Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Page 8
afli og kölluðu ,,magnet” — segul — vegna þess, að hann fannst i héraðinu Magnesia i Þessalóniku.Og þúsund ár- um áður notuðu Kinverjar slikan málm til þess að gera áhald, sem við köllum nú áttavita. Á krossferðatim- unum rataði áttavitinn leiðina til Evrópu. Paracelsus — hinn mikli gullgerðar- maður sextándu aldar — var fyrsti segultöframaðurinn á Vesturlöndum. Hann var Svisslendingur og hét réttu nefni Þeóprastus Bombastus von Hohenheim. Hann var einnig læknir og hélt þvi fram, að segulaflið gæti lækn- að sjúkdóma. Meðal kunnustu lækn- ingagripa hans var segulsteinn, sem kallaður var „azoth”, og með hjálp hans kvaðst hann geta læknað niður- fallssýki, móðursýki og fleiri sjúk- dóma. Að sjálfsögðu voru þessir fyrstu seg- ulmagnarar — eða eigum við að segja dávaldar '— blekkingameistarar, en töfrabrögð þeirra báru stundum merkilegan árangur. Það er nú al- þekkt og visindaleg viðurkennd kenn- ing, að ýmsir sjúkdómar, einnig lik- amlegir, eiga sér að einhverju leyti huglægar orsakir, og sllkir sjúklingar svara ærið oft með jákvæðum hætti dáleiðslu. Og sjúklingur, sem hafði nógu sterka trú á lækningamætti þess- ara gömlu segulmagns aðferðar, gat sýnt ótrúleg batamerki og verið sann- færður um það sjálfur — að minnsta kosti um tima — að hann væri orðinn heilbrigður, alveg eins og hann hafði áður imyndað sér, að hann væri sjúk- ur. Mesmer töfralæknir fæddist i Austurriki árið 1734 og nam guðfræði og læknisfræði i Þýzkaiandi og VÍnar- borg. Prestur eða munkur, sem hét Hell, sagði honum frá segulaflinu. Þá var Mesmer orðinn kunnur læknir og vissi töluverð deili á aðferðum og kenningum Paracelsusar. Mesmer trúði þvi eins og fleiri á þeim dögum, að gagnsær, segulmagnaður vökvi fyllti geiminn. Hann fullyrti, að hann gæti stjórnað þessum straumi og beint áhrifum þessa segulvatns til lækninga. Hann hófst handa með þvi að reyna fyrir sér með seguldiskum séra Hells, en brátt slettist upp á vinskapinn hjá þeim. — Mesmer er aðeins læknir, sem starfar á minum vegum, sagði séra Hell, vafalitið með réttu. En Mesmer fyrtist við og sagði, að hann en ekki presturinn hefði fundið upp þessa lækningaaðferð. Mikil deila hófst milli þeirra, og Mesmer sá sér þann kost vænstan að halda brott úr VÍnarborg. Hann hélt til Sviss. Eitt sinn, er hann var að fást við sjúkling þar, uppgötvaði hann, að 200 seguldiskar séra Hells voru engan veginn nauðsynlegir til þess að ná árangri. Þessi sjúklingur var kona, sem hét Esterline og þjáðist af sleni, hugarórum og blæðingum. Mesmer komstað raun um, að hann gat læknað hana með hægum handhreyfingum, strokum og augnabeitingum. Hann baðaði hana þannig i „segulvökvan- um”, sem hann sagði streyma fram af fingrum sinum. Mesmer skrifaði öllum háskólum i Evrópu og skýrði frá lækningaaðferð- um sinum. Hann bað visindamenn allra landa um hjálp við rannsóknir, en flestir daufheyrðust við bænum hans og kölluðu hann kuklara. En Mesmer lét ekki haggast. Segulmagn- ið var staðreynd, sagði hann. Hann reyndi að þreifa sig áfram með ýmsar segulmagnsaðferðir við sjúklinga i sjúkrahúsum i Bern og Zurich og full- yrti að hann næði oft undraverðum árangri. Með þessa reynslu að baki sneri hann aftur til Vinar til þess að sannfæra fyrri vini sina og samstarfs- menn. Þar tókst hann á hendur að lækna ungfrú Paridis, sem var blind og þjáðist af krampaflogum. Mesmer segulmagnaði hana nokkrum sinnum, og að þvi loknu lýsti hann yfir sigri hrósandi: Hún er orðin heilbrigð... En staðreyndin var þó önnur. Efa- gjarn læknir, sem rannsakaði stúlk- una, sannaði, að hún væri enn blind, og fjölskylda hennar, að hún