Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Síða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Síða 13
Jón H. Fjalldal.sem ótti niræðisafmæli á dögunum. Þá fékk hann frá svcitungum sinum þetta hvita kálfskinn skrautritað afmæliskveðjum frá fólkinu i Armúla, Skjaldfönn, Laugalandi, Laugarholti, Laugarási, Melgraseyri, Hamri, Halls- stöðum og Rauðamýri vestur þar. (Timamynd) "ím '1i- iar MJ <wám <• £<ndutB |»rr nirscOu81 amaðavoste «« batíorignr waaöu bnUatteu*" sitia |?rr uíö bltð u® oKMtuu ác busbfUuia kwSwun fra fcrodura 05 urauin. lírœula L fitmúk il.SKjíildfostn Sútucutlané. gjugarboln. :i|ttipi5si. |Slld0fa«pt. líanm liailoR*um, riauitantýn stóru búi, og það var þar, sem ég hefði getað ilenzt, ef ég hefði viljað. — Svo hefur þú snúið þér að búskapnum, þegar heim kom? — Já. Ég byrjaði að búa á Melgraseyri i Norður-Isaf jarð- arsýslu og bjó þar allt til ársins 1955, að ég fluttist hingað til Reykjavikur. — En eitthvað muntu nú hafa gert fleira en að búa — i þrengstu merkingu þess orðs? — Vist var maður alltaf eitthvað að bjástra. Ég vann fyrst hjá Búnaðarfélagi Nauteyrarhrepps við jarðabætur, og svo fór ég að vinna að endurreisn Búnaðarfélagsins, sem var hálfgert i molum. Og svo var það náttúrlega búskapur- inn á Melgraseyri, sem áhuginn beindist að. Faðir minn og afi höfðu átt jörðina, og nú keypti ég hana á fimm þúsund krónur. Það þætti vist ekki mikið verð nú, en það var drjúgur skildingur þá, þegar ein kýr kostaði sjötiu krónur. En nú kosta ein axlabönd sjö hundruð krónur. Hugsaðu þér bara: Ein axlabönd — tiu kýrverð! Hver hefur heyrt annað eins? Auðvitað veit ég, að það er hægt að fá ódýrari axlabönd i Reykjavik núna, en það gerðist nú samt hér um daginn, að konan min keypti mér ein axlabönd, og þau kostuðu þetta. Ég lét skila þeim aftur, þvi að mér fannst ég orðinn of gamall til þess að bera tiu kýrverð á öxlunum. Og svona hefur flest eða allt breytzt á okkar landi. En þótt Melgraseyri væri þetta dýr, þegar ég keypti hana, var hún þó ekki orðin neitt stórbýli. Túnið var fimm hektar- ar, og heita mátti, að ekki væru þar nein peningshús. — Þú bættir nú vei og rækilega úr útihúsaieysinu, eins og frægt er orðið. — Fyrst byggði ég fjárhús með gamla laginu, en árið 1919 byggði ég hús fyrir þrjú hundruð fjár, fimmtán kýr, átta hesta — og hlöðu i miðju. Þetta stóð allt á sömu plötunni. — Byggðir'ðu þetta allt úr steinsteypu? — Já. Það var allt úr steini. Jóhannes Kristjánsson, sem lengi var ráðunautur okkar, stóð fyrir verkinu. Arið 1921 byggði ég svo ibúðarhús úr steini með tvöföldum veggjum og tróði á milli. Þetta var ný byggingarlist hjá Jó- hannesi, og gafst hún vel á Vestfjörðum, svo mikið vissi ég. Aftur á móti hefur mér skilizt, að hún hafi ekki gefizt eins vel á Suðurlandi. — Hvers konar tróð notuðuð þið á milli veggjanna? — Það var þurr mómylsna. Að sjálfsögðu varð hún að vera vel þurr, og skiljanlegt er, að hún gæfist verr þar sem votviðrasamara var. — Var þetta ekki algert einsdæmi á þeirri tið, árið 1919, að byggja svo vönduð gripahús? — Ég veit ekki. Nei, ætli það. Þetta var nú að byrja. Ann- ars var ég heppinn. Ég átti ekki neina peninga, þegar ég byrjaði á þessu. Skuldaði meira að segja tólf hundruð krón- ur úti i Noregi, vegna náms mins þar — og það var talsvert mikill peningur i þá daga. Sunnudagsblað Tímans 205

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.