Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 10
flutti mig til Stranda. Þar tók ég bátinn til Þórshafnar, eftir að hafa kvatt Daníel. Til Þórshafnar var kom- ið um klukkan tíu um kvöldið. Komið í Kirkjubæ á ný. Klukkan sex á mánudagsmorgun- inn kom Hekla til Þórshafnar. Um níuleytið fór ég út til þess að hitta Sigurð Joensen, en skrifstofa hans var þá lokuð, og ég hringdi því heim til hans, en ekki var anzað. Af og til var ég að reyna að hafa samband við hann um daginn án árangurs. Ég fór nú að taka til dót mitt, því að um hádegi varð ég að vera búinn að rýma herbergið í gistihúsinu. Ég fór síðan með föggur mínar um borð í Heklu og keypti mér þar farseðil til Kirkjubæjar, því að þangað átti að fara með farþega af Heklu, eins og ég hef áður getið um. Leið allra erlendra ferðamanna, sem heimsækja Færeyjar, liggur til Kirkjubæjar. Sá staður er merkasti sögustaður eyjanna, auðugur að forn- um minjum, og mun ég síðar reyna að skýra eitthvað frá því. Þegar ég kom niður á hafnarbakk- ann klukkan tæplega tvö, lenti ég í bíl með fullorðnum þýzkum hjónum. Ung stúlka, sem var með í bílnum, var túlkur. Hún talaði við mig á dönsku. En þegar við vorum skammt komin, spurði hún mig að nafni. Þeg- ar ég hafði sagt henni, hvað ég héti, sagði hún, að við skyldum þá bara nota móðurmálið, því hún væri ís- lenzk í móðurætt og héti Halla, en sænsk í föðurætt, og man ég ekki ættarnafn hennar. Hún er stúdent frá Lundi og vann nú við fornleifa- gröft í Ólafskirkjunni í Kirkjubæ og var að semja ritgerð um hann. Skömmu áður en komið er að Kirkjubæ, blasir við augum útsýni til Velbastaða, Kolturs og Vogeyjar. Vel- bastaðir standa hátt upp í hlíðinni, og byggð er þar afar gömul. Þetta er eina bæjarnafnið í Færeyjum, sem endar á „stað.“ Þar hefur búið sama ætt öldum saman, og er kóngsbónd- inn, sem býr þar nú, 16. ættliðurinn. Þegar komið var til Kirkjubæjar, tók Páll Patursson kóngsbóndi á móti hópnum og sýndi fólkinu gömlu Menn hverfa af sjónar- sviðinu, — fróðleikur týn- ist. Það eína, sem getur varðveitt hann, er hið rit- aða orð. — Lesendur blaðsins eru beðnir að hafa þetta í huga, þegar þeir komast yfir fróðleik eða þekkingu, sem ekki má glatast. húsin á staðnum. Þegar gengið var inn, var fyrst komið inn í stofuna, þar sem prestaskólinn var að fornu. í þessum skóla lærði Sverrir kon- ungur til prests á unglingsárum sín- um. Síðan var svo gengið í Stofuna, sal, sem svo er nefndur. Þar flutti Páll bóndi erindi um sögu staðarins og mælti á íslenzku, en ungur mað- ur, sem vann við fornleifagröftinn, túlkaði á þýzku, því að margt af ferðafólkinu á Heklu var þýzkt. Á meðan Páll flutti erindi sitt, höfðu sumir ferðalangarnir farið að skoða Ólafskirkjuna, sem var reist í kringum 1050 og er enn í dag notuð sem sóknarkirkja. Þegar Páll hafði lokið fyrirlestri sínum, sem var fróð- legur og vel fluttur, var lagt af stað til Þórshafnar, svo að mér vannst ekki tími til að skoða Ólafskirkjuna. Hinar upprunalegu höfuðbyggingar í Kirkjubæ hafa sjálfsagt verið öflug- ar steinbyggingar. Til þess benda hin- ir metraþykku veggir í grunninum. Timburbyggingarnar sem byggðar hafa verið á hinum forna grunni, eru einnig mjög gamlar, taldar vera um níu hundruð ára. Þessar byggingar í Kirkjubæ munu vera elztu timbur- byggingar í heimi. Árið 1772 skall mikil snjó- og aurskriða á bænum og reif með sér stóra hluta bygging- anna, en sem betur fór stóð þó eftir' nær helmingur húsanna, þar á meðal Stofan og prestaskólinn. Sögnin um uppvöxt og æsku Sverr is konungs er í stuttu máli á þessa leið: Um 1170 kom frá Noregi stúlka, Gunnhildur að nafni, til Kirkjubæjar og réðist þangað sem fjósakona. Um