Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 5
Um borð í Vesturleiðum kynntist ég hjónum frá Sandavogi. Þegar kom til Vestmanna, varð ég þessum hjón- um samferða af skipsfjöl, og vísuðu þau mér á gistihúsið, þar sem ég fékk mér hressingu. Þá var klukkan fjög- ur, og hafði ég því tvo tíma til um- ráða, því að klukkan sex ætlaði ég að fara með áætlunarbíl til Þórshafn- Þegar haldið yar frá Miðvogi, var siglt mjög næFri'' björgunum, og sást því mjög vel^ Tröllkonufingur, eitt mesta náttúruimdur Færeyja. Er þQtta geysihgr drangur, sem rís utan í fjall inu. Niður við sjávarmál er gat í gegnum bergið. Nú vorum við kom- in á Vestmannasundin, og nokkru seinna fórum við fram hjá litlu þorpi, Kvívík. Ferðinni var nú haldið áfrarn til Vestmanna. Þarna á sundunum sá ég hnísu hvað eftir ánnað iyfta sér upp á yfirborðið rétt hjá bátn- um. Vestmanna er þriðji stærsti bær í Færeyjum, og þaðan er talsverð út- gerð. Bærinn stendur í fjallshlíð. Ég rölti þarna um bæinn og hitti þá aftur kunningja minn af skipinu. Hann gekk með mér að húsi þarna skammt frá til að sýna mér hrafn, sem geymdur var þar í stíu. Þar hafði krummi sína eigin „villu“ með ártalinu 1944. Sennilega hefur hann verið handsamaður þá sem ungi. Hann er því jafngamall íslenzka lýð- veldinu. Kunningi minn sagði mér, að hrafninn kynni að segja nokkur orð og þau væru:: grindaboð, haltu kjafti, en hið þriðja, sem hann kunni að segja, man ég nú ekki lengur. Þarna í kringum stíu krumma var hóp ur af börnum, sem biðu eftir að krummi tæki til máls. Auðvitað vildi hann ekkert við mig tala, enda eng- in grindavaða núna, og svo kurteis var hann að lofa mér að tala án þess að segja mér að halda kjafti. Eftir að hafa beðið árangurslaust nokkurn tima eftir því, að þessi svarti mælskufugl tæki til máls, yfir- gáfum við hann og héldum brott. Ég fór á gistihúsið, þar sem ég náði í áætlunarbílinn til Þórshafnar. Frá Vestmannahavn er farið upp hrikalegan fjallveg, upp í rúmlega 350 m hæð, þar sem ekið er frammi á fjallsbrúninni. Þaðan er dásamlegt útsýni yfir sundin og bæinn. Þá er haldið yfir fjallið og hallar síðan nið- ur, þar til ekið er í gegnum þorpið Kvívík, sem er fjarska hreinlegt og snoturt pláss. Þarna í Kvívík hafa fundizt merkar minjar frá víkinga- öld. í þorpinu stendur eina vindmyll- an, sem enn er til í Færeyj- um og er vel við haldið. Frá Kvívík er haldið með fjallinu Leynar með- fram Leynarvatni og fyrir Kollafjarð- arbotn og upp Oyggjarveg. Þá var komið á sama veginn, sem ég fór um, Á byrggjunni í Elduvík við Funningsfjsrð. Lendingin er í klettagjá. þegar ég fór til Hvalvíkur á leið minni að Eiði tveim dögum áður. Þegar til Þórshafnar kom hitti ég landa, Halldór að nafni, á Hótel Hafn- ia. Hann hefur verið búsettur í Þórs- höfn í mörg ár og rekur þar heild- sölu. Hann bauð mér upp á kaffi, og við röbbuðum saman drykklanga stund. Seinna um kvöldið gekk ég út á Vaglið, torgið í Þórshöfn. Þar stóð þá yfir útisamkoma hjá Hjálpræðis- hernum, og fór hún fram á svipaðan hátt og þær gerast hér á Lækjartorg- inu. Hér virtist þó fólk fylgjast betur með því, sem fram fór, og var ekki á sífelldu rápi, á meðan á samkom- unni stóð. Smákynni af færeyskri myndlist. Daginn eftir, laugardag, dvaldist ég um kyrrt í Þórshöfn. Veðrið var alveg dásamlegt, heiðrikja og sólskin. Um miðjan daginn var mjög heitt, nærri því of heitt fyrir mig. Eftir hádegið gekk ég upp í lysti- garðinn. Hann er mjög fallegur. Mest ber þar á barrtrjám. Efst í garðin- um, þar sem hæst ber, stendur minn- isvarði um færeyska sjómenn, sem fórust á stríðsárunum. Færey$”kir sjó- menn urðu að færa miklar íórnir á þeim árum til að draga björg í bú, og mikill fjöldi vaskra manna lét líf- ið í þeirri baráttu. Þarna skammt frá minnisvarðanum eru smátjarnir í skógiklæddu og gróðurríku umhverfi. Vatnið í þeim var skolplitað, og syntu á því svanir og endur. Þegar ég kom aftur í bæinn, brá ég mér inn f Föroya Bank til að skipta peniagi'.ö.'. Hið fyrsta, sem ég T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 749

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.