Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 39
MENNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 39 Til sölu einn glæsilegasti eðalvagn landsins Verð kr. 3.990.000 Lincoln Town Car SIGNATURE SERIES Árg. 2002, ekinn 22 þús. mílur, sjálfskiptur, gler topplúga, álfelgur, leðurklæddur að innan, rafmagn í öllu þ.m.t farþegasæti, geislaspilara magasín. Gríðarlega vel búinn vagn. Sjón er sögu ríkari. Þriðjudagstónleikar 6. júlí kl. 20:30 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari. Verk fyrir fiðlu og gítar eftir Vivaldi, Paganini, Chopin, Blak og Zenamon. 13. júlí kl. 20:30 Ragnheiður Árnadóttir sópran og Peter Nilsson píanóleikari.                                                         ! " # $ % $ & & ' ( ) # * + ,  - . +  . / $ 0 1 ' ' 2 ' '  3 0 1 ' ' 2 ' & 4 4 4  - # )  "   $  - # )  "  5 - # )  "   $                  !     6-   7         8           9    7  :          7  6  ;  <       <  7               7  6           9      77:  Alexandra Bülcher segirmikilvægt fyrir smáþjóðeins og Ísland að markasér skýra stefnu í útrás eigin bókmennta á erlenda mark- aði. Á fundi hennar með mennta- málaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, ræddi Bülcher um gildi þess að setja á stofn upplýs- ingamiðstöð bókmennta hér á landi í líkingu við það sem annars staðar gerist, miðstöð sem styrkti til dæmis bæði þýðingar á önnur tungumál og þýðendurna sjálfa og væri stuðningur og upplýsingaveita fyrir þessa mikilvægu stétt. LAF vinnur nú að umfangsmikilli könn- un á starfsemi bókmennta- miðstöðva í Evrópu og er gert ráð fyrir að niðurstöður hennar liggi fyrir í haust. „Austur-Evrópuríkin hafa hvert af öðru sett slíka starfsemi á lagg- irnar og segja má að þar sem ekki eru nú þegar miðstöðvar sé verið að setja þær upp. Við ræddum gagnsemi kynningarmiðstöðvanna og vonast ég til að málið fái góðan framgang hér á landi. Nokkrar kynningarmiðstöðvar og skyldar stofnanir mynda samstarfsnet LAF sem felst meðal annars í sameig- inlegu kynningarrými á bóka- stefnum og miðlun upplýsinga. Bókmenntakynningarsjóður, sem hefur verið í þessu samstarfi nán- ast frá byrjun, hefur um árabil styrkt þýðingar og útrás íslenskra höfunda og skilst mér á formanni sjóðsins, Jónínu Michaelsdóttur, að verði upplýsingamiðstöð bókmennta sett á laggirnar hér á landi taki hún við starfi sjóðsins,“ segir Bülc- her í samtali við Morgunblaðið. Flétta bókmennta- þræði saman Literature Across Frontiers er stutt af menningaráætlun Evrópu- sambandsins og starfar undir hatti Mercator Center við háskólann í Wales, en þar er unnið að ýmsum verkefnum á sviði tungumála og samskipta, allt frá bókaútgáfu til sjónvarpsþáttagerðar. LAF gefur út vefritið Transcript, sem kemur út á tveggja mánaða fresti. Þar hef- ur meðal annars verið fjallað um ís- lenska höfunda. „Við reynum líka að brjótast út úr hefðbundnum bók- menntakynningum í stíl landkynn- ingar, þar sem einungis eru kynnt- ar bókmenntir einnar þjóðar. Þvert á móti reynum við að finna samlita þræði í bókmenntum ólíkra landa og flétta þá saman. Einnig skipu- leggjum við samstarfsþing þýðenda og skálda, þar sem við reynum að yfirvinna skort á þýðendum milli minni málsvæða.“ Sigurður Pálsson og Þórarinn Eldjárn hafa til dæmis tekið þátt í samstarfsverkefni af þessu tagi í Wales sem þótti takast með af- brigðum vel og því eru nú sum ljóða þeirra til í baskneskri, eist- neskri og írskri þýðingu svo dæmi séu tekin. „Við höfum verið að ræða um að vera með samskonar verkefni hér á landi á næsta ári með innlendum og erlendum skáld- um sem jafnframt eru þýðendur, og þá vonandi í Skálholti,“ bætir Bülc- her við. Vefrit tengir þýðendur saman „Þegar litið er til bókmennta sem skrifaðar eru á máli sem fáir tala má segja að aðstæður rithöfunda fámennra landa séu áþekkar hvað varðar aðgang að alþjóðamarkaði bókmennta. Sum tungumálanna hafa ekki einu sinni opinbert land að baki, til dæmis katalónska og velska, þrátt fyrir að mun fleiri tali tungumálin en til dæmis íslensku.“ Bülcher segir starf þýðandans af- ar þýðingarmikið, og segir eitt hlut- verk LAF að styðja við bakið á þýðendum og starfi þeirra. „Þýð- endur eru í lykilhlutverki þegar markaðssetning bókar er annars vegar. Af þeim sökum höfum við bent á að bókaforlög verði að leggja rækt við þýðendurna,“ segir hún að lokum. Morgunblaðið/ÞÖK Alexandra Bülcher, þýðandi og forstöðumaður Literature across frontiers. Sækjum styrk hvert til annars í bókmenntunum Framkvæmdastjóri verkefnisins Literature Across Frontiers (LAF), Alexandra Bülc- her, var stödd hér á landi nokkra daga í lok júní og átti meðal annars viðræður við menntamálaráðherra um tilhögun og árangur hinna ýmsu kynningarmiðstöðva bókmennta í Evrópu og hvað af þeim mætti læra yrði ákveðið að setja slíka miðstöð á laggirnar hérlendis. TENGLAR .............................................. www.transcript-review.org www.lit-across-frontiers.org ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.