formanninum fyrir að taka sig. Nú hófust róðrar, og var hann hafður í andófi. Áralag kunni hann ekki á sjó, þótt hann gæti gutlað á bátkænu út í silunganet í Þingvallavatni í logni. Félagar hans gerðu lítið úr hon um og stríddu honum. Hann sagðist hafa komið í svo vondu skapi í land úr þriðja róðri, að hann anzaði eng um manni, heldur gekk beint heim í búð. Þar fór hann úr skinnklæðun- um og lagði að því búnu af stað heim, án þess að bragða matarbita. Þetta var að áliðnum degi. Hvergi kom hann við á bæjum, fyrr en í Reykja- koti. Þar var honum boðin gisting, en hana þáði hann ekki. Hann var spurður frétta, hvort fiskaðiít og hvernig á ferðum hans stæði. En hann svaraði ekki neinum spurning- um. Eftir stutta viðdvöl hélt hann áfram ferð sinni upp að Króki. Fólk í Reykjakoti var í þann veginn að ganga til náða, þegar hann fór það- an. En veður var stillt og gangfæri gott. Þegar hann kom ag Króki, var fólk þar í svefni. En hann vakti upp og gekk þegjandi til rúms síns. Anzaði hann engu, þótt á hann væri yrt, þáði ekki mat og breiddi upp fyrir höfuð. Þá tók Ingimundur það ráð að senda vinnukonu austur að Vill- ingavatni og biðja Gísla, fóstra Bein- teins, að koma og reyna að telja um fyrir stráknum. Gísli kom tafarlaust. Beinteinn sagði, að Gísli hefði ekki spurt sig neitt um það, hvers vegna hann var kominn heim. En hann hefði látið bera sér mat og ráðlagt. sér að matast. Beinteinn var tregur til •þess í fyrstu. Eftir stutta stund fór hann þó að bragða á matnum, því að Gísli hélt honum að honum og sagði: „Þú verður að borða. drengur minn, svo að þú getir talað við mig og sagt mér, hvað að þér er“. Þar kom. ag Beinteinn gerði matn- um full skil og tók að tala við Gísla og hvern annan, sem á hann yrti. End irinn varð sá, að Gísli fékk hann til þess að fallast á að fara aftur í skip- rúm sitt daginn eftir og láta sem ekkert hefði í skorizt. Lagði Beinteinn aí stag og kom út í Þorlákshöfn að áliðnum degi. Sjómenn voru úti við búðir sínar, er hann kom þangað, því að ekki hafði gefið á sjó sökum brims. Þegar hann kemur svo nærri, að hann greindi org manna, heyrir hann, að einn segir: „Þarna kemur Beinteinn. Nú er hann búinn að læra áralagið í Grafn- ingnum". Ekki kvaðst hann hafa yrt á neinn, heldur haldið þegjandi til búðar sinn- ar, og lítið sagðist hann hafa talað við félaga sína þetta kvöld. Morguninn eftir var sjóveður. Þeg- ar þeir voru að skinnklæðast, kom formaður einn, sem vantaði mann vegna lasleika eins hásetans. Var erindi hans að vita, hvort hann gæti fengið lánaðan mann um daginn. „Ég get lánað þér Beintein, ef hann vill fara“, var svarið. Beinteinn féllst á þetta. Fór hann með manninum og var settur í andóf 355 /

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.