Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Síða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Síða 15
Maria Skagan: Stóri vinn- ingurinn Smásaga Teikning: Halldór Ólafsson. Hún kom að áliönu hausti. Fjöllin þann dag voru kólgublá, sumarleyfis- blærinn löngu rokinn af fólkinu á skrif- stofunni, þar sem tilverunni var skipt i dálka með lengdarbilum. Þetta var roskin kona, sveipuð sjalklút um höfuð og herðar, beið þolinmóð yzt i röðinni, unz hún var orðin ein eftir, hóvikaði sig þá nær borðinu og tók seinlega til orða. — Ekki vilduð þér nú vera svo væn að athuga fyrir mig, hvort það muni kannski vera einhver smávinningur á þetta númer, hálfhvíslaði hún og uppdró vandlega samanbrotið vasa- bókarbfað úr snjáðri tösku með biluðum lás, þrýsti þvi i lófa minn eins og i mikilvægum trúnaði. Fingurnir voru hnýttir, höndin þessleg að hafa kunnað vel félagsskap treskeftra verkfæra, allteina skóflu, orfs og hrifu, myndi þó hafa lipra stjórn á prjónum og nál. Ég leitaði, fann ekkert i fyrstu, fletti afturábak i skránni Biðum við, árið 1949 — númer 11689 efst á blaði? Ég rýndi vandlega i vasabókarbleðilinn, tölustafirnir voru viðvaningslega dregnir, en greinilegir, og i vinninga- skránni sama tala i prentstöfum — 11689 og þar fyrir neöan hundrað- þúsundin. Það var ekki um að villast. Ég hraðaði mér yfir að afgreiöslu- borðinu og rétti konunni pappirs- blaöið. — Eruð þér með miðann? — Er — er kannski vinningur? spurði konan og fátaöi niðurlút viö skriffærin á borðinu. — Já, meira að segja hundrað- þúsundin flýtti ég mér að segja, ánægö að geta sagt það gamalli konu með klút i þetta sinn. — Svo-o já, og hafa ekki veriö sótt? innti konan, leit upp og brosti eitthvert burt. — Nei, þau eru i ósóttum vinningum, áréttaöi ég, undandi á þessum óþarfa vafningum. — ósótt — þetta grunaði mig, tautaði konan, leit siðan upp ein sér. — Já, en fyrirgefið, ég var að spyrja um miðann. ( Kannski heyrði hún ekki rétt vel) — Miðann, já. Hún hörfaði eilitið frá borðinu, stakk númerinu djúpt i veskið, allt i einu vanmegna mitt i unnum sigri. — Það er nú einmitt þaö, andvarpaði hún treglega, brosið á vandræðalegu flökti um varirnar. — Miðinn, hann brann. Og hún horfði framhjá mér inn i logana, sem engu þyrmdu. — Það brann allt, við komumst út með eina sæng. Þessi fáoröa frásögn var dapurlega sannfærandi. Brosið frosið, þar sem hún stóð, hafin likt og i hillingu yfir grundvöll almennra hversdagsviö- burða, þessi ókunna kona. Loks nálgaðist hún mig á ný, ögn eins og samansigin af þungri göngu og langri, lét hallast fram á afgreiöslu- borðið ogu spurði i hvislingum, hvort hún mætti kannski tala við mig nokkur orð undir fjögur augu, það væri nefni- lega ekki svo auðvelt að útskýra þetta i fljótu bragði — þetta er i rauninni dálitil — ja, einskonar saga. Það beið enginn, svo að ég brá mér fram fyrir borðið. Það var nú svona, eins og ég sagði, góða min, þá brann hann, miðinn, endurtók konan hljóðlega, umleikin dul þessarar óafturkallanlegu eld- vigslu, sem eftirskildi svo dýrmæta ösku, vindum aö leik. — Þá, er ég hrædd um, að ekkert sé hægt að gera i málinu, sagði ég vand- ræðalega. Miðarnir hér eru ekki nafn- skráðir, þvi er nú ver. Konan horföi mildilega á mig innan úr óumdeilan- legri sannfæringu. — Þessi miði, hann á sér alveg sérstakasögu, sagði hún, eins og til að reyna að yfirstiga tilvistarleysi þess, sem hér var ekki skráö á spjald ellegar önnur viðlika gögn. Bros hennar ekki lengur á hvikulu flökti, heldur staðfestuljómi þess, sem veit. — Nú já, sagði ég hikandi — efaöi, að hér gæti annað gerzt en það, sem ritað varð i sannanlegum tölustöfum. — Ég átti fósturson, góðan dreng, sem var hvers manns hugljúfi. Röddin brast, og hún brá klúthorni upp að augunum. — Hann dó fyrir átta árum, blessaður drengurinn, sagði hún slit- rótt — senn orðin gömul kona og yfir- gefin. — Hann var alltaf svo hjálpsamur og vænn, það sögðu allir, alveg einstakt barn, það var hann. Einu sinni, góða min, þá hjálpaöi hann blindum manni yfir götuna — hann var svo skir, bara sex ára þá, en passaði sig alltaf á bilunum. Og þegar þeir voru komnir yfir, þá baö gamli maðurinn honum allrar blessunar, sagöist ekki vera með aura á sér, en gaf honum þennan miöa og bað hann að geyma hann vel. — Kannski verður hann þér einhvern tima að láni, sagði hann gamli maður- inn. — Lifið er svoddan happdrætti, drengur minn. Hún þagnaði, losaði um sjalklútinn, orðin rjóð i vöngum, tók aftur til máls handan pappirs og prentsvertu. — Fyrir hálfum mánuði eða svo dreymdi mig blessaðan drenginn. Hann kom þarna gangandi rétt eins og hann átti að sér hýr, og glaður mitt i lýsandi móðu og rétti henni hvitt blað, sem á var skrifuð þessi tala, stórum, auöum störfum og orðiö VINNINGUR yfir. — Þetta var miðinn minn, sagði hann og hvarf á samri stundu. Hún heyrði óm likt og klukknahringingar i fjarska, og flýtti sér að pára niður númeriö, eins og hún sá það fyrir sér ljóslifandi, þegar hún vaknaði. — Ég var næstum búin að gleyma þessum miða, en þetta hlaut að merkja eitt- hvað, eins og lika var komið á daginn — hann hafði aldrei blekkt hana, blessaður drengurinn — og þó að þér kannski trúið mér ekki, þá var þetta hann, eins og ég stend hérna sjálf. — Já, ég skil, tautaði ég, skildi raunar varla, hvernig hún stóð þarna sjálf. Sunnudagsblað Tímans 207

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.