Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 36
MENNING 36 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 8. júlí kl. 12.00: Jörg Sondermann orgel 10. júlí kl. 12.00: Christian Schmitt orgel 11. júlí kl. 20.00: Þýski orgelsnillingurinn Christian Schmitt leikur verk m.a. eftir Bach, Jón Ásgeirsson og Lizst. ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008. lau. 10. júlí kl. 16.30 upps. fim. 15. júlí kl. 19.30 fim. 22. júlí kl. 19.30 Yfir 8000 miðar seldir lau. 10. júlí kl. 19.30 upps. fös. 16. júlí kl. 19.30 M i ð 07 .07 20 :00 UPPSELT F im 08.07 20 :00 UPPSELT Fös 09.07 20 :00 UPPSELT Lau 10 .07 20 :00 UPPSELT F im . 15 .07 20 :00 ÖRFÁ SÆTI Fös . 16 .07 20 :00 LAUS SÆTI Lau . 17 .07 20 :00 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA VETRARDROTTNINGIN eftir hinn snjalla rithöfund Boris Akúnin er þriðja bókin um leynilögreglu- manninn Fandor- in sem kemur út á íslensku, en áð- ur voru komnar Ríkisráðið og Krýningarhátíð- in. Í Vetrar- drottningunni segir frá Fandor- in ungum og óreyndum þar sem hann fæst við sitt fyrsta lögreglumál og lendir í ýmsum ævintýrum áður en tekst að leiða málið til lykta. Skemmtileg samtöl og húmor í bland við hæfileg- an óhugnað og fyrirtaks persónulýs- ingar setja sinn svip á bókina, og að því leyti sver hún sig í ætt við þessa seríu, en bækurnar um Fandorin eru víst orðnar 11 talsins og nýtur höfundurinn gríðarlegra vinsælda í heimalandi sínu. Fléttan í Vetrar- drottningunni er smellin og rennur saman við frábæran stíl Akúníns. Sagan gerist nokkru fyrir aldamótin 1900 og við skulum ekki ímynda okkur að þá hafi ekki verið til flottir töffarar í rússnesku löggunni. Hér segir frá viðureign Fandorins við lafði Astair sem á 40 ára starfsferli sínum elur upp hátt í 17 þúsund munaðarleysingja og gerir úr þeim snillinga á hinum ýmsu sviðum. Uppeldisaðferðirnar eru áhrifaríkar og árangurinn skilar sér í sannri heimsbyltingu að hennar eigin sögn og í sjálfu sér er það ekki fjarri lagi. Við Fandorin fullyrðir hún að börn hennar bjargi heiminum á hverjum degi, en skóli hennar starfar þó und- ir sakleysislegra yfirskini en raun ber vitni. Kannski mætti skoða út- spekúleraðar uppeldisaðferðir henn- ar og þar með drifkraft sögunnar í ákveðnu samhengi við umræðu um vald vísindamanna nútímans sem eiga að búa yfir þekkingu til að „búa til“ einstaklinga þessarar og hinnar gerðar. Og er það ekki dásamlegt að það skuli vera kona sem er heilinn í þessu öllu saman? Vel að merkja; þessu fylgja morð og þar kemur til kasta lögreglunnar. Það er á vissan hátt huggulegt að kynnast Fandorin tvítugum í þess- ari sögu eftir að hafa lesið um hann harðfullorðinn í Ríkisráðinu og Krýningarhátíðinni. Þegar maður hefur sögurnar þrjár fyrir framan sér maður ákveðna þróun í þeim og áttar sig á því að Vetrardrottningin er vísir að öðru og meira. Smellin saga verður að þrumureyfara með öðrum orðum. Þá er Vetrardrottn- ingin mun styttri en hinar tvær og nú er komið að því að viðurkenna að hún stendur þeim lítillega að baki. Engu að síður er gaman að sjá Fandorin svona reynslulítinn en hæfileikamikinn takast á við