Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ H aukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins, segir að miklar breytingar hafi orðið á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins á síð- ustu árum. Breytingarnar verði að skoða í því samhengi að fram til ársins 1997 hafi eftirlaunakerfi opinberra starfsmanna ekki nema að hluta til byggst upp á sjóðssöfnun. Að hluta til hafi verið um gegnumstreymiskerfi að ræða þannig að ríkissjóður og aðrir launagreiðendur sem áttu aðild að sjóðnum greiddu hluta lífeyris á hverjum tíma af samtímatekjum sínum. Á árinu 1997 sé gerð grundvallarbreyting í þessum efnum. Þá sé þessu gamla eftir- launakerfi lokað fyrir nýjum sjóðfélögum og ný deild sjóðsins, svonefnd A-deild, stofnuð, sem sé að fullu fjármögnuð með iðgjöldum og þess þar með gætt að hún eigi jafnan að fullu fyrir þeim réttindum sem lofað sé. Jafnframt hafi ríkissjóður tekið ákvörðun um greiðslu sérstakra aukagreiðslna vegna eldri eftirlaunaskuldbindinga sinna gagn- vart ríkisstarfsmönnum, þ.e.a.s. skuldbind- inga sem stofnuðust fyrir árið 1997, og eru varðveittar í svonefndri B-deild sjóðsins, og mynda þannig sjóð til að mæta þeim skuld- bindingum þegar að lífeyristöku kæmi. Það hefði verið mun skynsamlegri leið heldur en að láta kyrrt liggja því ef þessi leið hefði ekki verið farin hefði myndast verulegur fjárhagsbaggi á ríkissjóði í framtíðinni þeg- ar lífeyrisgreiðslur ykjust og dregið hefði verulega úr innborgun iðgjalda. 50 milljarðar á fimm árum Fram kom að þessar aukagreiðslur rík- issjóðs hafa numið rúmum 50 milljörðum króna á síðustu fimm árum og að verðmæti inngreiðslnanna um síðustu áramót nam tæpum 61 milljarði króna að viðbættum vöxtum og verðbótum á tímabilinu. Ávöxtun þessara peninga á síðasta ári, sem var óvenju hagfellt í þessum efnum, nam þannig um sex milljörðum króna Eignir B-deild- arinnar í heild námu um 108 milljörðum króna um síðustu áramót, en skuldbinding- arnar 304 milljörðum króna, þannig að enn vantar verulega upp á að eignir séu til í sjóðnum fyrir skuldbindingum. Haukur segir að það sé stefna ríkissjóðs að halda þessum aukagreiðslum áfram. Þannig hafi þegar verið ákveðið að rík- issjóður greiðir aukalega 7,5 milljarða króna til LSR á yfirstandandi ári vegna eldri skuldbindinga sinna í B-deildinni, auk þess sem ríkisstofnanir greiði um 1,4 milljarða króna til viðbótar vegna réttinda í B-deild- inni sem skapist á árinu. Samanlagt megi því gera ráð fyrir að ríkissjóður greiði um 9 milljarða króna aukalega í ár til sjóðsins til viðbótar þeim 50 milljörðum króna sem þeg- ar hafi verið greiddar til hans. Haukur segir að ef ekki hefði komið til þessara aukagreiðslna hefði B-deild sjóðsins tæmst árið 2010. Því hafi verið frestað til ársins 2025 með þeim aukagreiðslum, sem þegar hafi verið greiddar, samkvæmt greiðslustreymisáætlun sem sjóðurinn hafi látið gera reglulega, en þar séu greiðslur ið- gjalda og lífeyris í B-deildinni kortlagðar fram í tímann. Þar sem B-deildinni hafi ver- ið lokað fyrir nýjum sjóðfélögum blasi við að smám saman muni draga úr iðgjalda- greiðslum til hennar, en eftir standi réttindi sem eftir eigi að greiða út og eftir eigi að fjármagna að hluta. Þau falli hins vegar til á mjög löngum tíma eðli málsins samkvæmt. Áætlanir geri ráð fyrir að síðustu greiðsl- urnar falli til á árunum 2060 til 2070. Síð- ustu áratugina séu lífeyrisgreiðslurnar aftur á móti hverfandi. Mestur þunginn af greiðslum úr deildinni komi til mun fyrr eða á árabilinu 2020–30. 