Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 2003 ORSON Welles er viðfangsefni nýjustu bókar Peter Conrad, sem í Orson Welles: the Stories of his Life eða Orson Welles: Sögur lífs hans leitast við að varpa ljósi á ævi og persónu Welles. Conrad nær að mati Daily Telegraph að lýsa því hversu óaðskiljanlegt líf Welles var list hans án þess að týna sér í tilfinningavellu. Að sama skapi beinir hann sjónum að seinni verkum Welles, sem sjálfur sagðist aldrei hafa náð sér eftir að hafa byrjað á toppnum í kvik- myndagerð með Citizen Kane og síðan unnið sig niður á við. Önnur verk leikstjórans hafa þó hin síð- ari ár hlotið öllu jákvæðari við- brögð og þykja útfærslur hans á Shakespeare til að mynda með þeim betri sem finna má á hvíta tjaldinu. Úr ævi metsöluhöfundar SMÁSAGNASAFN þýska rithöf- undarins og ritstjórans Michael Krügers Atvik úr ævi metsöluhöf- undar, eða Scenes from the Life of a Best-selling Author eins og enska útgáfan hefur verið þýdd, þykir sérlega skemmtileg lesn- ing. Krüger beitir þar fyrir sig allegoríu og lúmskum húmor sem kemur lesandanum skemmtilega á óvart, enda leitast höfundurinn við að láta lesandann taka engu í frásögninni sem sjálfsögðum hlut. Brunnurinn við miðju jarðar HNATTVÆÐING er viðfangsefni nýjustu skáldsögu Robert New- man, The Fountain at the Centre of the World eða Brunnurinn við miðju jarðar eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku. Sagan gerist í London, Mexíkó, Costa Rica og í óeirðunum í Seattle og segir frá hnattvæðingu og öfl- unum sem berjast gegn henni af öllum mætti. Newman leitast við að feta miðja vegu hins táknræna og hins raunsæja og nær sagan fyrir vikið að vera hressandi að mati gagnrýnanda Guardian sem líkir henni við eins konar ólög- lega útgáfu af verkum Noam Chomsky. Þráhyggjukennd árátta BANDARÍSKI gamanleikarinn Steve Martin sendi nýlega frá sér sína aðra skáldsögu The Pleasure of My Company þar sem hann segir af Daniel Pecan Cambridge sem þjáist af þráhyggjukenndri áráttu sem m.a. gerir honum erf- itt fyrir með að ganga yfir götu. Þó Martin taki á viðfangsefninu á gamansaman hátt er viðfangs- efnið engu að síður of takmarkað að mati gagnrýnanda New York Times sem segir sögupersónuna þó trúanlega. Hún geri lesandann hins vegar allt of meðvitaðan um þá einangruðu aðstöðu sem Cam- bridge finnur sig í til að njóta megi hennar til fulls. ERLENDAR BÆKUR Lífssögur Welles Orson Welles Steve Martin Í ÞRJÁR vikur hefur ein sérkennilegasta fréttin í menningarheiminum verið sú ákvörðun fjölskyldu Halldórs Laxness að takmarka aðgang að bréfasafni hans. Helsti ævisöguritari skáldsins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hefur gagnrýnt þessa ákvörðun harðlega og margoft lýst því yfir að Landsbókasafnið hafi ekki heimild að lögum til að takmarka aðgang að skjöl- um. Hann hefur krafið stjórn Rithöfundasam- bandsins um aðstoð vegna ritunar ævisögu sinnar (í þremur bindum) þar sem hann varpar fram þeirri spurningu hvort fjölskylda Halldórs eða Þjóðarbókhlaðan séu ekki skaðabótaskyld vegna þeirrar röskunar sem orðið hefur á starfi hans vegna þessa alls. Hannes segir Halldór vera sameign þjóðarinn- ar, gögnin eigi að vera opin öllum sem vilja kynna sér þau. Það á ekki að banna honum að vitna í sjálft þjóðskáldið. Undir þetta tekur vinstrimað- urinn Sverrir Jakobsson og fær hrós fyrir víðsýn- ina hjá Fréttablaðinu. En kannski er ekki svo mikil furða að Sverri finnist þetta, eignarréttur- inn hefur þvælst fyrir vinstri mönnum í gegnum tíðina, jafnvel svo mikið að þeir vilja stundum láta afnema hann eins og Halldór Kiljan vildi þegar hann var upp á sitt versta og Hannes vill láta gera nú þegar hann fær ekki að umgangast eigur ann- arra eins og þær séu sínar eigin. Eins og allir vita sem hafa stundað rannsóknir á söfnum erlendis er að finna alls konar takmark- anir á aðgangi gagna sem afhent hafa verið til varðveislu. Sum gögn eru afhent með takmörk- unum og stundum er það gert eftir á eins og reyn- ist raunin hérna. Ég trúi ekki öðru en Hannes viti þetta jafn vel og ég. Hann er til að mynda varla búinn að gleyma því að hann lokaði aðgangi að sinni eigin MA-ritgerð í sagnfræði. Ritgerðin, sem fjallar um stofnun Sjálfstæðisflokksins, starfsemi og skipulag, er stimpluð trúnaðarmál og enginn fær að skoða hana án skriflegs leyfis Hannesar sjálfs. Hannesi þykir miður að aðgangurinn að þeirri þjóðarsameign sem Laxness hlýtur að teljast skuli takmarkaður við þau Halldór Guðmundsson og Helgu Kress. Ég verð að játa að mér þykir það svolítið blóðugt líka. En ég er vanur því að beygja mig undir eignarréttinn