Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vegna mikillar sölu af 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúða undafarið vantar okkur íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Skoðum og verðmetum samdægus. Upplýsingar gefa sölumenn Ingólfur Gissurason sími: 896 5222 Ellert Róbertsson sími: 893 4477 Viðar Welding sími: 866 4445 ÍBÚÐIR ÓSKAST Ríkisstjórn DavíðsOddssonar áttifrumkvæðið að því að hefja viðræður við bandarísk stjórnvöld í sept- ember 1992 um varnar- og öryggismál í ljósi breyttra aðstæðna á alþjóðavett- vangi. Hélt nefnd til við- ræðna við stjórnvöld í Washington. Eftir fundinn var gefin út yfirlýsing og stuðningur við varnar- samninginn frá 1951 ítrek- aður. Fljótlega varð hins veg- ar ljóst að Bandaríkja- stjórn hafði mikinn hug á að draga úr kostnaði við rekstur varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Í byrjun maí 1993 birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem sagt var að mikill niður- skurður væri fyrirhugaður á starf- seminni. Áformað væri að kalla all- ar kafbátaleitarflugvélar og F-15-orrustuþotur til Bandaríkj- anna og fækka í liðinu um 1.400 manns. Á þessum tíma voru tólf orrustuþotur staðsettar á Keflavík- urflugvelli. Þær höfðu flestar verið átján en var fækkað um sex árið 1991. Átti fund með varaforseta Davíð Oddsson forsætisráðherra átti fund með Al Gore, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu 3. ágúst 1993 og aðstoðarut- anríkisráðherra landsins daginn eftir. „Það liggur ljóst fyrir að það verður samdráttur í varnarstöðinni í Keflavík,“ sagði Davíð að því loknu en allar breytingar og áherslur yrðu ríkin að ræða sín á milli og ná um þær samkomulagi. Formlegar viðræður embættis- manna Íslands og Bandaríkjanna fóru svo fram í Reykjavík 6. og 23. ágúst sama ár. Á seinni fundinum var í tillögum íslenskra stjórnvalda lögð áhersla á að „trúverðugar loft- varnir“ yrðu áfram „tryggðar á grundvelli skuldbindinga varnar- samningsins“. Í því fælist að her- þotur yrðu ekki færri en 4–6 þótt þær tölur hefðu ekki verið nefndar í viðræðunum. Bókanir við samninginn Viðræðunum lauk í janúar 1994 þegar þáverandi varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, William J. Perry, kom til Íslands og undirrit- aði bókun við varnarsamninginn ásamt Jóni Baldvini Hannibalssyni. Í þeirri bókun fólst að orrustuþot- unum yrði fækkað á tólf mánuðum úr tólf í fjórar. Starfsemin yrði að öðru leyti að mestu óbreytt. Bók- unin náði til tveggja ára og var ákveðið að hefja fljótt viðræður um endurskoðun samkomulagsins. Ný bókun um framkvæmd varn- arsamningsins var kynnt í mars- mánuði 1996 eftir að samninga- nefndir ríkjanna höfðu setið á fundum í nokkra mánuði. Í þeirri bókun voru skuldbindingar ríkjanna á grundvelli varnarsamn- ingsins ítrekaðar og ákveðið að her- afli Bandaríkjanna yrði óbreyttur á gildistíma bókunarinnar, sem var fimm ár. Rann hún því út í mars 2001. Formlegar viðræður um endur- nýjun bókunarinnar frá 1996 hafa í raun ekki hafist enn þótt forystu- menn ríkisstjórnarinnar hafi átt fundi með fulltrúum Bandaríkja- stjórnar. Halldór Ásgrímsson hitti þáverandi utanríkisráðherra, Madeleine Albright, í maí árið 2000 og sagðist vona á eftir að viðræður sem framundan væru um endur- nýjun bókunarinnar frá 1996 færu fram með jákvæðum hætti. Þegar Albright heimsótti Ísland í lok september 2000 sagðist hún ekki búast við neinum meiriháttar breytingum við endurskoðun varn- arsamstarfsins framundan. Í maí 2001 segir Davíð Oddsson í viðtali við Morgunblaðið í tilefni af því að fimmtíu ár voru liðin frá und- irritun varnarsamningsins, að ef Bandaríkjamenn komast að þeirri niðurstöðu að þeir vilji ekki halda uppi stöð sem þjóni hagsmunum hvorra tveggja verði hún einfald- lega lögð niður. Tilkynnt um brottför Lítið fór fyrir viðræðum eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Forsætisráð- herra var svo skyndilega tilkynnt 2. maí 2003 að allar orrustuþotur varnarliðsins yrðu fluttar af landi brott í byrjun júní. Því var frestað og í júníbyrjun kom hingað Eliza- beth Jones, aðstoðarráðherra í bandaríska utanríkisráðuneytinu, ásamt Ian Brzezinski, háttsettum embættismanni í bandaríska varn- armálaráðuneytinu, og afhenti hún Davíð Oddssyni bréf frá George Bush, forseta Bandaríkjanna. Dav- íð svaraði því og sagði ekki hægt að hefja samningaviðræður á meðan fyrir lægi ákvörðun um að orrustu- þoturnar færu. Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkja- forseta, hringdi í forsætisráðherra 19. júlí og sagði ákvörðunina ekki lengur í gildi. Bush hefði breytt um kúrs og ekki ætti lengur að fjalla einangrað um Ísland í endurskipu- lagningu heraflans. Í desember sl. kom sendinefnd Bandaríkjastjórnar undir forystu Douglas Feiths aðstoðarvarnar- málaráðherra til að ræða umbreyt- ingu heraflans m.t.t. til stöðu Ís- lands. Engar ákvarðanir voru teknar. Viðræður héldu ekki áfram. Tilkynnt var svo núna í byrjun júlí að Davíð Oddsson forsætisráð- herra myndi eiga fund með George Bush í gær. Fréttaskýring | Áratugur í viðræður Vildu minnka umsvifin 1993 Samdráttur hjá varnarliðinu viðfangs- efni allra ríkisstjórna forsætisráðherra Kafbátaleitarvél ræsir hreyflana. Ólík sjónarmið stjórnvalda til viðbúnaðar í Keflavík  Þótt bandarísk stjórnvöld telji sig skuldbundin til að standa vörð um varnir Íslands eru skipt- ar skoðanir um hvernig það sé best gert. Fulltrúar flughersins og varnarmálaráðuneytisins hafa frá upphafi viljað draga úr viðveru í Keflavík. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafa meira viljað koma til móts við túlkun varnarsamningsins út frá pólitískum sjónarmiðum. frett@mbl.is HOLL í Norðurá sem lauk veiðum á hádegi í gær veiddi 107 laxa og er það fyrsta hollið sem fer í þriggja stafa tölu á þessu sumri. Þá voru alls komnir 519 laxar á land úr ánni, en nákvæmlega sama dag í fyrra höfðu veiðst 265 laxar. Ámóta tölur berast ofan úr Kjós, þar sem yfir 300 laxar voru komnir á land í gærdag, en aðeins rétt um 100 stykki á sama tíma í fyrra. Mikill lax hefur verið að ganga að und- anförnu. Óhemjugangur í Leirvogsá Gríðarlega góð veiði hefur einnig verið í Leirvogsá, en tíu fyrstu dag- arnir gáfu 78 laxa sem er aðeins tveimur löxum frá því að vera fjórir laxar á stöng að jafnaði. Þetta er besta byrjun í Leirvogsá sem um getur og er mikill lax á ferðinni og kominn upp um alla á. Sömu sögu er að segja um Úlfarsá, eða Korpu, sem er full af laxi og hermdu fregn- ir að lax hefði verið á mörgum hæð- um í fossunum neðst í ánni í gær- morgun. Ýmis tíðindi Holl sem var nýverið í Hafra- lónsá veiddi 5 laxa, þar af þrjá lús- uga smálaxa, sem er óvenjusnemmt fyrir smálax á þeim slóðum. Selá og Hofsá eru fremur daufar, en undir það síðasta hefur orðið vart við meiri göngur. Hofsá hafði aðeins gefið 27 laxa í gær. Þá er rólegt í Stóru Laxá og menn sem voru tvær vaktir á svæð- um 1–2 sunnudag/mánudag, sáu ekki sporð og töluðu þeir um að áin væri allt of vatnslítil. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Hnátan Hekla Sólveig Gísladóttir með maríulaxinn sinn, 6,5 punda, sem hún veiddi í Meðalfellsvatni. Rúmlega hundrað laxa holl í Norðurá Eyjamenn vilja skýr- ingar á háu bensínverði BÆJARSTJÓRN Vestmannaeyja vill skýringar á því hvers vegna bensínverð á Íslandi er hæst í Vest- mannaeyjum. Á fundi bæjarstjórnar 30. júní var samþykkt tillaga um að fela bæjarstjóra að rita forstjórum Shell, Esso og Olís bréf þar sem far- ið verði fram á skýringar á háu verði. Bæjarstjórn lýsir furðu sinni á því að bensínverð í Eyjum, þar sem tak- mörkuð þjónusta er veitt við áfyll- ingu bifreiða á afgreiðslustöðvum olíufélaganna þriggja, sé allt að 10% hærra en í Hafnarfirði þar sem bensínverð er lægst. Bæjarstjórn nefnir könnun og ályktun Neytendasamtakanna frá 23. júní sl. og ályktun um að bens- ínverð taki fyrst og fremst mið af því hvort sjálfsafgreiðslustöðvar Ork- unnar, Atlantsolíu, Egó og ÓB eru í viðkomandi sveitarfélagi eða ekki. Jafnframt var bæjarstjóra falið að afla upplýsinga um hvort greiðslur úr Flutningsjöfnunarsjóði séu not- aðar til að niðurgreiða bensín á svæðum þar sem samkeppni ríki vegna staðsetningar sjálfsaf- greiðslustöðva í stað þess að lækka verð á bensíni og olíuvörum á lands- byggðinni. Þórsmörk skelfur JARÐSKJÁLFTAR upp á um 2 stig á Richter að styrkleika hafa mælst undir Goðabungu, nokkra kílómetra frá Básum í Þórsmörk, að undanförnu, samkvæmt upplýs- ingum frá eðlisfræðisviði Veðurstof- unnar. Einn slíkur skjálfti, sem var 2,1 stig á Richther, mældist þar fyrir rúmri klukkustund. Slíkir skjálftar munu vera fremur algeng- ir á þessu svæði en stundum er erf- itt að staðsetja upptök þeirra, að sögn starfsmanns eðlisfræðisviðs Veðurstofunnar. Algengt er að skjálftarnir nái um 2,5 stigum á Richter. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.