Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Qupperneq 3

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Qupperneq 3
Eysteinn Sigurðsson: Skáldaþættir 1750-1850 VIII B j ar ni Thorarensen Fyrri hluti 1 ÚTVARPSERINDI, sem Sigur&ur Nordal flutti á 150 ára afmæli Bjarna Thorarensens 30. des. 1936, lýsti hann þeirri skoöun sinni, að einungis tvö nafngreind islenzk skáld, sem eldri væru en Bjarni, yröu nefnd i sömu andrá og hann, þeir Egill Skallagrims- son og Hallgrimur Pétursson. Mat sem þetta hlýtur aö visu jafnan a& vera persónubundiö og háö smekk, en eigi að siöur munu flestir geta tekiö undir þaö, aö ekki gnæfi önnur ljóðskáld öllu hærra hér á landi en þessir þrir frá upphafi vega og fram á daga Bjarna. Ctvirætt er a.m.k., aö hér er komiö aö svipmesta skáldinu, sem fjallað hefur veriö um i þessum þáttum til þessa. Bjarni fæddist 1786 aö Brautarholti á Kjalarnesi, en ólst upp aö Hliöarenda i Fljótshlið. Faöir hans var Vigfús Þórarinsson sýslumaður, bróöir Stefáns amtmanns og hálfbróöir Jóns Espólins, en Sigriður móöir þeirra var systir Ölafs Stefánssonar stiftamt- manns, svo að á þann hátt voru þeir bræður náskyldir Stephensen ættinni. Móðir Bjarna og kona Vigfúsar var hins vegar Steinunn Bjarnadóttir, Pálssonar landlæknis, og Rannveigar Skúladóttur, Magnússonar landfógeta, en systir Þórunnar, konu Sveins Páls- sonar læknis. Stóðu þannig að Bjarna traustir ættstofnar, auk þess sem heita mátti, að hann ætti til frændsemi að telja viö mestallt helzta stórmenni landsins. Snemma bar á frábærum námsgáf- um Bjarna, og lauk hann stúdentsprófi 1802, þá 15 ára. Sama ár sigldi hann til Hafnar og hóf háskólanám. Las hann þar lög og lauk prófi 1807, tvitugur að aldri, en dvaldi þar siðan enn um hriö viö ýmis störf. Áriö 1810 fluttist hann svo til Reykjavikur sem aöstoðarmað- ur Castenschiolds amtmanns, jafn- framt þvi sem hann gegndi dómstörf- um við Landsyfirréttinn i forföllum Benedikts Gröndals. Viö þessi störf var hann næstu árin, en tók við föstu dómarastarfi við réttinn 1817. Ari fyrr hafði hann keypt jöröina Gufunes og flutzt þangað, en þar bjó hann siðan langa hrið. í kvonbænamálum varð honum ýmislegt mótdrægt, en loks kvæntist hann 1820 Hildi Bogadóttur, Benediktssonar fræðimanns siðar á Staöarfelli. Eignuðust þau tiu börn, og þar af komust sex til fulloröinsára. 1820 varð hann og sýslumaður i Arnes- sýslu og gegndi þvi starfi i tvö ár, en tók þá aftur viö dómaraembættinu, sem hann gegndi siðan til 1833, er hann var skipaður amtmaður nyrðra. Sat hann siðan I þvi embætti allt til dauða- dags 1841 og bjó á Mööruvöllum i Hörgárdal. Sem að likum lætur .uröu embættis- verkin meginhlutinn af ævistarfi Bjarna, enda rækti hann þau jafnan af hinni mestu alúð. Sem embættismaður var hann strangur og siðavandur, ásamt þvl sem hann var konunghollur einvaldssinni i oröi og verki. En jafn- framt þessu var hann framfaramaður fyrir hönd þjóðar sinnar og sinnti ýms- um umbótamálum, svo sem vegabót- um yfir hálendið. Sömuleiðis tók hann hugmyndinni um innlent þinghald tveim höndum og studdi það ásamt ýmsum hinna yngri manna, að Alþingi yröi endurreist viö öxará. Birtist i þvi i verki hin rómantiska skáldhugsjón hans. Skáldskap sinum sinnti hann þvi ekki nema i hjáverkum, enda mun mála sannast, aö samtimamenn hans hafi haft ólikt meiri kynni af dómaran- um og yfirvaldinu Bjarna Thoraren- sen en skáldinu. Nokkuö af ljóðmælum hans birtist þó að honum lifandi, og það svo, að á efri árum hans hefur það ekki getað farið fram hjá þeim, sem fylgdust með, að þar var á feröinni eitt af meiri háttar skáldum landsmanna. Eysteinn Sigurðsson. Almenna viðurkenningu fyrir skáld- skap sinn hlaut hann þó naumast i lif- anda lifi, og það var ekki fyrr en að honum látnum, sem löndum hans fór upp til hópa að skiljast, hvert skáld hann hafði verið, enda komu kvæöi hans ekki út i bókarformi fyrr en 1847. 1 bókmenntasögunni er Bjarni fyrst og fremst merkur af tveimur ástæð- um. í fyrsta lagi innleiöir hann róman- tisk viðhorf I ljóðagerð landsmanna, en þeirri stefnu kynntist hann snemma á Hafnarárum sínum, m.a. af þvi að hlýða á fyrirlestra Henriks Steffens við Hafnarháskóla, er kynntu hana þar. Hefur hann bersýnilega hrifizt af rómantisku stefnunni, sem boöaði frelsi skáldanna til að láta stjórnast af hugarflugi sinu, tilfinningum og inn- blæstri, ásamt dýrkun á fegurö og glæsileika fjarlægrar fortiöar, en hafnaði nytsemi- og fræöslukröfum eldri skálda. 1 öðru lagi birtist hann i kvæðum sinum sem kröfuhart og aga- samt karlmenni, er þó býr einnig yfir mildum og mannlegum eðlisþáttum Samémar hann þetta tvennt i þeim mæli, að i kvæðunum er hverjum manni hollt að leita sér sálufélags. Kvæði Bjárna eru vitaskuld margs konar og sundurleit að efni, en þau sem hæst ber skiptast nokkuö sjálf- krafa i þrjá flokka, þ.e. ættjarðar- og Sunnudagsblað Tímans 195

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.