glæpa- hyski. Nettur hégómaskapurinn í honum er óborganlegur og manni þykir hreinlega vænt um hann frá fyrstu síðu. Spennan verður nánast óbærileg snemma í sögunni, en síð- an er eilítið slakað á og framvinda sögunnar látin njóta sín án þess að yfirkeyra hlutina. Ég er svolítið fúll yfir því að lesa þessar bækur í rangri röð. Ef ég kynni rússnesku, hefði ég kosið að byrja á fyrstu bókinni og síðan koll af kolli. En það hljóta að hafa verið gild rök fyrir því að þýða fyrst Rík- isráðið, enda vinsæl og góð bók og næsta örugg söluvara sem slík. En nú er um að gera að hella sér í að þýða þær bækur sem eftir eru. Ætli Árni Bergmann sé ekki þegar byrj- aður á næstu bók? BÆKUR Glæpasögur Boris Akúnin. Árni Bergmann þýddi. Mál og menning. Reykjavík 2004. VETRARDROTTNINGIN Örlygur Steinn Sigurjónsson AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir er atorkukona sem flestir mynd- listarunnendur ættu að kannast við eftir umfangsmikla sýningaröð hennar í fyrra þegar hún opnaði 40 myndlistarsýningar á 40 dögum víðsvegar um landið. Þar á meðal var sýning í kaffistofu menningar- miðstöðvarinnar Skaftfells á Seyð- isfirði, tileinkuð Dieter Roth. Aðalheiður er nú mætt aftur í Skaftfell, í tilefni listahátíðarinnar „Á seyði“, að þessu sinni í aðal sýn- ingarsal menningarmiðstöðvarinn- ar, með sýningu sem einmitt nefn- ist „Aftur“. Býr yfirskriftin yfir tvímerkingu. Annars vegar er það staðreyndin að listakonan er að sýna þar aftur en hins vegar er hún að horfa aftur til baka með sýning- unni og endurskapa minningar. Skúlptúrarnir eiga sér nefnilega fyrirmyndir í æsku listakonunnar, nánar tiltekið, því mannlífi sem hún ólst upp við á Siglufirði sem hún færir nú um set til Seyðisfjarð- ar. Sýningarsalurinn er staðgengill torgsins á Siglufirði þar sem mann- eskjur, eða réttara sagt manngerð- ir, sem eru listakonunni eftirminni- legar eru staðsettar eins og hún minnist þeirra á torginu. Efniviður Aðalheiðar er fundnar spýtur sem hún sagar til og formar fígúrur sín- ar úr. Auk fígúranna er svo mynd- bandsupptaka frá fiskbúðinni á torginu þar sem menn hittast og spjalla yfir kaffisopa. Er upptakan sýnd í hálflokuðum kassa sem er staðgengill fiskbúðarinnar á torg- inu. Skúlptúrar Aðalheiðar eru gróf- lega unnir, minna sitthvað á al- þýðulist og hefur listakonan gott auga fyrir þyngdarpunkti líkamans sem gerir fígúrurnar einkar trú- verðugar í sýningarsalnum. Virkar heildarmyndin álíka og leiksvið fyrir stórt brúðuleikhús sem mað- ur stendur í miðju og væntir þess að sýning hefjist á hverri stundu. Þetta er ánægjuleg sýning að sjá, sérstaklega ef maður leyfir ímynd- unaraflinu að taka yfirhöndina og skapa sín eigin tengsl við mann- gerðirnar, sem eru, þegar á heild- ina er litið, varla bundnar við Siglufjörð einan og sér. MYNDLIST Skaftfell – Seyðisfirði Sýningin er aðgengileg á afgreiðslutíma kaffihússins. Sýningu lýkur 8. ágúst. INNSETNING – SKÚLPTÚR AÐALHEIÐUR S. EYSTEINSDÓTTIR Morgunblaðið/Ransu Aftur, sýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í Skaftfelli. Jón B.K. Ransu Boris Akúnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.