Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 8
skjálfa við lilhugsunina um það, Mér leiö svo illa, að ég óskaði þess, að ég hci'i myrt hana og hent henr.i út um gluggann eimhvers staðar á leið- inni. Ég fann, að hún stóð í dyrunum og horfði á mig. Ég hélt áfram að lesa, og svipur minn virtist svo fjarri stað og stund, að ég hefði getað lei'kið á sjálfan heimsmeistarann í póker. Eftir andartak myndi hún segja, að ég væri fífl. Segðu það bara hugsaði ég og ætlaði ekki að geta setig á mér lengur, og þá er það búið . . . en ég hef tvisvar orðið fyrir tundurskeyti og auk þess fengið heiðursmerki fyr- ir hetjudáð. Reyndar fékk ég líka tvö hundruð krónur fyrir þessa hetju- dáð, og það var það bezta. Ég hafði á tilfinningunni, að margur fengi heiðursmerki fyrir lítið, þegar ég hafði verið að drepast úr lungna- bólgu, eftir að hafa steypt mér á eftir stráknum í Norðursjóinn. Þetta var að vetrarlagi, úff, það var nú meiri kuldinn. Ætlaði hún aldrei að hafa sig af stað? Þá sagði hún hátt og greinilega: — Vertu sæll og þaklra þér fyrir samfylgdina. Ég get fullvissað þig um það, að ég skrapp snöggvast niður til undir- heima og rak höfuðið þar í neðsta gólf; og þá sagði ég líka: — Vertu sæl. Ég komst út úr þessari djöfuls lest og fór beint á veitingahús. Ég hafði ekkert þarfara að gera, því að ég var að bíða eftir skipi. Ég sat þarna á kaffihúsinu og lét fara vel um mig. Hættan var liðin hjá, og nú gat ég hugsað um hana í ró og næði. Ég sá fram á, að það yrði langt þangað til ég hætti að hugsa um hana. Þegar ég hafði borð- áð og drukkið, gekk ég út í borgina og hélt áfram að hugsa um hana. Það var vor, rétt eins og núna, ég leit á stúlkurnar, og mér fannst hún vera 'i þeim öllum. Ef ég bara hefði verið eins og svo margir aðrir . . . Hann hló hæversklega. — Þú veizt, að ég er ekki þannig. En ef ég hefði verið þannig, hefði ég örugglega farið eitthvað að daðra við einhverja þeirra stúlkna, sem blómlegastar voru þetta vorið. Allar stúlkur eru fallegar á vorin, eða þegar þær eru ástfangnar. Og svo þegar ,þær eru ást- fangnar á vorin . . . nei, ég gekk bara um borgina og tók mér ekleert fyrir hendur, ég var saddur og ánægður og í sérlega léttu skapi eftir tvo sjússa, og ég var búinn að fá góða atvinnu og það var vor . . . Svo vildi það til, að ég gekk fram hjá gistihúsi einu og leit af tilviljun upp eftir framhlið þess. Þar var hon- gluggi, sem gluggatjöldunum var cyndilega svipt frá með dálitlum ímelli; önnur hæð. Ég leit upp í Þóroddur Guðmundsson: VÍSUR UM VORIÐ Sjá, Ijóma slœr á útnes, dal og ögur. Þar ilmar jör&, sem jyrrum blóm ei greru, um Klýir dagar heim úr suffri sneru. í hilling rís mörg eyja grœn og fögur. Hve mannleg brjóst af Ijósi auðug eru, fyrst enn þá gerast heillavœnar sögur. Mót sólu, geislar bœði loft og lögur, og landið skín í bjarma, nýrrar veru. Við gróður þann min gœfa bundin er, það gleym mér ei, sem þrána dreymdi forðum, að bezt og fegurst gœti lifið léð. Sú jurt er blómguð. Drottinn dýrð sé þér, sem dauðlegt blessar allt með vorsins orðum. Nú hef ég loksins hjálprœði þitt séð. gluggann. Ég get fullyrt það, sem ég stend hérna, að einmitt svona er að sjá sjóslönguna. Þarna stóð stúlk- an úr lestinni og var að bursta fal- lega hárið sitt. Haraldur leit upp í græna laufið fyrir ofan höfuð okkar, dreyminn til augnanna, og sagði ekki meira. Ég beið um stund. Hann hélt bara áfram að horfa upp í trén. Ég leit líka upp. Kannski sæti þar páfagauk- ur. Þess háttar hefur maður séð fyrr. Einu sinni hafði ég setið og beðið eftir mahni við Austurbrautina. Þá hafði líka setið þar gamáll maður, sem hallaði höfðinu aftur á bak og starði upp í tréð yfir bekknum. Þann- ig hafði hann setið, þar til ég hafði líka litið upp i tréð. Þar sat þá páfa- gaukur, stór og lítt snyrtilegur. Ég stóð við hliðina á Haraldi Moe- stue og hallaði höfðinu aftur á bak. En það voru engin merki um páfa- gauk sjáanleg. — Á vorin er hér einkar viðkunn- anlegt og skemmtilegt sagði Harald- ur og setti höfðuðið aftur í venjulega stellingu. En nú verð ég að kveðja þig. Þarna kemur konan mín. Hann gekk hratt yfir götuna. Þar stóð kona með tvö rauðhærð börn og veifaði til hans. Hún var há og mjóslegin, sem sagt fallega vaxin, og berhöfðuð. Golan ýfði upp klippt hár b»«nar. Það var rautt sem blóð. Bfor.i Teitsson þýddi. LESANDI GÓÐUR! Ef þér hafið lifaíí sögulega og óvenjulega atburði, sem yíur dytti í hug aí færa í Ietur ein- hverja kvöldstund, á slíkt efni hvérgi betur heima en í Sunnudags- blaÖi Tímans. Þar munu slíkar frásagnir varbveitast um aldur og ævi. Þúsundir manna halda blaÖinu saman, og meÖ tíman- um verður þaÖ dýr- mætt safnrit. 344 1ÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.