jólaleytið ól hún dreng, sem hún faldi í helli uppi í fjallinu, þar sem hann var alinn upp og nærður á mjólk þangi og kræklingi. Sama ár kom Uni, vopnasmiður Sigurðar Noregskonungs Haraldssonar gilla, til Kirkjubæjar. Hér hitti hann Gunnhildi, sem hann hafði séð síðast við hirð Sigurðar kon ungs og borið ástarhug til. Hún reyndi eftir fremsta megni að forðast Una, en hann njósnaði um hana og komst þannig að því, hvar Sverrir litli var falinn. Hann sagði Gunnhildi síðan að hann vissi sannleikann: Drengur- inn væri sonur Sigurðar konungs. Þessu Vildi hann þó halda leyndu ef hún giftist sér, og vildi hann þá gangast við drengnum sem syni sín- um. Þessu varð hin örvinglaða stúlka að ganga að, og þau voru gefin saman af biskupi. Síðan héldu þau til Noregs með drenginn. Fimm ára gamall kom Sverrir þó aftur til Kirkjubæjar, þar sem hann hlaut menntun sína í presta skólanuim og var síðan vígður til prests. Þegar móðir hans sagði hon- um að lokum frá faðerni hans, sigldi hann til Noregs og krafðist ríkis og lauk ævi sinni sem einn mesti kon- ungur lands síns. En saga Kirkjubæjar hófst ekld með Sverri. Við fornleifagröft 183<! fannst brot úr rúnasteini, sem sýnlf að byggð hefur verið í Kirkjubæ áf- ið 800. Um 1020 bjó þar ÞórhallUJ ríki. Hann var kvæntur konu, sem Birna hét, og varð hún þjóðsagna,- persóna í eyjunum. Eftir að Þórhall- ur var myrtur, giftist Birna aftur, en þessi seinni maður hennar var veg- inn í bardaga við Sigmundssyni frá Skúfey. í bardaganum brenndu bræð- urnir öll hús í Kirkjubæ. Staðurinp var síðan endurbyggður. Eftir þessá atburði skipti Birna jarðeignum sín- um milli þriggja dætra sinna. Hin elzta fékk jarðeignir hennar á Vogeý, hin næstelzta jarðeignir hennar á Aust urey, en hin yngsta, Æsa, sem móð- irin hafði mest dálæti á, fékk aðal- bólið, sem tók yfir allan sUðurhluta Staumeyjar, ásamt óbyggðri eyju, Koltur. Þessi jarðeign er nú 184 ekr- ur og ber 5000 sauðfjár og 200 naut- gripi. Æsa lét reisa myndarlega stein kirkju, ‘Sem vígð var heilagri Maríu, og nokkru síðar komu fyrstu biskup- ar til Kirkjubæjar. Sá fyrsti þeirra hét Guðmundur. Fór vel á með hon um og Æsu. En þegar biskup gerðist hrumur, var honum skipaður aðstoð- arbiskup, Matthías að nafni. Talið er, að Guðmundur biskup hafi látizt 1105 og tók þá Matthías við biskupdómi eftir hann. Hann var mjög óvinveittur Æsu og tókst að lokum með klækj- um að sölsa allar eigur hennar og óðal undir biskupsstólinn. Sjálf var Æsa dæmd til að hafast við á eyði- eyjunni Koltri og lézt þar í hárri elli. Ekkert í Kirkjubæ hefur þó eins mikil áhrif á hugmyndaflug manns og rústirnar af dómkirkjunni, þegar maður stendur inni í henni og heyr- ir storminn þjóta hvíslandi um boga- dregin gluggagötin. Biskup sá, sem hóf byggingu kirkjunnar, hét Erlend- ur. Var það rétt fyrir árið 1300. í suðurvegg kirkjunnar var geymt helgi skrín, sem varðveitti bein úr dýrlingi Orkneyinga, Magnúsi jarli helga, og annað skrín með einum Þorláks helga Skálholtsbiskups. Aldrei var lokið við byggingu hinnar fögru Magnúsardómkirkju, en svona hefur hún staðið eins og rúst allar þessar aldir. Eyjarnar kvaddar. Þegar ég var kominn til Þórshafn- ar á fimmta tímanum, reyndi ég enn að hitta Sigurð, en árangurslaust. Þá keypti ég póstkort og skrifaði á það kveðju mína og þakkir til þeirra hjóna, því að mér fannst ég ekki geta farið án þess, eftir alla þá vel- vild og gestrisni, sem þau höfðu sýnt mér. Síðan póstlagði ég kortið og hélt um borð í Heklu, því að nú leið óð- um að brottfarartíma skipsins. Á hafn arbakkanum hitti ég stéttarbróður Framhald á bls. 7M. 754 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.