Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 43 og gerst hefði í gær,“ hélt Coogan áfram og þótti klárlega vænt um þessar vel geymdu minningar. „Maður gleymir því seint að sjá Björk koma aðvífandi í gegnum hvítþykka gufuna í Bláa lóninu. Það er upplifun sem maður verður fyrir aðeins einu sinni á ævinni,“ sagði hann dreyminn. Ævintýramennska Hinn kurteisi og einkar geðþekki Coogan segist hafa keypt hlutverk Fogg, fyrst og síðast vegna þess að hann er alltaf á höttunum eftir því að gera eitthvað nýtt. „Ég hafði aldrei leikið í æv- intýramynd. Og eiginlega aldrei leikið í fjölskyldumynd heldur. Þá langaði mig auðvitað að prófa að vera með í svona stórri Hollywood- mynd,“ segir hann en segja má að Umhverfis jörðina á 80 dögum sé hans fyrsta stóra tækifæri í Holly- wood. „Það lagðist líka mjög vel í mig. Auðvitað er himinn og haf á milli þess að leika í slíkum myndum og þeim sem maður á að venjast heima en samt er þetta þegar allt kemur til alls saman vinnan; að taka að sér að leika persónu og reyna að gera hana trúverðuga og áhugaverða.“ Þótt blaðamaður beiti hann hæfi- legum þrýstingi segist hinn breski Coogan ekki sjá nokkra ástæðu til að hallmæla vinnubrögðum og háttalagi þeirra í Hollywood. „Þetta eru bestu skinn. Svolítið spes auð- vitað og orðin býsna góðu vön, en kurteisin uppmáluð og afar hjálp- söm og gestrisin við útlending eins og mig.“ Coraci, Coogan og Cleese Coraci segir þá Coogan hafa náð ótrúlega vel saman og þótt húmor þeirra hafi fram að þessu komist til skila með ólíkum hætti þá hlæi þeir samt að sömu hlutunum. „Það má kannski segja að ég sé nær hans húmor en hann hinum bandaríska,“ segir Coraci. „Á mínum yngri árum stúderaði ég í þaula guðfeður breskrar nútímakímni, galgopana í Monty Python og mér finnst Coog- an vera afkomandi þeirra í beinan karllegg.“ Þannig segir Coraci þá Coogan og Adam Sandler eiga margt sameiginlegt, eins og t.d. það að vera hinir mestu rugludallar sem vissu þó hvenær tími væri til kom- inn að taka hlutina alvarlega. Eins og sagan ber með sér þá kallaði kvikmyndagerðin á töluverð ferðalög fyrir Coraci, Coogan og aðra í tökuliðinu. Það var þó ekki svo gott að þeir fengju að ferðast í alvörunni í kringum jörðina heldur var myndin að mestu tekin í tveim- ur löndum, Þýskalandi og Taílandi, sem þeir segja báðir að hafi verið nægilegt ævintýri út af fyrir sig. Súrrealískur Schwarzenegger Myndinni svipar um margt til gömlu farsakenndu og ofhlöðnu gamanmyndanna frá 7. áratugnum – It’s A Mad, Mad, Mad, Mad World og Those Magnificent Men in Their Flying Machines, or How I Flew from London to Paris in 25 hours 11 minutes, einkum þó að því leytinu til að hún skartar heilum haug af stjörnum í aukahlut- verkum; og nægir þar að nefna rík- isstjórann Arnold Schwarzenegger í hlutverki Hapi prins, þá Wilson- bræður Owen og Luke í hlutverki fluggarpanna Wright-bræðra og svo aðalátrúnaðargoð þeirra beggja Coraci og Coogans, Python-risann John Cleese sem Grizzled ofursta. En var ekki svolítið súrrealískt fyrir Breta eins og Coogan að leika á móti austurríska vöðvabúntinu? „Ég neita því ekki. Það er svolít- ið súrrealískt að hann skuli vera leikari.“ skarpi@mbl.is Sýningar á Umhverfis jörðina á 80 dögum eru hafnar í Sambíóunum og Háskólabíói LEIKSTJÓRINN Erla Skúladóttir var nýlega verðlaunuð af banda- ríska leikstjórafélaginu, að því er fram kemur á málgagni Íslensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar á Netinu. Erla, sem hefur farið sigurför um Bandaríkin og Evrópu með stuttmynd sína Bjargvættur, hlaut nýverið DGA-verðlaunin (Direc- tor’s Guild of America Award). Verðlaunin fékk hún fyrir að vera besti kvenleikstjórinn árið 2004 en verðlaunin eru veitt til einnar konu, sem útskrifast hefur nýlega úr kvikmyndaháskóla í Bandaríkj- unum. Erla verðlaunuð www.logs.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 www.laugarasbio.is ÞEGAR KRAFTAVERK VERÐUR AÐ MARTRÖÐ ER EKKI AFTUR SNÚIÐ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Forsýning kl. 4 íslenskt tal.  SV Mbl Fjölskylda hans var myrt og hefnd hans er miskunnarlaus! Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www .regnboginn.is  SV Mbl Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 16 ára. FRUMSÝNING SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Jenna fékk ósk sína uppfyllta... og er allt í einu þrítug! Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri. Kvikmyndir.com 1/2 HL Mbl  ÓÖH DV ÓHT Rás2 Missið ekki af svölustu mynd sumarsins! Frábær hasarmynd með ofurtöffaranum The Rock ETERNAL SUNSHINE Forsa la ha f in – Frumsýnd 9. jú l í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.