Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 6
Aksel 'Sandemose: 'l'. %: " .'C-- : Ji-*» • • - • s • .■•' Sólin og tunglið og allar s tjörnurnar Þegar grænt laufið tekur að breiða úr sér í Stúdentalundinum á vorin, verður mörgum það fyrir að ganga þangað að skoða graana litinn. Ýms- um verður líka litig yfir að háskól- anum, þar sem örugglega hefði verið hægt að læra hina margvíslegustu hluti, og nrenn hugsa um vorið og sjálfa sig og sína eigin grafskrift. Vorið birtist á ýmislegan hátt. Líka í okkur, sem farin erum að eldast, veldur það einhverri innvortis ólgu, þótt hún íé kannski ekki mikil. Þetta kemur einkum fram í líki efasemda um mátt þeirra, sem yngri eru, og svo hugsurn við, að . . . jæja annars. Dúfurnar halia undir flatt til þess að athuga, hvort á þér vaxi horn. Hamingjan má vita, hvað dúfurnar halda uin þá menn, sem strá korni í kringum sig. Þessar nöðrur í fugls- líki eiga vist ekkert tii, sem kalla mælti þakklæti. Þær ímynda sér einna helzt, að við séum gangandi ávaxt'ttré og sum séu ófrjó og bara fyrir öðrum. Fyrir nokkru las ég í blaði, að dúf- unum í Osló ætti að útrýma, því að þær yæru lúsugar. Það væru nokkuð róttækar aðgerðir. Einu sinni vorum við fimmtíu og tveir saman í útilegu einhvers staðar í Nova Scotia. Það var ailt morandi þarna í lús, en þar sem við áttum sjálfir í hlut, létum við okkur nægja að útrýma lúsun- um. Ég gerði þarna þá uppgötvun, að ekki er nauðsyniegt að sjóða lús til að kála hennk Ef þú ert orðinn mjög lúsugur, skaltu bara dýfa föt- unum í vatn og hengja út í frosti. Það va:: oft harla lítið tilhlökkunar- efni að þurfa að þvo þvott eftir eil- efu klukkustunda erfiði, og upp- götvun mín varð mjög vinsæl. Eitt kvöldið höfðu komið ein- hverjir frá öðrum búðum og séð, að við höfðum skreytt allt húsið utan með fötum. Þá höfðu þeir tekið gadd- freðnar buxur okkar og frakka og raðað niður eins og varðmönnum í snjóinn kringum húsið. Þeir álitu sig víst vera fyndna. Þannig reikar hugurinn frá einu til annars í Stúdentalundinum, og nú kemur Hj'álpræðisherinn, sem lí‘ka tekur að lifna við á vorin. Tón- list þeirr.a á vel heima undir græn- um laufkrónum trjánna, og á milli sálmanna tala þeir á hinn furðuleg- t asta hátt, það þarf að hálfsyngja orð- in, til að rétt sé að farið. Því er nefnilega ekki einu sinni trúað í Noregi, að guð skilji mál hinna innfæddu, enda þótt hann byggi það sjálfur til við Babel. í Rússlandi er guð ávarpaður á kirkju- slavnesku. Ég hélt, að kirkjuslav- neska væri fornrússneska, en nú er einhver búinn að skrifa bók um málið og sanna, að þetta sé búlgarska, og allt er þetta ekki minna flókið fyrir það, þó að mér sé auðvitað hjartan- lega sama, hvort fóikið syngur á rússnesku eða búlgörsku. Ég vil bara, að það syngi ekki á hvaða máli sem er. Á Ítalíu snúa menn sér til guðs á latínu. í London kemst ég að raun um, að þar er hann ávarpaður á eins konar fornnorsku. í Danmörku er siður að hafa ofan af fyrir honum á þýzku, eigi einhver árangur að nást. í Noregi er útbreidd skoðun, að guð skilji bezt dönsku frá 19. öldinni, en í Palestínu ákölluðu menn hann á arameisku fyrir nokkrum þúsundum ára. Svona getur maður gengið um Stúdentalundinn og gert þýðingar- miklar uppgötvanir, ef maður aðeins hefur áður framkvæmt nauðsynleg- ustu frumrannsóknir. Þegar þeir voru hættir við hljóm- listina, fór ég að