Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 6
/ Lendingln í Elduvík. Þarna varS áður að klífa upp klefta, en nú hefur breiður stigi verið steyptur utan í hamarinn. tók eftir, þegar inn kom, var geysi- stórt og magnað málverk eftir einn mesta málara Færeyinga, Samuel Jo- ensen-Mykines (f. 1906 á Mykinesi, sem er vestast allra fyjanna). Mynd- in heitir „Á heimleið frá jarðarför.“ Hún er eign færeyska listasafnsins. Enn þá er óbyggt yfir það, og þurf- um við íslendingar ekki að undrast það, því að enn er óbyggt yfir okk- ar listasafn, þótt fjölmennari séum við. íbúar í Færeyjum munu vera innan við fjörutíu þúsund. Þarna í bankanum héngu uppi mörg önnur málverk eftir aðra færeyska listmál- ara og ein höggmynd stóð á miðju gólfi eftir myndhöggvarann Janus Kamban, sem fæddist I Þórshöfn 1912. Sú mynd heitir „Dansinn" og sýnir hóp af fólki dansa færeyska hringdansinn. Færeyskur heimilisiðn aður hefur öldum saman verið talinn til listar, svo að engan þarf að undra. þótt Færeyingar hafi nú eignazt ágæta og fjölhæfa myndlistarmenn. Skáldin og rithöfundarnir færeysku eru aftur á móti þekktari hér á landi, því að ýmislegt hefur þó birzt eftlr færeyska höfunda á íslenzku. Flestir muna v^st eflir Barböru eftir Jörgen Franz Jacobsen, sem lesin var í út- varpið hér fyrir mörgum árum, og enn fremur var hér sýnd kvikmynd, sem gerð var eftir sögunni. Gönguferð til Iloydals. Um kvöldið komu Sigurður Joen- sen og kona hans í Hótel Hafnia og buðu mér með sér í gönguferð upp í Hoydal, rétt utan við Þórshöfn. Ég var þá á tali við Ólaf, sem ég hef minnzt á áður. Bauðst hann til að aka okkur þangað. Þá var lagt af stað, og nokkru síðar fórum við fram hjá íþróttasvæðinu, sem er í svonefndum Gundadal. Þar stóð þá yfir keppní í handknattleik milli Færeyinga og íslendinga. Þegar honum var lokið, átti að heyja knattspyrnukappleik milli sömu aðila. Þegar við komum í Hoydal, yfir- gaf Olafur okkur. Þarna sá ég reisu- legan færeyskan bóndabæ. Sigurður barði að dyrum, og kom þá bóndi til dyra. Þetta var maður á níræðis- Á siglingu um (undin faireysku. Þay er víða hrikafagurt um a8 litast. 7TO T f M I N W - srw'TirTT) a r.Rw?./»*»

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.