fengi enn krampaflog. Þessar staðreyndir lét Mesmer þó sem vind um eyru þjóta. — Það er verst fyrir hana sjálfa að halda þetta, sagði hann. — Hún er alheil. Slikar fullyrðingar hans höfðu engin áhrif á Vinarlæknana. Þeir töldu Mes- mer kuklara, sem fengist við galdra og ráðlögðu honum að hafa sig brott úr borginni. Mesmer þóttist sjá, að það væri hollráð og hélt til Parisar 1778 — hinnar glaðværu heimsborgar, þar sem fólkið var ætið reiðubúið að reyna eitthvað nýtt. Og þetta varð sigurför. Paris opnaði bókstaflega faðm sinn fyrir honum. Aður en varði var það orðið meiri skemmtun og lifsreynsla að fara til Mesmers en bregða sér i óperuna. Greifafrúrnar, sem fyrstar gerðust honum handgengnar, lýstu þeim stór- merkjum hástemmdum orðum. Einn ötulast talsmaður Mesmers varð de Lafayette greifi, sem barizt hafði af mestum eldmóði i frelsisstriðinu i Ameriku. Þegar stofnaður var háskóli til þess að helga segulvisindunum, lagði Lafayette greifi fram stórfé. Og i einni Amerikuferð sinni, birti hann með leyfi Mesmers sjálfum George Washington nokkrar leyndardóma mesmerismans. Ýmsir varfærnari og afturhalds- samari læknar Parisar höfðu þó nokkrar áhyggjur af læknisstarfi Mes- mers og fyrirganginum umhverfis hann. — Hann hefur selt sig djöflinum, fullyrti einn þeirra á opinberum vett- vangi. Mesmer reyndi að fá opinbera viðurkenningu á starfsemi sinni og visindum og skrifaði meðal annars Mariu Antoinette i þvi skyni. Hann gerðist meira að segja svo djarfur að spyrja hana, hvort hann gæti ekki fengið til umráða einhverja gamla höll til þess að stunda i læknisstarf sitt og visindatilraunir óáreittur af ofsóknar- mönnum sinum. Og hann fór einnig fram á nokkurn opinberan fjárstyrk. — I augum yðar hátignar geta svo sem fjögur eða fimm hundruð þúsund frankar ekki verið of fjár til góðs mál- efnis, skrifaði hann. — Þessu fé yrði vel varið til blessunar þjóð yðar, sem þér berið svo mjög fyrir brjósti. Drottningin var ekki ginkeypt fyrir þessu, en hún hét Mesmer þó tuttugu þúsund franka fjárhagsaðstoð, ef hann reyndist hafa gert nýtilega og læknis- fræðilega uppgötvun, en hann yrði að leggja visindi sin undir dóm stjórn- kvaddrar læknanefndar. Mesmer af- þakkaði þetta boð og dró sig i hlé um skeið, fór brott úr Paris i fimm mán- aða hvildarieyfi. 12. marz 1783 skipaði Lúðvik kon- ungur 16. nefnd fjögurra lækna til þess að kanna og gera álitsskýrslu um mes- merismann. Meðal nefndarmanna var dr. Joseph Ignace Guillotin, sá sem fann upp fallöxina, eða lagði fyrstur til, að slikt áhald yrði notað til þess að taka menn af lifi á Frakklandi. Það vopn sneið siðan höfuðið að Lúðvik 16. nokkrum árum siðar. Fimm aðrir menn, sem ekki höfðu læknismenntun, bættust siðar i nefndina. Meðal þeirra var Benjamin Franklin. Vinur Mesmers, D'Eslon, læknir, hafði lýst sig fúsan til þess að lýsa að- ferðum Mesmers fyrir nefndinni og sýna henni þær. Nefndin kom þessara erinda i lækningastofur Eslons og fylgdist bæði skelfd og undrandi með sjúklingunum, sem stundu, veinuðu hlógu og æptu og komust i annarlegt og ósjálfrátt ástand, sem breyttist i hugró og friðsæla velliðan að skipan „segul- magnarans”. Nefndarmenn vildu þó ekki játa kenningum Mesmers, en þeir töldu sig ekki geta neitað þvi að merkilegur árangur og furðulegir hiutir hefðu gerzt. Þeir rannsökuðu nákvæmlega segulaflskerið — „baq- uet” — og töldu sig komast að raun um, að þar væri hvorki að finna raf- magn né venjulegt segulmagn. Hin undarlega hegðun og viðbrögð sjúkl- inganna voru þvi enn óskýrð fyrirbæri i þeirra augum — og þeir héldu rann- sókninni áfram. Sunnudagsblað Timans f

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.