Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 10
menn þvi mjög, að Geysir kynni að sýna hátigninni lítið tillæti, og var þá nokkuð um það rætt, hvað unnt væri að gera til þess að hann gysi. Þá lagði Bogi A. J. Þórðarson á Lága- felli það til málanna, að yfirborð vatnsins í skálinni yrði lækkað. En hitt varff samt ofan á, að freista þess ag iylla í skörff og lægðir, er voru í skáiarbarminn. Það er nú kunnugt, að slíkt var ekki neitt heillaráð. Eigi að síffur var Geysir svo eftirlátur viff Friðrik VIII. og föruneyti hans, að hann gaus í bag skinti hinu sæmileg- asta gosi • Isiendmgar attu raunar ekki betra skiiið af Geysi en hann hætti að gjósa: Þeim virðist lön.gum hafa verið ósárt um land sitt, djásn þess og dýr- mæti, og bendir raunar margt til þess, bæffi stórt og smátt, að svo sé þeirn enn farið, mörgum hverjum. Á hverasvæðinu í Haukadal var út- lendum ferðamönnum leyfð átölu- laust hin hroðalegasta umgengni.og ekki sakait tun, þótt jafnvel væru unmn sujöll á sjálfum hverunum. Meðal annars komst á sá siður að bera grjót í hverina og ryðja í þá moldarhnáusum til þess að knýja fram gos. Skammt frá Geysi er hver sá, er heitir Strokkur. Hann byrjaði að gjósa eftir jarðskjálftana 1789, þótt vel megi vera, að hann hafi gosið einhvern tíma fyrr meir. Þegar frá leið, geröist þó fátítt, að Strokkur gysi af sjálfsdáðum, og létu þá út- lendir ferðamenn oft dyngja miskunn arlaust í hann íorfi og grjóti. Árið 18":9 kom hiiigað til lands enskur barón, Tómas Wilson frá Lundúnum. Fylgdi honum enskur sjóliðsforingi, Musgrave að nafni, og kammerjunker úr danska rentukammerinu, von Hoppe. Lét Krieger stiftamtmaður þeim í té vegabréf við komuna hing- að, þar sem þess var getið, að erindi þeirra væri ag ferðast um Suffur- amtið og „besee dette Lands mærke- ligste Punkter og undersöge flere interessante Gjenstande", og var öll- uð boðið að veita þeim þá aðstoð og fyrirgreiðslu, er verða mætti. Þeir félagar komu að Geysi í Hauka dal og slógu þar tjöldum. Hveiirnir voru tregir til þess aff gjósa, og hugð ist baróninn þá neyða Strokk til goss. Skipaði hann bóndanum á Laug, Jör- undi Illugasyni, að demba í hann kynstrum af hnausum ög grjóti, og þegar Strokkur bærði ekki á sér að heldur, var grjótburðurinn þeim mun fastar sóttur, unz svo freklega hafði verið gengið til verks, að skálin var sneisafull og stórlega hafði verið brot- ig úr börmum hennar og jafnvel rof- ið allstórt skarð á einum stað. Það liggur við, að enn sé hægt að gleðjast yfir því, ag Strokkur gaus ekki fyrir hinn enska barón, þrátt fyrir þessar hamfarir, svo að hann varð að fara brott jafnnær. Hverinn bærði ekki á sér í þrjár vikur. En þá náði hann loks andanum morgun einn árla og ruddi úr sér grjótdyngjum Englendingsins með þvílíkum heiftar- átökum, að jörðin nötraði. Féll mikig af grjótinu aftur niður í hverinn. En Strokkur linnti ekki fyrr látum en hann hafði hreinsað kverkarnar til fullnustu. Var þá komið hádegi. Ekki vakti þetta atferli enska bar- TRAUSTI EINARSSON, sem endurlífgaði Geysi. ónsins yfirvöld.n til þeirrar dáðar, að þau reistu skorður viff spellvirkjum á hverasvæðinu. Og ekki batnaði, þótt íslendingar sjálfir fengju meiri ráð í sínar hendur. Það hafði lengi verig^horft á það, án þess að nokkug væri hamlað gegn því, aff margs konar dýrmætar minjar væru fluttar úr landi. Fornum bókum og handritum var sópað burt, kirkj- urnar voru rúnar þeim verkum, er þær prýddu, og gamlir og fagrir og sérkennilegir munir voru þefaðir uppi á bæjum um land allt og fluttir til útlanda. Hvers konar þjóðminjar, bst munir og helgigripir, voru látnir af hendi fyrir smáræði. Hafa jafnvel ver ið uppi um það getgátur, að Englend- ingi hafi verið seldur steinn sá í Odda, er þjóðsögur hermdu, að Sæ- mundur fróði hafi neytt kölska til þess að' sleikja, og má þá með sanni segja, ag gamli myrkrahöfðinginn hafi feng- ið nokkra uppreisn hjá þjóð hbis margvísa Oddaklerks. Hér ríkti sem sé í algleymingi sá andi, sem raunar enn virðist dafna vel í nýju gervi, aff allt skyldi falt viff fé, sérstaklega ef það' var útíent. Svo hafði lengi gengið. Og und- ir lok nítjándu aldar tóku Englend- ingar að kaupa hér þá staði, sem vöktu ágirnd þeirra sökum fegurðar eða sérkennileika. Kom þá röðin brátt að fossunum, og kynti þar undir, að þeir gætu reynzt gróðavænlegir. • í kringum 1890 hafði hvað eftir annað verið leitað um það hófanna vig bóndann á Laug, Sigurð Pálsson, eiganda Geysis, að hann seldi hvera- svæðið. En bóndi þybbaðist við, enda þótt fram væri boðið fé sem yar mikill auður á hans mælikvarða. Hann gat ekki fengið sig til þess verks að selja útlendingum Geysi, þótt honum ÚTL.ENDIR ferðamenn hafa rufí hnausum í Strokk til þess aS knýja fram gos. Teikning úr terðabók Kaliforniumannsins Rcss Brownes, er hingað kom lausf fyrir 1870. 346 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.