10 milljarðar í lífeyri í fyrra Haukur segir að lífeyrisgreiðslur úr B- deildinni hafi numið um tíu milljörðum króna á síðasta ári. Þetta væru mjög háar greiðslur og til marks um það mætti nefna að greiðslur úr B-deildinni væru um þriðj- ungur af eftirlaunagreiðslum í lífeyrissjóða- kerfinu í landinu í heild. Greiðslurnar færu stighækkandi á næstu árum og yrðu um og yfir 20 milljarðar króna á ári þegar mest væri á árunum milli 2020 og 2030. „En við verðum að skoða þetta í því sam- hengi að þessi sjóður er langelstur lífeyr- issjóða í landinu. Það var fyrr komið upp líf- eyriskerfi fyrir opinbera starfsmenn en aðra landsmenn og þegar við erum að tala um skuldbindingar lífeyrissjóðsins, sem vissu- lega eru miklar og ekki ætla ég að draga úr því, verðum við að hafa í huga að þarna er um að ræða umsamin réttindi 40 þúsund sjóðfélaga. Mér finnst umræðan um skuld- bindingar B-deildarinnar oft á tíðum byggð á misskilningi og að sumu leyti ósanngjörn í garð þess fólks sem greitt hefur í sjóðinn. Það gleymist nefnilega að þetta fólk starfaði áratugum saman lengst af samkvæmt launa- kerfi, þar sem laun voru lægri en gengur og gerist á almennum vinnumakaði, en á móti voru ýmis réttindi betri. Hluti þessara rétt- inda voru lífeyrisréttindi, en í stað þess að byggja upp sjóð til að mæta þessum rétt- indum að fullu þegar þau féllu til var tekin ákvörðun um að launagreiðandinn fjármagn- aði hluta af lífeyrisgreiðslum þegar að þeim kæmi,“ sagði Haukur. Hann benti á að mikil aukning skuldbind- inga B-deildar sjóðsins á síðustu árum væri í raun og veru eðlileg afleiðing þess kerfis sem í gildi hefði verið áður en réttindakerf- inu var breytt 1997. Lífeyrisréttindi í B- deildinni miðist við dagvinnulaun eftirmanns í starfi og séu tiltekið hlutfall þeirra í sam- ræmi við starfstíma. Launaþróun framan af síðasta áratug hafi gert það að verkum að hlutfall dagvinnulauna af heildarlaunum hafi lækkað stöðugt vegna ýmissa aukagreiðslna sem menn fengu og því hafi leiðrétting þar sem þessar aukagreiðslur voru færðar inn í dagvinnulaunin eins og gert hafi verið í lok síðasta áratugar verið óumflýjanleg, en dag- vinnulaun opinberra starfsmanna hafa tvö- faldast að meðaltali á síðustu sjö árum frá árinu 1997, samkvæmt vísitölu dagvinnu- launa opinberra starfsmanna. Áttu hækkunina inni „Þessar miklu hækkanir, sem verið hafa á undanförnum árum, eru auðvitað verulegt áhyggjuefni. Skuldbindingarnar hafa aukist gríðarlega mikið, en ég býst við að ýmsir sjóðfélagar líti þannig á að þeir hafi átt þessa hækkun inni. Þeim hafi verið gefið fyrirheit um lífeyrisréttindi í samræmi við þróun dagvinnulauna eins og þau væru á hverjum tíma og þeir hafi í sumum tilfellum sætt sig við lægri laun vegna þessa fyr- irheits. Ef önnur laun en dagvinnulaun verða óeðlilega stór hluti heildarlauna, þá verður ekki séð hvernig standa eigi við gefin loforð,“ sagði Haukur ennfremur. Hann sagði að þessar miklu skuldbind- ingar væru nánast óskiljanlegar flestu fólki. Þegar réttindin væru hins vegar skoðuð í ljósi fjölda sjóðfélaga kæmi hins vegar í ljós að þau næmu um 13 milljónum króna að meðaltali á hvern og einn virkan sjóðfélaga, þótt þau væru auðvitað mjög mismunandi frá einum manni til annars. Eignir lífeyriskerfisins í heild eru yfir 800 milljarðar króna sem er nálægt að vera svipað og landsframleiðslan öll á einu ári. Þar af eru eignir LSR tæpir 