líta í kringum mig eftir fleiru, sem gefið gæti tilefni til innblásturs. Unga fólfeið sat á bekkj- unum og elskaði hvort annað og grá- spörvarnir skemmtu sér að minnsta kosti jafnvel í trjánum. Ég flýtti mér að fara strax aftur að hugsa um mál- vísindin og leit sem snöggvast yfir að veitingahúsi Bloms. Nokkurp spöl frá mér var maður, sem hægði á sér og horfði á mig, ekki viss í sinni sök. Hann hélt áfram, en ég sá út undan mér, að hann leit við og horfði enn á mig . . . Þá þekkti ég hann, og það kon: mér skemmtilega á óvart. Þetta var Haraldur Moestue, eða Halli rauði, eins og við kölluðum hann í gamla daga, því að hann hafði svo óvenjti eldrautt hár. Þetta var reyndar allra fallegasta hár, silkimjúkt og á litinn eins og nýtt blóð. Við höfðum verið mestu mátar. Þarna gengum við hvor á móti öðr- um, og ég sá, að hann hafði elzt, en slíkt er reyndar alveg óhjákvæmi- legt, og annars var hann jafn mynd- arlegur og í gamla daga, með hlýlegt og brosmilt augnaráð, en að öðru leyti alvarlegur. Við höfðum allir öfund- að hann og þess vegna strítt hqnum eftir beztu getu. Sjálfur hélt hann auð vitað, að hann væri afar ljótur. Þeir, sem eru rauðhærðir, eru nú yfirleitt látnir halda það. Ég stakk upp á, að við litum við á Grand, því að þegar maður hefur lengi horft á eitthvert kaffihús, er tilvalið að sýna viljastyrk sinn með því að fara svo inn á annað kaffi- hús. En Haraldur varð að afþakka það, því að hann þurfti að bíða eftir einhverjum. Við reikuðum um meðal trjánna við Karl Jóhann, og við höfðum frá mörgu að segja, þegar við allt í einu bittumst svona. Hann sagði frá á sinn þurra og ofturlítið fýlda hátt, eins og í gamla daga, og alveg eins og þá hafðí hann yfir engu að kvarta. Hann fyllti flokk þeirra, sem finnst, að þeim líði alltaf vel. Jæja, að vísu fannst honum sér ganga nokkuð ró- lega að hækka í tign . . . nei, þú vissir víst ekki, að ég ætlaði að taka stýriimannapróf. Já, ég hélt áfram á sjónum, og þar er ég enn þá. Mér finnst reyndar, að ég ætti að vera orðinn skipstjóri núna, og það væri ég líka orðinn, ef gamla útgerðin mín hefði ebki farið á hausinn. Þá varð maður að byrja aftur neðan frá í nýjum félagsskap, en nú er ég aftur að fá nýtt tækifæri. Ég verð skip- stjóri, næst þegar einhver þeirra gömlu hættir. Þú veizt, að ég hef alltaf verið skyldurækinn. Hann sagði þetta á þann sjálfsagða hátt, sem fólk af hanS gerð getur leyft sér. Það var ekki minnsti vafi á, að Haraldur Moestue hafði verið skyldurækinn. Ég sagði frá því helzta og merk- asta, sem á mína daga hafði drifið. Smám saman nálguðumst við nútím- ann og fórum að bera stúlkurnar á okkar dögum saman við stúlkurnar frá 1920. Við vorum sammála um, að 1920 hefði skilningstréð verið hlaðið beztu eplum, en nú væru þau vafa- laust orðin súr. Þetta fólk, sem Haraldur var að bíða eftir, lét bíða eftir sér, og þess vegna komum við að þriðja umræðu- efninu. Annar hvor varð að segja sögu. Ég hefði örugglega getað sagt einhverja betri en þá, sem Haraldur sagði, en hann varð á undan, því að það gekk rauðhærð kona fram hjá og minnti hann á eitthvað, og svo fór hann að segja frá. Þess vegna verður heimurinn af sögu, sem hefði orðið betri en þessi. — Einu sinni ferðaðist ég frá Kongrfyinger til Oslo. Ég kom á síð- ustu stundu á brautarstöðina og hafði 342 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.