Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 7 NÝBYGGING fræðsluseturs á Se se-eyjum í Úganda var vígð við há- tíðlega athöfn nýverið en setrið er hluti samvinnuverkefnis Þróunar- samvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) og héraðsstjórnar eyjanna um full- orðinsfræðslu. Einnig var vígð heimavistarbygging fyrir stúlkur við Kitetika-framhaldsskólann skammt fyrir utan Kampala. ÞSSÍ styrkti bygginguna en sam- tökin sem reka skólann eru einnig náinn samstarfsaðili ABC-hjálpar- starfs á Íslandi. Notað var tækifærið þegar sendi- nefnd ÞSSÍ var á ferð í Úganda, en þar starfrækir stofnunin þrjú meg- inverkefni; á sviði fullorðinsfræðslu, fiskimála og jarðhitarannsókna. Sendinefndin, undir forystu Björns Inga Hrafnssonar, stjórnarfor- manns ÞSSÍ, kynnti sér framgang verkefnanna og hélt fundi með helstu samstarfsaðilum stofnunar- innar. Meðan á heimsókn íslensku sendi- nefndarinnar stóð var einnig fundað með ráðherrum utanríkis- og fiski- mála, en frá Úganda lá leið sendi- nefndarinnar til Malaví. Vígðu fræðslu- setur í Úganda HJÁ Bílastæðasjóði í Reykjavík standa nú yfir samningaviðræður við nokkra aðila um uppsetningu bún- aðar sem gerir ökumönnum í Reykjavík kleift að ganga frá greiðslu fyrir bílastæði með gsm- símum. Áætlað er að búnaðurinn verði tekinn í gagnið í haust en að sögn Stefáns Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, mun sá eða þeir sem samið verður við, annast resktrarþjónustu en Bíla- stæðasjóður tekur ekki þátt í henni. Ökumenn sem nýta sér þennan greiðslumáta munu greiða þjónustu- gjöld til rekstraraðilans en stöðu- mælagjöldin renna óskipt til Bíla- stæðasjóðs. Boðið verður upp á þessa þjónustu í öllum gjaldskyldum bílastæðum í Reykjavík, að bíla- stæðahúsum undanskildum. Slík þjónusta er í boði víða í út- löndum, m.a. á Norðurlöndunum og hefur víðast hvar reynst vel. Stefán segir að þeir sem vilji nýta sér þjónustuna skrái sig hjá þjón- ustuaðila sem auðkennir viðkomandi ökutæki með því t.d. að láta öku- manni þess í té límmiða sem hægt verður að koma fyrir í bílrúðu. At- hugun stöðumælavarða á auðkennd- um bifreiðum fer síðan fram með þeim hætti að vörðurinn kannar í gegnum fjarskiptabúnað hvort við- komandi ökumaður hafi gengið frá greiðslu. „Þessi kerfi hafa fest sig í sessi í nokkrum nágrannalöndum okkar og okkur finnst sjálfsagt að bjóða við- skiptavinum okkar upp á þessa þjón- ustu til viðbótar,“ segir Stefán. Hægt að borga í stöðumæla með gsm-símum í haust Morgunblaðið/Jim Smart Hægt verður að greiða fyrir bíla- stæði með gsm-símum í haust. MARKMIÐ samningsins um vernd Norðaustur-Atlantshafsins, OSPAR, er að koma í veg fyrir mengun Norð- austur-Atlantshafsins með því að draga úr mengun frá landi, mengun af völdum úrgangs frá skipum og öðrum uppsprettum í hafi. Auk þess tekur hann á mati á ástandi hafsins og verndun og varðveislu vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni haf- svæðisins. Fyrir helgina lauk í Reykjavík ársfundi OSPAR. Á fundinum var fjallað um meng- andi efni, en innan OSPAR er unnið að því að skilgreina efni sem geta verið skaðleg lífríki hafsins og því nauðsynlegt að stemma stigu við los- un þeirra. Um 80% mengunar í haf- inu kemur frá landi og getur mengun hafsins haft víðtæk áhrif. Á fundinum var einnig fjallað um áhrif veiðarfæra á lífríki botnsins. Einkum er horft til þess að veiðar með botnvörpu geta haft mjög skaðleg áhrif þar sem við- kvæmar tegundir s.s. kóralla er að finna. Hér við land verður á næstu árum lögð áhersla á að kanna áhrif botnvörpu á slíkum svæðum. Málefni endurvinnslustöðvarinnar í Sellafield voru einnig til umræðu, en markviss vinna innan OSPAR á sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur við að draga úr losun á geislavirkum efnum frá Sellafield. Fundinn sóttu fulltrúar aðildar- ríkja samningsins, alþjóðastofnana og frjálsra félagasamtaka, alls um 90 manns frá mörgum ríkjum Evrópu. Ársfundi OSPAR- samningsins lokið Um 80% mengunar í hafi eru frá landi ♦♦♦ ÖKUMAÐUR gjöreyðilagði bíl sinn í Hrútafirði í fyrrinótt þegar hann ók út af við bæinn Þórodds- staði og endasentist langt út fyrir veg. Stöðvaðist bíllinn tugi ef ekki hundruð metra frá veginum og reif niður girðingar í leiðinni. Ökumað- urinn gekk nánast óskaddaður út úr bílnum og var færður á lög- reglustöð vegna gruns um ölvun við akstur. Bíllinn fór það margar veltur að lögreglan á Blönduósi tel- ur það mildi að ekki fór verr. Í gærmorgun stöðvaði lögreglan í umdæminu síðan annan ökumann grunaðan um ölvun. Bílvelta í Hrútafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.