Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 37
MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 37 SEINNI tónleikar laug- ardagsins í Skálholti voru af allt öðrum meiði en kirkjukór- verk Hildigunnar Rúnars- dóttur kl. 15, nefnilega frönsk kammerverk frá mið- og síð- barokktíma. Ekki beinlínis of- þvæld viðfangsefni hér um slóðir og því forvitnileg fyrir barokkunnendur með smekk fyrir upprunalegum flutningi. Kvað sá háttur raunar ríkjandi núorðið, einkum með- al yngri hlustenda sem á ann- að borð hlusta á fornmúsík. Þó skal játað, að stöku sinni (eink- um í svítu F. Couperins) setti að undirrituðum „déjà vu“- snert af sjóveiki þeirri sem forðum vildi fylgja verstu tikt- úrum upphafshyggjunnar – þrátt fyrir annars framúrskar- andi fágun hérumrædds tríós. Það, ásamt ærnu flúri og held- ur löngu og hlutfallslega til- breytingasnauðu prógrammi, varð trúlega til að nokkrir rosknir hlustendur læddist út í hálfleik og misstu þar með af ferskasta höfundinum þegar Rameau fauk að lokum inn sem hressandi öræfagustur í ilmvatnsbúð. Hvort stuttu dansþættirnir fjórir eftir Louis Couperin (d. 1661), sem Françoise Lengellé lék fyrst ein á sembal, væru úr sömu svítu kom ekki fram, enda þótt allir væru í A-dúr nema Pavanan (I) sem var í sammerkja fís-moll. Lengellé lék syngjandi mjúkt, og smekkvíst skynbragð hennar á hæfilegum „ójöfnuði“ (inég- alité) í tímamótun skilaði aðdá- unarvert skýrum púlsi, þrátt fyrir skrautnótusæg stílsins og lútukenndu herplurnar. Öll seinni verk voru í hönd- um tríósins. Concert Royal nr. 3 í A-dúr, sjöþætt svíta eftir François Couperin „hinn mikla“ (d. 1733), var einum of tilfinningaþrungin fyrir minn smekk, kannski einkum fyrir sundlandi styrkvakran gömbuleik Marianne Muller. Stóðu því helzt frískleg Gav- ottan og dunandi sveita- vargsmúsettan (V & VI) upp úr frábærum samleik að öðru leyti. Gamban var stundum í bassahlutverki, stundum í dúórödd á móti fiðlunni, og var því eins og farið væri ýmist í eða úr rithætti tríósónötu eftir hvern þátt. Loks voru tveir „kons- ertar“, nr. 2 og 1 í G og C, eftir Jean-Philippe Rameau (d. 1764) er uppnefndi alla þætti sína líkt og skapgerðarstykki síðari tíma. Hér kvað við öllu nýtízkulegri tón, skyldari Vivaldi, Bach og Händel, enda eflaust sniðinn fyrir breiðari áheyrendahóp. Sópaði mest að rösklegum upphafsþáttum hvors konserts, „La Laborde“ og „La Coulicam“, ásamt þokkafullum G-Menúettinum og hinum glaðværa „Le Véz- inet“ í C-dúr. TÓNLIST Skálholtskirkja Frönsk barokkverk eftir L. Coup- erin, F. Couperin og Rameau. Chiara Banchini barokkfiðla, Marianne Muller gamba og Françoise Lengellé semball. Laugardaginn 3. júlí kl. 17. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson FYRRI tónleikar síðasta laugardags í Skálholti buðu upp á sjö kirkjuleg kórverk eftir staðartónskáldið Hildi- gunni Rúnarsdóttur. Fyrstu sex voru öll án undirleiks, flest frekar stutt (á bilinu 3–6 mín.) og samin við latneska og íslenzka helgi- texta. Canite tuba (Þeytið lúðurinn) var eins og lítil fagnandi fanfara úr stuttum ítrekuðum tónfrumum. Dav- íðssálmur nr. 8 var við öllu lengri og ekki síður fagn- andi texta („hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörð- ina!“) og kom því nokkuð á óvart að tónskáldið skyldi frekar leggja áherzlu á kyrrláta, nærri dulúðuga lotningu með hægt líðandi þykkum hómófónískum rit- hætti. Á hinn bóginn bjó sá hlustendum sannfærandi millilendingu fyrir teitan Davíðssálm nr. 150, hispurs- lausustu rök Ritningar gegn tónlistarhatri fornkirkju- feðra er hvetur til að lofa Guð með lúðrum, hörpu, gígju, bumbum og gleði- dansi […], þó að látin væru nægja fáein strategísk högg á symbal. Hér var sann- arlega glatt í Drottins ranni, og minnti mann um hríð jafnvel á uppskerusöng ungmenna í ísraelskum samyrkjubúum. Tveir sálmar eftir Hall- grím Pétursson mynduðu aðra kyrrðarstund með bljúgt líðandi tónbænum í strófískri hómófóníu áður en kom að úttekt Hildi- gunnar á Tunga mín vertu treg ei á (ók. höf.), er lauk fyrri helmingi dagskrár á daggfersku hljómamáli þótt hægferðugt væri. Allt sem fyrr dável sungið, burtséð