Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Síða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Síða 4
vetrarkvæöi, ástarkvæöi og erfikvæöi. Skal nú vikiö nokkru nánar að merk- ustu verkum i þessum þremur flokk- um. Ættjaröar- og vetrarkvæði Bjarna eru nýstárleg á þessum tima að þvi leyti, aö þar birtist ást hans og aðdáun á fósturjöröinni fyrir sakir feguröar hennar, tiginleika og fornrar frægðar, en ekki notagildis hennar fyrst og fremst, eins og tiðkaðist fyrr. Sömu- leiöis er hann, sem vænta má eftir skaplyndi hans, einlægur aödáandi hins harða og kalda i náttúru og veður- fari landsins, öllu fremur en sumar- feguröarinnar. Þetta birtist greinilega i hinu alþekkta kvæöi hans tsiands minni (Eldgamla Isafold...), sem ort er á Hafnarárunum, en þar kemur ætt- jaröarást hans m.a. fram i saman- buröi hans á Danmörku og íslandi, sem veröur hinu fyrr nefnda litt i vil: Leiöist oss fjalllaust frón, fær oss oft heilsutjón þokuloft léð, svipljótt land sýnist mér sifellt aö vera hér, sem neflaus ásýnd er, augnalaus meö. ööruvis er aö sjá á þér hvitfaldinn há heiöhimin viö, eða þær kristalls ár, á hvörjar sólin gjár, og heiöar himin-blár, há-jökla riö. Svipaös efnis, þ.e. samanburöur á fs- landi og Danmörku, er einnig Sjáland og island, þar sem meira aö segja is- lenzku stúlkurnar bera af hinum dönsku: Fegurð neita fljóöa hér ferst mér ekki að gera, en hjarta þeirra og hendur mér hyggst nær ískalt vera. Sæmri mun ei sinum ver silkiklæddur sprakki en meyja hrein og hýrlynd er hulin vaömáls stakki. Svipaö á enn viö um kvæöiö Sólarupp- koma, þar sem hann lýsir fegurö landsins, er sólin rennur upp yfir þaö og sérstaklega þó yfir æskustöövar hans i Fljótshliö. í Reiövisuer þvi lýst, hvernig fegurö landsins birtist mönn- um á ferö um þaö og einnig túlkuö ein- læg ættjaröarást skáldsins. Rómantisk aödáun á glæstri islenzkri fortiöarsögu er uppistaöan i hinu viðhafnarmikla kvæði fslands riddari.og aödáun á eld- fjallalandinu fslandi byggir upp Kvæði Bjarni Thorarcnsen. á fæðingardegi Friðriks kóngs sjötta, þar sem Eyjafjallajökull er látinn senda frá sér eldgos til aö fagna hinu konunglega afmæli. Ættjarðarástin er enn uppistaöan i hinu alþekkta kvæöi tsiand (Þú nafnkunna landiö...), þar sem hann lýsir þvi, að einangrun og náttúruharka landsins hafi oröið börn- um þess vörn gegn vesaldómi og mannskemmdum, en megi svo ekki veröa lengur, eigi landiö aö hylja ómennsku þeirra með þvi aö siga i sjó niöur. Þetta er íneð máttugustu kvæö- um Bjarna, þótt stutt sé, og hefur reyndar þurft dirfsku til að láta frá sér slikan boöskap i byrjun 19. aldar, eftir lengsta harðinda- og kuldaskeið i sögu landsins. Skyldur boöskapur birtist þó enn i kvæöinu Suðurlönd og Noröur- lönd.Þar fjallar hann um áhrif hita og kulda á skaplyndi og hreysti manna i veröldinni, rekur það, hvernig hitinn dragi úr dug manna i suðlægari lönd- um, en kuldi vetrarins efli þeim kraft i hinum norölægari. Sama hugmynd er enn lengra þróub i hinu svipmikla kvæöi Veturinn, þar sem hann lýsir ofurvaldi vetrarkuld- ans i heiminum, er þar riki jafnan á heimskautunum, á hæstu fjallatindum og i háloftunum, þótt hann hörfi um stund fyrir sumrinu á ári hverju. Myndbeiting Bjarna i kvæöinu er sér- lega markviss og veldur þvi ásamt hinum karlmannlega boðskap þess, aö þaö er án nokkurs efa eitt fremsta verk hans. Björn Teitsson mag. art. hefur sýnt fram á, að tilefni þess muni vera leiöi skáldsins á vor- og sumar- kveðskap samtimaskálda, er honum haföi þá nýlega borið fyrir augu, er hann orti kvæðið, og sömuleiðis, að hann áæki sér þar fyrirmynd aö per- sónugervingu vetrarins til lýsinga á Þorra i kvæðunum Þorrabáikur eftir sr. Snorra Björnsson á HUsafelli og Þorrareið eftir sr. Jón Oddsson Hjaltalin á Breiðabólsstað á Skógar- strönd og reyndar að ýmsum atriðum kvæðis sins tii fleiri átta. Sömuleiðis hefur próf. Bjarni Guðnason sýnt fram á, að i vetrar- og kuldadýrkun Bjarna gæti áhrifa frá kenningum franska heimspekingsins og stjórnvitringsins Montesquieus, sem hann hafi kynnzt á Hafnarárum sinum, um það, að ein- kenni þjóða fari eftir veðurfari og landsháttum i heimkynnum þeirra. Bregða þessar tvær athuganir upp fróðlegri mynd af efnisaðdráttum Bjarna, og er einkar athyglisvert aö kynnast þvi, hversu innlendur efniviö- ur blandast aðfengnum hugmyndum sunnan Ur Evrópu i þessu kvæöi hans. Ástarljóð Bjarna eru sérstæð á sin- um tima fyrir það, að i þeim túlkar hann fegurð og dýrleika ástarunaðar- ins i slikum mæli, aö torfundin eru dæmi um hliðstæður þess hjá eldri skáldum. Var þar þvi um gjörbyltingu að ræða i þessari kveðskapargrein, enda höfðu fyrir þetta naumast tiökazt annars konar ástarljóð i islenzkum kveðskap en mærðarfullir rimnaman- söngvar, gjarnan um trega eftir óupp- fylltar ástir, og klúrar afmorsvisur. Sjá má, að hugur Bjarna hefur nokkuð hneigzt til þessarar kveðskapargrein- ar þegar á Hafnarárunum, og frá þeim tima eru tvær þýðingar hans, sem fjalla um þessi efni. Onnur þeirra er eftir Catullus, þar sem skáldið lýstir löngun sinni til að kyssa ástmey sina m.a. þannig i búningi Bjarna: Kysstu mig þúshund kossa, kom þú siðan með hundrað, auktu tölu aftur meö þúshund og aftur tiutiu, ennþá kossum þúshundruö og ennþá tiutiu. Hin er Eftir Ovidius.þar sem ástin er þó holdlegri, en meginuppistaða kvæöisins er lýsing skáldsins á fegurö ástmeyjar sinnar nakinnar, sem Bjarni orðar m.a. svo: Heröar hve fagrar hlaut ég að lita, hve mjúka handleggi mundum kreista eg, bylgjandi brjóst beiddust ástar, hagkvæm hvel brjósta handa umferðum. Svipmesta þýðing hans á ástarkvæði, þótt yngri sé, er þó Eftir Sappho, þar sem skáldið lýsir ástmey sinni og feg- 196 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.