Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 Í SUMAR hefur verið unnið að því að stöðva eyðileggingu á húsum og listaverkum Samúels Jónssonar sem bjó í Selárdal í Arnarfirði. Samúel hefur verið kallaður lista- maðurinn með barnshjartað og eft- ir hann standa sérstæð hús á Brautarholtsjörðinni og forvitnileg listaverk. Húsasmiðirnir Sigurður Árni Magnússon og Björgvin Sigurjóns- son hjá Eik ehf. segja fyrsta áfangann vera að loka listhúsinu sem Samúel ætlaði sér, að þeirra sögn, að flytja inn í en náði aldrei. Þak þess var hrunið og veðráttan að leggja það hægt en örugglega í rúst. Kvistir voru dottnir af og segir Björgvin þá hafa þurft að horfa í brotin til að púsla þeim aft- ur saman. Gluggar hafa verið end- urbyggðir, gólf er komið í húsið sem og milliloft. Í framtíðinni er að sögn smiðanna áætlað að opna lítið safn til að sýna verk Samúels. Eru þau varðveitt hér og þar um landið, m.a. hjá nágranna hans í Selárdalnum. Er starfandi fé- lagsskapur sem hefur það meg- inmarkmið að beita sér fyrir við- haldi og enduruppbyggingu á þeim listmunum sem liggja undir skemmdum. Meðal annars á að hanna að nýju steypta girðingu umhverfis húsið sem var listaverk í sjálfu sér en er nú hrunið. Samúel byggði sér einnig kirkju á jörðinni og segir Björgvin stefnt að því að skipta um tvo glugga og laga þak hennar í sumar. Viðgerð á turni standi einnig til. Verkið er unnið fyrir tilstuðlan landbúnaðarráðuneytisins og er áætlað að allt að þrjár milljónir fari í uppbygginguna í sumar. Er það hluti af því að varðveita Sel- árdalinn með það að markmiði að byggja þar upp í framtíðinni. Sérstæð listaverk í Selárdal vernduð Morgunblaðið/Björgvin Guðmundsson Kvistirnir á listhúsi Samúels Jónssonar í Selárdal eru hver sinnar stærðar og því getur verið vandaverk hjá smiðunum að laga þá eins og annað. BÆJARSTJÓRN Austur-Héraðs hefur ákveðið að krefjast eignar- náms á landi í eigu Kaupfélags Hér- aðsbúa, sem liggur innan marka skipulagssvæðis miðbæjarkjarna á Egilsstöðum. Bæjarstjórn samþykkti á fundi í vikunni yfirlýsingu þar sem segir að í framhaldi af samningaviðræðum við KHB, sem hafi verið árangurs- lausar, muni sveitarfélagið afla sér heimildar til eignarnáms. „Austur- Hérað lýsir jafnframt yfir að þegar niðurstöður matsnefndar liggja fyrir mun bæjarfélagið halda áfram samn- ingaviðræðum við KHB vegna þess lands sem er í eigu KHB og ekki er innan þess svæðis sem Austur-Hér- að mun óska eftir að taka eignar- námi.“ Landið sem neyta á eignarnáms- heimildar á afmarkast af skilgreindu miðbæjarsvæði samkvæmt nýaf- staðinni hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjarins. Það er frá Fagradalsbraut í norðri, þjóðvegi 1 í vestri og svæði austan Kaupvangs, sem skilgreint er sem verslunar- og þjónustusvæði, athafnasvæði og íbúðasvæði skv. samþykktu aðal- skipulagi og afmarkast vestan hamrabeltis og samkvæmt landeign- arlínu KHB í suðri. Yfirlýsingin var samhljóða sam- þykkt í bæjarstjórn. Hafa kaup- félagsmenn gefið til kynna að þeir myndu sætta sig við eignarnáms- ferli, ef ekki tækjust samningar um kaup sveitarfélagsins á landinu, en mikið bar á milli í hugmyndum manna um verð á þessu tiltekna landsvæði. Austur-Hérað krefst eignarnáms á landi fyrir miðbæ Egilsstöðum. Morgunblaðið. Austur-Hérað ætlar í landtöku: Hyggst taka land í eigu Kaupfélags Héraðsbúa eignarnámi. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í NÝLEGU tölublaði tímaritsins Sögu fjallar Svavar Jósefsson sagn- fræðingur um rannsóknir danskra yfirvalda á sannleiksgildi þeirrar sögu að Danir hafi ráðgert að myrða Jón Sigurðsson í kjölfar þjóðfundarins árið 1851. Í greininni, sem er unnin upp úr BA-ritgerð um efnið, rekur Svavar atburðarásina í kringum þjóðfund- inn og nefnir að í forystugreinum íslenskra dagblaða á þeim tíma hafi mikið verið rætt um grimmd stift- amtmannsins og Trampe greifa og það hafi verið umtalað að dönsku hermennirnir hefðu fengið skipanir um að skjóta Jón Sigurðsson, Hannes Stephensen og Jón Guð- mundsson ef til vandræða kæmi. „Ef maður ætti að geta sér til um hvernig sagan hafi komist á kreik eftir að danskir hermenn voru sjáanlegir í miðborg Reykja- víkur og Íslendingar, sem voru bitrir vegna niðurstöðu þjóðfund- arins, hafi verið að velta því fyrir sér hvers vegna þeir væru vopn- aðir. Þetta er að því gefnu að hún sé ósönn, sem flest bendir til,“ seg- ir Svavar. Utanríkisráðuneytið hóf rannsókn Hann segir að Bodil Begtrup, sem var sendiherra Dana hér á landi árin 1949–1956, hafi átt frum- kvæði að því að danska utanrík- isráðuneytið hæfi rannsókn á sann- leiksgildi þessarar sögu í kjölfar hundrað ára afmælis þjóðfundarins. „Begtrup hefur eflaust borist sagan til eyrna eftir að hún kom hingað. Hún tekur fram í bréfi sem hún skrifaði að prófessorar við Há- skóla Íslands hafi sagt sér að það væri útbreidd söguskoðun hér á landi að Danir hafi ætlað að lífláta þremenningana,“ segir Svavar en sagan af líflátstilraununum birtist auk þess í leiðara Þjóðviljans í til- efni hundrað ára afmælis þjóðfund- arins árið 1951. Svavar segir að Begtrup hafi ver- ið umhugað um ímynd Dana meðal Íslendinga auk þess sem dönsk stjórnvöld vildu bæta sambandið við Íslendinga. Begtrup óskaði eftir því að danska utanríkisráðuneytið léti rannsaka málið. Ráðuneytið féllst á það og fól ungum sagnfræð- ingi, Niels Petersen, að vinna verk- efnið árið 1951. Í niðurstöðu sinni komst Petersen að því að hún væri væntanlega ósönn og sönn- unarbyrðin væri Íslendinga. Utanríkisráðuneytið leitaði álits danska menntamálaráðuneytisins vegna málsins. Í samskiptum þeirra kom meðal annars fram ákvörðun ráðuneytisins að niðurstöður rann- sóknarinnar yrðu aðeins gerðar op- inberar ef ráðuneytið teldi það hentugt. Svavar segir að þótt Petersen hafi komist að þeirri niðurstöðu að enginn fótur væri fyrir sögunni hafi ráðuneytið engu að síður ákveðið að gera niðurstöðurnar ekki opinber- ar. Hann segir að sú ákvörðun hafi eflaust komið til vegna samskipta þjóðanna á þeim tíma. „Það var kul í samskiptum þjóð- anna á þessum tíma og ráðuneytið hefur eflaust ákveðið að halda rannsókninni leyndri til að forðast togstreitu,“ segir Svavar. Danir létu rannsaka málið árið 1951 Morgunblaðið/Sigurður Jökull Þjóðfundurinn sem haldinn var árið 1851. Myndin er í eigu Alþingis. Niðurstöðurnar ekki gerðar opinberar Ráðgerðu dönsk yfirvöld að myrða Jón Sigurðsson? ÍSLAND endaði í 11. sæti í opna flokknum á Evrópumótinu í brids en liðið vann Tékka, 23:7, í 