frá inntónunarvanda í seinni Hallgrímssálminum. Hafi fyrri atriðin verið í skemmra lagi verður það ekki sagt um lokaverkið, Máríuvísur við samnefndan sálm sr. Einars Sigurðs- sonar í Eydölum (auk fjög- urra innskotserinda á ítölsku úr Paradiso eftir Dante Alighieri), er stóð í fullan hálftíma. Lengdin helgaðist einkum af heilum 22 sálmerindum og hefðu e.t.v. mátt vera þriðjungi færri, því þrátt fyrir ólíkar söngáhafnir var á mörkum að smíðin héldi fullri athygli með aðeins orgel og slag- verk í undirleik. Víbrafónn- inn var að auki ofnotaður en ýmis rytmísk slagtól van- nýtt. Þá fannst manni há- sviði sóprans fullmikið flík- að, þó að sízt beri í sjálfu sér að lasta engiltærleika hans með Hallveigu Rún- arsdóttur í broddi fylkingar. Rithátturinn var annars nokkuð fjölbreyttur og skartaði m.a. seiðandi ósam- hverfum takttegundum inn- an um kyrrlátari kafla, þó svo að stundum leitandi tón- málið virtist stöku sinni (t.d. í 17. „Nú skal fylgja fram á leið“) fikra sig í framsækn- ari átt en höfundi væri eig- inlegt. Keith Reed stjórnaði hér Hljómeyki í fyrsta sinn og tókst honum að mestu vel upp í vandmeðförnu verki. Kórnum sömuleiðis, þó að æskuyfirvikt hafi varla bætt fyrir gamlan aðalgalla, skort á fyllingu í bössum. Ríkarður Ö. Pálsson Hildigunnur Rúnarsdóttir TÓNLIST Skálholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Verk eftir Hildigunni Rúnars- dóttur, þ.á m. Máríuvísur (frumfl.). Sönghópurinn Hljóm- eyki; Frank Aarnink slagverk; Steingrímur Þórhallsson orgel. Stjórnandi: Keith Reed. Laugardaginn 3. júlí kl. 15. GAGNRÝNENDUR eru ekki á einu máli um ágæti nýúkominnar sjálfsævisögu Bills Clint- ons, líkt og glöggt má sjá á afstöðu tveggja gagnrýnenda sem ritað hafa umsögn um bók- ina fyrir The New York Times. Bókin, sem ber titilinn Líf mitt (My Life), hefur þegar selst í milljón eintökum, en hún kom út þann 22. júní síðastliðinn. Einn aðalgagnrýnenda New York Times, Michiko Kakutani, fór afar neikvæðum orðum um Líf mitt í dómi sem var með þeim fyrstu til að birtast um bókina. Segir Kakutani hina 957 blaðsíðna sjálfs- ævisögu vera „hroðvirknislega, sjálfþægna og oft óhemju leiðinlega“, og álítur hana búa yf- ir sömu veikleikum og Clinton sjálfur í for- setatíð sinni, þ.e. „agaleysi sem leiðir til só- unar á tækifærum“. Larry McMurtry, gagnrýnandi bókablaðs New York Times, er á allt öðru máli í dómi sem birtist í The New York Times Book Re- view sl. sunnudag. Þar segir McMurtry bók- ina vera einhverja þá innihaldsríkustu sjálfs- ævisögu sem bandarískur forseti hafi skrifað. „Engin önnur bók segir okkur á eins glöggan og tæmandi hátt hvernig það er að vera for- seti Bandaríkjanna,“ segir í dómi McMurtry, sem bætir því við að Clinton kunni greinilega það sem forsetarnir Reagan, Ford, Nixon og Lyndon B. Johnson kunnu ekki, þ.e. að skrifa. Fjölmargir gagnrýnendur hafa tekið undir það mat Kakutanis að bók Clintons sé óskipuleg, langdregin og henni illa ritstýrt, þó svo að margir telji að áhugavert umfjöll- unarefnið vegi sterklega upp á móti. Á sunnudag birti bókablað The Washington Post til að mynda jákvæða umfjöllun Walters Isaacsons, sem er þeirrar skoðunar að í bók- inni nái Clinton „viljandi og óviljandi“, að fanga kjarnann í persónuleika sínum og for- setatíð í gegnum stíl og efnistök. Deilt hefur verið á bók Clintons fyrir allt frá því að bjóða lesendum upp á nokkurs konar óhamið „dagbókarúrhelli“, til þess að sýna kænsku og skoðanamótandi tilburði, m.a. í þá átt að búa í haginn fyrir hugsanlegt forsetaframboð eiginkonunnar, Hillary Clinton, eða að reyna að snúa sig út úr Lew- insky-hneykslinu. Í dómi sínum í bókablaði New York Times gagnrýnir Larry McMurtry þá áherslu sem fjölmiðlar hafa lagt á umfjöll- un Clintons um fjölskyldu- og einkalíf sitt í bókinni, og segir Líf mitt fyrst og fremst vera bók um pólitík og þar öðlist hún gildi sitt. Bækur | Ævisaga Clintons í deiglunni Löng og leiðinleg eða glögg og tæmandi? Reuters Styr stendur um ævisögu Clintons, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta, líkt og hann sjálfan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.