150 milljarðar króna eins og fyrr sagði og um 160 millj- arðar króna ef eignir Lífeyrissjóðs hjúkr- unarfræðinga eru einnig teknar með en hann er rekinn samhliða LSR. Haukur segir að þessar eignir lífeyriskerfisins séu ein mikilvægasta eign þjóðarinnar. Mikil og já- kvæð viðhorfsbreyting hafi orðið hjá al- menningi á síðustu árum gagnvart lífeyr- issjóðakerfinu og fólk geri sér betur grein fyrir því en áður að þetta sé oft á tíðum verðmætasta eign þess þegar að lífeyristöku kemur, mun verðmætari en fasteignir í mörgum tilfellum, og forsenda fyrir fjár- hagslegu sjálfstæði fólks í ellinni. „Það er mikil fjárhagsleg ábyrgð að hafa með þessa miklu fjármuni að gera. Ef menn telja jafnframt að það fylgi því mikið fjár- hagslegt vald að halda utan um þessa fjár- muni tel ég að lífeyrissjóðirnir hafi farið af- skaplega vel með það vald. Lífeyrissjóðirnir hafa almennt farið mjög varlega í stýringu á þessum eignum. Langstærstur hluti eign- anna er bundinn í innlendum skuldabréfum, einkum ríkistryggðum bréfum Íbúðalána- sjóðs eða sjóðfélagalánum, sem eru mjög tryggar fjárfestingar almennt talað. Fjár- fest er eftir fyrirfram ákveðnum fjárfesting- arreglum til að tryggja sem mesta og besta áhættudreifingu,“ segir Haukur. Stæstur hluti eignanna í ríkistryggðum skuldabréfum Hann segir að stærstur hluti eigna lífeyr- issjóðsins sé í innlendum skuldabréfum rík- issjóðs eða annarra traustra aðila þar sem tapsáhætta sé hverfandi. Þá séu um 20% af eignum LSR í erlendum hlutabréfum. Í því sambandi sé þannig á málum haldið að samningar séu gerðir við virt erlend fjár- málafyrirtæki sem sjái um eignastýringu á þessum hluta eignanna, en tryggt sé að um mikla áhættudreifingu sé að ræða. Bæði sé um marga erlenda aðila að ræða á ólíkum mörkuðum og fjárfest sé í eignasöfnum þar sem fjöldi fyrirtækja komi við sögu, jafnvel nokkur hundruð í hverju tilviki fyrir sig til þess að ná fram sem mestri áhættudreif- ingu. Haukur segir að þá séu um 10% af eign- um sjóðsins í innlendum hlutabréfum. Þar sé eingöngu um að ræða bréf sem skráð séu í Kauphöll Íslands. Mikil dreifing sé á milli einstakra fyrirtækja, en að jafnaði megi segja að sjóðurinn eigi ekki meira en 3–5% í hverju fyrirtæki fyrir sig. Við fjárfestingar sé lögð áhersla á ábyrg vinnubrögð og horft til þess hvort góðir fjárfestingarkostir eru í boði og sjóðurinn hafi verið ófeiminn við að selja eignarhluti í fyrirtækjum og innleysa hagnað þegar hagkvæmt verð hafi fengist fyrir eignarhlutinn. Sjóðurinn hafi einnig markað þá stefnu að hvorki starfsmenn sjóðsins, stjórnarmenn né aðrir fulltrúar sjóðsins sitji í stjórn fyrirtækja sem sjóð- urinn á eignarhlut í, jafnvel þó eignarhlut- urinn gefi tilefni til þess að sjóðurinn eigi þar stjórnarmann. Þannig telji forsvars- menn sjóðsins að best sé komið í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra. Hins vegar sé Miklar breytingar hafa orðið á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins síðustu árin 150 milljarðar í stæ Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur nokkur síðustu árin verið stærsti lífeyrissjóður landsins með eignir sem samanlagt námu nærfellt 150 milljörðum króna um síðustu áramót. Eignir sjóðsins hafa vaxið mikið á þessum tíma en skuldbindingarnar hafa líka vaxið hratt, eins og fram kemur í samtali Hjálmars Jónssonar við Hauk Hafsteinsson, framkvæmdastjóra LSR. Morgunblaðið/Eggert Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.