Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÁLFTAPAR sem síðustu ár hefur dvalið á andapollinum svokallaða við Sundlaug Akureyrar hefur drepið um það bil 20 andarunga í sumar. Parið hefur raunar drepið eða stuðlað að dauða allra þeirra unga sem komnir eru á legg, nema hvað einn er enn á lífi en þegar stórskaddaður. „Álftirnar hafa alltaf verið mjög grimmar, sérstaklega á sumrin þegar þær eru að ala upp unga sína. Þær áttu lengi vel bara fúlegg en þetta er þriðja eða fjórða sumarið sem þær ná að unga út og eftir það urðu þær svona grimmar,“ sagði Arnar Þorsteinsson, starfsmaður sund- laugarinnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Arnar segir plássið við andapollinn of lítið fyrir álftirnar, þær þurfi stærra svæði til þess að vera á með ungana sína. Umsjónarmenn svæðisins frá garð- yrkjudeild bæjarins hafi hins vegar ekki enn fundið lausn. Sundlaugargestir og aðrir sem leið hafa átt framhjá andapollinum hafa orðið vitni að því þegar álftirnar ráðast á andarunga. „Það er mjög óhugnanlegt. Álftirnar rífa þá hreinlega í sig; fletta skinninu af baki unganna og annaðhvort blæðir þeim út eða þeir drepast næst þegar aðeins kóln- ar,“ segir Arnar. Hann lýsir umræddum atvikum sem „rosalegum athöfnum“ – álftirnar grípi ungana í kjaftinn og hristi þá til. „Þær eru bara að þessu til að drepa þá og eiga það stundum til að reka gogg- inn í bak unganna til þess að drepa þá strax.“ Arnar segir krakka stundum verða vitni að þessum árásum, og nefnir að börn geti jafnvel verið í hættu þegar þau eru að gefa fuglunum brauð. Segir börn meira að segja stundum klifra yfir girðinguna og inn á svæði fuglanna og þau vaði jafnvel út í pollinn í leit að peningum, sem fólk kastar gjarnan þangað. Það geti reynst stórhættulegt. Starfsmenn sundlaugarinnar vilja helst að svanirnir verði fjarlægðir. „Það væri best, þessar skepnur eiga ekki heima á svona litlu svæði. Karlinn er vængbrotinn og myndi sjálfsagt ekki lifa af annars staðar og því væri best að aflífa hann en flytja kerlinguna og ungana burt.“ Eini unginn sem er á lífi, af þeim sem komnir eru á legg og hefur verið hleypt út úr búrum sem sett hafa verið upp við sundlaugina. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Karlálftin við andapollinn. Vinstri vængur hans er skemmdur og hann því ófleygur. Önd sem álftirnar réðust á og sködduðu á baki. Hún var sett aftur inn í búr og er þar nú í örygginu með þrjá litla unga sína. Álftaparið hefur drepið alla andarungana nema einn „Stríðsástand“ á andapollinum við Sundlaug Akureyrar DORNIER-flugvél Íslandsflugs sem magalenti á Siglufjarðar- flugvelli nýlega var flutt í flug- skýli á Reykjavíkurflugvelli í gær, en vettvangsrannsókn á vél- ingafulltrúar munu einnig meta vélina. Við vettvangsskoðun RNF komu ekki fram vísbendingar um að vélin hefði bilað með fyrr- greindum afleiðingum. inni er lokið af hálfu rann- sóknanefndar flugslysa og er skýrslu nú beðið. Skoðun af hálfu RNF fer fram í dag í flugskýli flugrekandans, þar sem trygg- Morgunblaðið/Eggert Flugvél á floti við Gróttu ÞORSTEINN M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, hefur keypt ríflega fjórðungshlut KB banka í Vífilfelli og á eftir kaupin um 74% í fyr- irtækinu. Aðrir hluthafar eru Hekla, sem á rúmlega 15%, Sigfús R. Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Heklu, og Tryggingamið- stöðin. Spurður að því hvor hafi átt frumkvæði að viðskiptunum, KB banki eða hann sjálfur, segir Þorsteinn að fyrir rúmum þremur árum hafi hann sjálfur, sem þá var orðinn forstjóri Vífilfells, Kaupþing og Sigfús R. Sigfússon keypt Vífilfell og Sól-Víking með það í huga að sameina fyrirtækin, hagræða í rekstrinum og skrá svo sameinað fyrirtæki á markað. Aðstæður á hlutabréfamarkaði hafi hins vegar fljótlega breyst þannig að ekki hafi orðið af skráningu. Þorsteinn segir að vinnu við sameiningu og hagræðingu sé lokið og að hún hafi gengið mjög vel. „Við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur í samruna- ferlinu,“ segir hann. Eftir að vinnunni við sameininguna og hag- ræðinguna lauk segir Þorsteinn að upp hafi komið sú staða að KB banki hafi viljað selja og hann hafi viljað kaupa. „Við vorum með svip- aðar hugmyndir um verð og náðum samkomu- lagi um það,“ segir hann. Spurður um verðið segir hann að samkomulag hafi verið gert um að gefa það ekki upp. Um það hvort hann hafi hug á að eignast stærri hlut í Vífilfelli segir Þorsteinn að það hafi ekki komið til tals og að þessi eignarhlutur sé nægilega stór. Reksturinn gengur vel Þorsteinn segir að rekstur Vífilfells gangi vel og velta fyrirtækisins verði um 5,5 millj- arðar króna í ár. Hann segir fyrirtækið byggj- ast á þremur meginstoðum, gosdrykkjum, söf- um og bjór, en auk þess séu orku- eða íþróttadrykkir. Mestur vöxtur sé í bjórsölunni, en annað gangi einnig ágætlega. Þorsteinn kaupir KB banka út úr Vífilfelli Þorsteinn M. Jónsson Á nú 74% hlut UM 20% foreldra barna í 10. bekk grunnskóla vita til þess að börn þeirra hafi drukkið áfengi af ein- hverju tagi að því er fram kemur í könnun sem Gallup vann fyrir Lýðheilsustöð og SAMAN-hóp- inn. Hins vegar hafa rúmlega 54% nemenda í 10. bekk orðið drukknir um ævina, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunar sem Rann- sóknir & greining kynntu í fyrra. Um 94% foreldra vilja hins veg- ar vita af því ef barn þeirra neytir áfengis og flestir eru sammála um að leyfa ekki eftirlitslaus partí, sumarbústaðaferðir eða útilegur. 95% foreldra kváðust alltaf eða oftast fara eftir reglum um útivist- artíma. Þá segjast átta af hverjum tíu foreldrum aldrei hafa útvegað barni sínu áfengi. Foreldrar virða úti- vistartíma  Foreldrar/6 Vilja ekki eftirlitslaus partí hjá unglingum KRISTÍN Inga Hannesdóttir lætur sér ekki nægja að nema sálfræði á Eng- landi, heldur leggur hún einnig stund á nám í sirkus- fræðum við Central School of Speech and Drama í Lundúnum, þar sem sér- svið hennar er loftfimleikar. „Ég kynntist stelpu sem var að taka gráðu í sirkusfræðum og fannst þetta hljóma spennandi og ákvað að slá til,“ segir Kristín.  Doktor/39 Kristín Inga Hannesdóttir Nemur bæði sálar- og sirkusfræði NÍU ára gömul stúlka hrapaði til bana í fjallinu Kubbanum í botni Skutulsfjarðar á þriðja tímanum í gær. Er lögreglan og læknir komu á vettvang um klukkan 15 var stúlkan úrskurðuð látin. Tilkynning um slysið barst lög- reglunni á Ísafirði klukkan 14:41. Fjallið Kubbinn skilur að Engi- dal og Dagverðardal. Lögreglan fór samstundis á staðinn og kall- aði til sjúkralið. Þar sem lög- reglumenn þekktu aðstæður í fjallinu voru björgunarsveitir með fjallaklifrara ræstar út. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig sett í viðbragðsstöðu. Að sögn lögreglu eru aðstæður á slysstað mjög varasamar, mjög brött fjallshlíð með lausu grjóti og klettar þar yfir sem eru hættulegir yfirferðar. Stúlkan var í för með frænda sínum á sama aldri en þau höfðu fengið leyfi til að fara ein síns liðs skammt upp í fjallshlíðina. Frændi stúlkunnar var með gsm- síma með sér og gerði viðvart um slysið. Ekki er unnt að birta nafn hinnar látnu að svo stöddu. Níu ára stúlka hrapaði til bana í Skutulsfirði Ljósmynd/Kristinn Hermannsson Sjúkraflutningamenn búa sig undir að fara á slysstað. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.