Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, segir að ríkisstjórnin hafi með nýja fjölmiðlafrumvarpinu fundið leið, með ábyrgum hætti, til að af- stýra þjóðaratkvæðagreiðslu sem óhjákvæmilega hefði farið fram í skugga mikillar réttaróvissu um form hennar og fyrirkomulag. Kom þetta fram í máli Geirs á fundi Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, sem haldinn var í Iðnó í gær, um nýja fjölmiðla- frumvarpið. Kvaðst hann sömuleiðis telja að með þeim breytingum sem ætlunin væri að gera með nýja fjölmiðla- frumvarpinu, einkum þeim sem snúa að því að skjóta gildistöku aft- ur fyrir næstu þingkosningar, hefði botninum verið kippt undan mál- flutningi forseta Íslands, þegar hann ákvað að undirrita ekki nú- gildandi fjölmiðlalög. „Finni hann sér hins vegar aðrar ástæður til að undirrita ekki ný lög, er að mínum dómi ljóst, að fyrir honum vakir annað en það sem hann hélt fram í upphafi, og hann er þá að ganga annarra erinda, og jafnframt kom- inn enn dýpra á kaf í stjórnmála- deilur samtímans. Slíkt er að sjálf- sögðu mjög alvarlegt mál og afar óheppileg þróun ef sú verður raun- in.“ Geir velti því fyrir sér hvað gerð- ist ef forseti Íslands synjaði nýju lögunum staðfestingar. „Þá gerist það,“ sagði hann, „að þau lög taka eigi að síður gildi. En gömlu lögin falla úr gildi samkvæmt ákvæðum nýju laganna. Þá vakna að sjálf- sögðu aftur allar spurningarnar um fyrirkomulag þjóðaratkvæða- greiðslu og málið verður að því leyti komið í fullkominn hring. Ég trúi því ekki að forsetinn vilji taka á sig ábyrgðina á því.“ Atkvæðagreiðslu afstýrt Geir fór í erindi sínu yfir fjöl- miðlamálið og ástæður þess að rík- isstjórnin hefði markað sér nýja stefnu í því. Hann sagði að eftir að forseti Íslands hefði synjað fjöl- miðlalögunum staðfestingar 2. júní sl. hefði skapast nýtt pólitískt lands- lag. Þá hefði legið fyrir að túlka stjórnarskrárákvæði, þ.e. 26. gr. stjórnarskrárinnar, sem hefði legið í þagnargildi í sextíu ár. „Niðurstaða ríkisstjórnarinnar var sú, eins og ég gat um áðan, að hvað sem liði vangaveltum fræðimanna, væri óhjákvæmilegt að túlka ákvæðið svo að efna bæri til þjóðaratkvæða- greiðslu um málið.“ Geir sagði að í kjölfarið hefði komið fram djúp- stæður ágreiningur meðal lögfræð- inga um það hvernig standa bæri að atkvæðagreiðslunni. Flestir þeirra hefðu þó verið þeirrar skoðunar að rík réttarpólitísk rök væru fyrir því að setja sérstök skilyrði um at- kvæðamagn. Um það atriði hefði þó verið mikil réttaróvissa. „Því er ljóst að þótt ríkisstjórnin hefði beitt sér fyrir lögleiðingu hóflegra og málefnalegra skilyrða um lágmarks- fjölda kjósenda, sem þyrfti til að fella lög úr gildi, sem Alþingi hefur sett, hefðu orðið miklar deilur um slíkar reglur í þjóðfélaginu og engin sátt ríkt um form eða fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar,“ sagði hann. „Um atkvæðagreiðsluna hefði, við þessar aðstæður, getað risið dóms- mál og þar með óvissa um það hvort niðurstöður hennar hefðu haldið gildi sínu til frambúðar. Slíkt ástand er auðvitað óviðunandi og ábyrgð- arhluti að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu við þess háttar aðstæður. Því var ákveðið að fara aðra leið og afstýra þjóðaratkvæðagreiðslunni.