33. og síðustu umferð í gærmorgun. Ís- lenska liðið fékk 538,5 stig. Ítalía vann mótið með yfirburð- um, 6. skiptið í röð og fékk 657 stig, Svíar urðu í 2. sæti með 614,5 stig og Pólverjar hrepptu brons- verðlaun með 590,5 stig, einu stigi meira en Rússar og 4 stigum meira en Englendingar en þessar fimm þjóðir tryggðu sér þátttöku- rétt í heimsmeistarakeppninni sem fram fer í Portúgal á næsta ári. Í kvennaflokki endaði Ísland í 20. sæti en þar lauk keppni á föstudagskvöld. Svíþjóð varð Evr- ópumeistari í þeim flokki. Ísland í ellefta sæti GEORG Sigurðsson, tíu ára dreng- ur, var sjö milljónasti gesturinn í norska skemmtigarðinum Tusen- fryd við Ósló. Georg hlaut í verð- laun 25 kíló af ís og frían aðgang að garðinum og leiktækjunum þar til æviloka. Garðurinn hefur verið starf- ræktur í sextán ár og býður upp á alla hugsanlega afþreyingu fyrir börn. Þar eru m.a. vatnsrennibraut- ir, rússíbanar, útsýnisturn og bíla- braut auk þess sem reglulega er boðið upp á ýmis skemmtiatriði. Aðstandendur Tusenfryd sögðu Georg hafa verið ánægðan með verðlaunin en hann heimsótti garð- inn með föður sínum og eldri bróð- ur sl. fimmtudag. Georg Sigurðsson varð sjö millj- ónasti gesturinn í skemmtigarði. 25 kíló af ís og frír að- gangur til æviloka LÖGREGLAN á Hvolsvelli hefur lagt hald á umtalsvert magn fíkni- efna sem átti að smygla inn á Landsmót hestamanna á Hellu og hefur bæði fundið hörð fíkniefni og kannabisefni. Tekin hafa verið 28 grömm af hvítu efni og auk þess nokkur hylki sem í er glær vökvi sem ætla má að séu deyfi- eða sljóvgunarlyf. Þá hefur verið lagt hald á nokkurt magn af brúnu efni sem ætla má að sé hass og hassblanda. Lögreglumenn hafa því lagt hald á 41 gramm af hvítum efnum og nokkur grömm og mola af öðrum efnum. Þrátt fyrir góðan árangur við fíkniefnaleit valda málin lögregl- unni nokkrum áhyggjum en fyrir landsmótið var áhersla lögð á málaflokkinn. Fangageymslur lög- reglunnar á Hvolsvelli voru full- nýttar aðfaranótt laugardags en fimm einstaklingar gistu fanga- geymslur vegna óspekta, fíkni- efnamála og minni háttar líkams- meiðinga. Mikil ölvun var á mótssvæðinu í fyrrinótt. Fíkniefnasmygl á Landsmót stöðvað MIKILL mannfjöldi er á Akureyri vegna Essómóts barna í knatt- spyrnu og Pollamóts hinna full- orðnu og hefur allt farið vel fram og mannlífið verið gott að sögn lög- reglu. Gestir á Akureyri skipta þús- undum og varð að vísa fólki frá tjaldstæðinu við Þórunnarstræti í gær þegar þar var orðið fullt og hefur fólk því gist á Hömrum. Í KA- heimilinu einu og sér voru 1.800 þátttakendur og aðstandendur vegna Essómótsins. Einn maður var tekinn grunaður um ölvun við akst- ur í gærmorgun en að öðru leyti hefur helgin verið róleg. Í gær var veður þokkalegt á Akureyri, skýjað og 8 stiga hiti. Gestafjöld á Akureyri ÞÁTTUR Miðsitju-ræktunarinnar á landsmóti hestamanna, sem nú stendur yfir við Hellu, er býsna drjúgur og það sem hæst ber er að efstu hestar í afkvæmasýningu mótsins eru þaðan. Kraflar frá Mið- sitju er efstur heiðursverðlauna- hesta en Keilir frá Miðsitju er efst- ur þeirra er hljóta fyrstu verðlaun. Þá hreppir Þóra frá Hólum efsta sæti afkvæmahryssna. Miðsitju- hestarnir efstir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.