“ Geir fór yfir efnisatriði hins nýja frumvarps, en gert er ráð fyrir því að lögin, verði þau samþykkt, taki gildi haustið 2007. „En af hverju þarf að samþykkja lög núna sem ekki eiga að taka gildi fyrr en haustið 2007,“ spurði hann og hélt áfram: „Svarið við því er það að rík- isstjórnin markaði sína stefnu með lögunum frá því í maí. Það er mik- ilvægt að öllum á þessum markaði sé ljóst að frá þeirri stefnu hefur ekki verið hvikað. Það er jafnframt mikilvægt að ekki myndist þannig tómarúm, varðandi setningu nýrra laga, að aðilar á markaðnum viti ekki hvar þeir standa. Þeir eiga rétt á því að fá aðlögunartíma að nýjum lögum, en einmitt vegna þess er ljóst að verði lagasetningu frestað til dæmis til ársins 2007, kæmu slík lög ekki til framkvæmda fyrr en 2009 eða 2010. Vill einhver það, aðr- ir en þeir sem hafa hagsmuni af því að engar reglur gildi um þessi mál?“ Brjóti ekki stjórnarskrá Auk Geirs var Bjarni Benedikts- son, alþingismaður, frummælandi á fundinum. Fjallaði hann m.a. um efnisatriði hins nýja frumvarps og sagði að í aukningu á hámarkseign- arhlut markaðsráðandi fyrirtækja í ljósvakamiðli fælist mikil tilslökun. „Þeir aðilar sem hafa komið að þessum fyrirtækjum hafa kallað eft- ir 25% heimild en við höfum talið að það væri óhóflegt miðað við það markmið sem þetta frumvarp hefur, þ.e. að takmarka eignarhlut og af- skipti markaðsráðandi aðila hér á Íslandi af þessum rekstri.“ Bjarni vék einnig að því ákvæði í frum- varpinu sem gerir ráð fyrir því að útvarpsréttarnefnd geti afturkallað útvarpsleyfi uppfylli leyfishafar ekki skilyrði laganna eftir gildistöku þeirra. Samkvæmt núgildandi fjöl- miðlalögum renna útvarpsleyfi hins vegar út eftir gildistíma sinn. „Því hefur verið haldið fram, af ýmsum aðilum, að þetta sé mikil þrenging á þeim réttindum sem þeir aðilar sem starfa á markaðnum hafa samkvæmt gildandi lögum. Það má hugsanlega í lögfræðilegu tilliti til sanns vegar færa. En þá skulum við ekki gleyma því að frumvarpið eins og það var í meðförum þingsins fyrst í vor var einmitt með þessum sama hætti og þetta frumvarp,“ sagði hann. Bjarni minnti á að fjallað hefði verið um þetta atriði í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar þings- ins sl. vetur. Þar hefði nefndin talað um að viðkomandi aðilar á mark- aðnum hefðu ríkar skyldur til þess að takmarka sitt tjón vegna aftur- köllunar leyfa. „Við útilokuðum það ekki í okkar nefndaráliti á sínum tíma að slík afturköllun leyfis gæti leitt til bótaskyldu en það þyrfti að skoða í hverju tilviki fyrir sig.“ Bjarni ítrekaði að eignarréttar- ákvæði stjórnarskrárinnar tryggði mönnum bótarétt í tilvikum sem þessum „en það þýðir samt ekki að lögin sem slík standist ekki stjórn- arskrá,“ sagði hann. Morgunblaðið/ÞÖK Geir H. Haarde á fundi sjálfstæðismanna um nýja fjölmiðlafrumvarpið Frumvarpið leið til að af- stýra þjóðaratkvæðagreiðslu Botninum kippt undan málflutn- ingi forsetans Fjölmenni var á fundi Varðar í Iðnó í hádeginu í gær um hið nýja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. INGIBJÖRG Guð- mundsdóttir lyfjafræð- ingur lést á Droplaug- arstöðum í gær, 6. júlí, 96 ára að aldri. Ingi- björg fæddist 11. apríl 1908 í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Geirlaug Stefánsdótt- ur, húsmóðir og Guð- mundur Bjarni Krist- jánsson, skipstjóri og kennari við Stýri- mannaskólann í Reykjavík. Ingibjörg varð stúd- ent frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1929 og lauk prófi í lyfjafræðum frá Kaupmanna- hafnarháskóla árið 1937. Ingibjörg var formaður í Félagi ís- lenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélags Íslands í 17 ár og tók þátt í alþjóðastarfi há- skólakvenna. Hún var stofnandi InnerWheel á Íslandi. Ingibjörg var gift Þorvaldi Guðmunds- syni, forstjóra í Síld og fisk, sem lést árið 1998. Hún tók virkan þátt í rekstri Hótels Sögu, Hótels Holts og ann- arra fyrirtækja með manni sínum. Þau áttu stærsta safn málverka í einkaeigu á Íslandi og kom það oft fyrir almenningssjónir. Ingibjörg og Þorvaldur eignuðust þrjú börn. Andlát INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR EIMSKIPAFÉLAGSHÚSIÐ við Pósthússtræti skipti formlega um eigendur í síðustu viku þegar Bald- ur Guðnason, forstjóri Eimskips, afhenti Andra Má Ingólfssyni, for- stjóra Heimsferða, lyklavöldin. Það er fyrirtækið Heimshótel ehf. – í eigu Heimsferða, sem kaup- ir húsið en fyrirtækið hefur sömu- leiðis fest kaup á Gjaldheimtuhús- inu og er gólfrými húsanna yfir 5.000 fermetrar að stærð. Áformað er að opna hótel í húsinu á næsta ári, eins og fram hefur komið. „Nú klárum við hönnunina sem er langt komin og það er bara ver- ið að bíða eftir síðustu at- hugasemdum frá skipulags- yfirvöldum. Við áætlum, ef allt gengur eftir, að setja þetta í út- boð í byrjun ágúst og hefja framkvæmdir í september og vonumst til að opna þarna glæsilegt fjög- urra stjörnu hót- el í mars,“ segir Andri Már. Eimskipamerkið „tónað niður“ Allar framkvæmdir við húsið verða innandyra og mun ytra byrði hússsins verða óraskað og halda sínum upprunalega hvíta lit. Blátt merki Eimskipafélagsins og stafir verða þó „tónaðir niður“, að sögn Andra Más, hugsanlega með því að mála þá í hvítu. „Það eru ekki allir ferðamenn sem átta sig á því að þetta er Þórshamar,“ segir hann til áréttingar. Heildarkostnaður við endur- bætur hússins eru töluvert undir upphaflegri kostnaðaráætlun en kostnaður er ekki gefinn upp að svo stöddu. Nafn hins nýja hótels verður kynnt eftir um hálfan mán- uð og upplýsir Andri Már það eitt að það muni væntanlega tengjast því hvenær húsið var byggt, þ.e. á árunum 1919–1921. Framkvæmdir við hótel hefjast með haustinu Heimsferðir hafa fengið lyklana að Eimskipafélagshúsinu Andri Már Ingólfsson ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 11 í dag og er hið nýja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrsta mál á dag- skrá. Annað mál á dagskrá er frum- varp stjórnarandstöðunnar um þjóð- aratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðla- laganna. Í upphafi fundar er gert ráð fyrir því að forseti þingsins, Halldór Blöndal, úrskurði um það, að kröfu stjórnarandstöðunnar, hvort frum- varp ríkisstjórnarinnar teljist þing- legt. Áður en þingfundur hefst, eða kl. tíu, er stefnt að því að Halldór fundi með formönnum þingflokkanna en þar á m.a. að ræða störf þingsins framundan. Fara í allsherjarnefnd Formenn Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Frjálslynda flokksins funduðu í gær ásamt formönnum sinnaþingflokka. Þar var staðan í fjöl- miðlamálinu rædd, að sögn formanna flokkanna, og ákveðið að óska eftir því að frumvarp stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðsluna yrði tekið á dagskrá þingsins í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, segir að stjórnar- andstaðan líti svo á að Alþingi eigi að ræða bæði frumvörpin. „Við viljum að okkar mál fái þinglega meðferð og er það skref í rétta átt að það er líka komið á dagskrá,“ útskýrir hann. Þá hafa formenn stjórnarandstöðuflokk- anna ákveðið að taka sæti í allsherj- arnefnd þingsins á þessu sumarþingi þar sem umrædd frumvörp fara inn í allsherjarnefnd á milli umræðna á þingi. Frumvörpin tvö á dagskrá þingsins BJÖRGUNARBÁTURINN Gunnar Friðriksson frá Ísafirði sótti vélar- vana bát út í Ísafjarðardjúp um miðj- an dag í gær. Gekk greiðlega að draga bátinn á land og sakaði engan, að sögn Til- kynningarskyldu íslenskra skipa. Báturinn, sex tonna plastbátur, var staddur um það bil eina sjómílu út af Arnarnesi fyrir mynni Skutulsfjarð- ar þegar hann varð vélarvana. Skipið Gunnar Friðriksson kom með bátinn til hafnar kl. 17.30 í gærdag. Vélarvana í Ísafjarðardjúpi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.