og er löngu búinn að laga hugsun mína að þeirri þversögn að sameign þjóð- arinnar geti verið í fárra höndum. Hannes verður bara að skilja að þrátt fyrir að Halldór sé þjóð- areign erfðu börnin hans menningarkvótann og geta úthlutað ritheimildum eins og þau vilja. Mér sýnist þau ætla að fara þá gamalkunnu leið stjórn- valda að úthluta þeim eftir ritreynslu og hana hafa víst Halldór og Helga. Hannes Hólmsteinn segist halda trúnað við sannleikann og fræðin í ævisögu sinni. Hann ætl- ar sér að láta staðreyndirnar um Halldór tala í pólitískri greiningu. Í nafni frjálslyndra hugsjóna sinna flutti Hannes eftirminnilegt erindi á ald- arafmæli Halldórs sem bar nafnið „Myrkur heimsins“. Þar fjallaði hann um lygar í skrifum kommúnistans Halldórs Kiljans um Sovétríkin og máli sínu til áréttingar sýndi hann á tjaldi tuttugu mínútna myndasyrpu af sovéskum fjöldagröfum. Af orðum Hannesar mátti merkja að hann væri fullur réttlátrar reiði vegna dauða allra þeirra sem létu lífið undir ógnarstjórn Stalíns og hann vill draga Halldór til óljósrar ábyrgðar. Undir þessu þurftu ættingjar Kiljans að sitja á afmæl- ishátíðinni og svo finnst ýmsum það hafa verið einkennileg ráðstöfun af fjölskyldunni að vilja leggja einn lítinn stein í götu ævisöguritarans. Ég hreinlega veit ekki hvernig á að svara slíkum staðhæfingum. Ég er þó þeirrar trúar að Hannes hafi alla burði til að geta skilið hvernig Halldór Kiljan gat í senn verið fulltrúi borgaralegra, frjálslyndra og húmanískra viðhorfa, og talsmaður illrar einræð- isstjórnar. Í Hannesi búa nefnilega sömu þver- sagnir. Hann hefur sjálfur skotið hlífiskildi fyrir einræðisherra, réttlætt fjöldamorð, pyntingar og glæpi gegn mannkyni í nafni hugmyndafræði. Stalín var maður Halldórs í Gerska ævintýrinu. Í pistli sem ber nafnið „Thatcher og Pinochet“ og birtist í DV fyrir rúmum þremur árum ver Hann- es Augusto Pinochet einræðisherra frá Chile. Halldór sá að sér og lýsti því yfir opinberlega, Hannes hefur ekki enn gert slíkt hið sama að mér vitandi. Halldór studdi Stalín í miðju ólgu fjórða áratugarins og skorti þá yfirsýn sem við sextíu ár- um síðar búum yfir. Hannes Hólmsteinn varði aftur á móti gjörðir Pinochets löngu síðar þegar öll kurl voru komin til grafar. Þessar djúpstæðu þversagnir verður Hannes að hefja sig upp yfir eigi ævisaga hans að marka tímamót. Halldór lærði þessa lexíu sjálfur. Allar bækur hans frá og með Gerplu bera þess vitni að hann hafi náð að skilja harmsögu þeirrar aldar sem þá var aðeins hálfnuð: Við eigum ekki að spyrja um flokksskírteini þeirra sem í fjöldagröf- unum liggja. FJÖLMIÐLAR Hannes verður að skilja að þrátt fyrir að Halldór sé þjóð- areign erfðu börnin hans menningarkvótann og geta úthlutað ritheimildum eins og þau vilja. Frá Gljúfrasteini að Hólmsteini G U Ð N I E L Í S S O N IMenning þarf kapítal og menning er kapítal.Menn vilja eiga menningu en menn vilja ekki endilega borga fyrir menningu. Í tilvitnanadálki of- ar á þessari síðu er því haldið fram að ríkið eigi alls ekki að leggja fé til menningar. Viðkomandi vill frek- ar fá þann pening sem lagður er í íslenska menn- ingu beint í vasann sinn. Viðkomandi vill að menn- ingin eigi sig sjálf, standi undir sér sjálf, reki sig sjálf fyrir þá peninga sem njótendur hennar greiða fyrir neyslu sína. Viðkomandi þykir sem sé ekki eðlilegt að eitthvað af þeim milljörðum sem hið opinbera fær í sinn vasa af menningarrekstrinum eigi að renna aftur til menningarinnar, heldur beint í vasann á einstaklingum sem síðan mega ráða því sjálfir hvort þeir neyti menningar fyrir þá eða einhvers annars, til dæmis kóks eða harðfisks. IIKosnir fulltrúar Alþingis og sveitarstjórna talamikið um að þeir vilji hafa menningu í landinu, þannig hljóti það að eiga að vera, án hennar værum við jafnvel ekkert, með henni verðum við gild í al- þjóðasamfélaginu og svo framvegis. Hinir kosnu fulltrúar tala um þetta á tyllidögum. Um áramót. Á þjóðhátíðardaginn. Iðulega er talað sérstaklega um bókmenntaarfinn og önnur afrek á því sviði. Þessir sömu fulltrúar standa fyrir því að þó nokkrum rit- höfundum eru greidd svokölluð listamannalaun á hverju ári, þeir standa líka fyrir þýðingasjóði sem aðstoðar íslenska höfunda við að koma verkum sín- um á framfæri á erlendri grund, þeir standa líka fyr- ir fjárveitingum í ýmis útgáfuverkefni úr vís- indasjóði og menningarsjóði. Í staðinn fá þeir þó nokkrar milljónir í kassann sinn í skatt sem þeir taka af sölu bóka. Árið 1995 seldust íslenskar bækur fyrir 1.284 milljónir íslenskra króna fyrir utan virð- isaukaskatt. Og þetta voru bara íslenskar bækur. Það er auðvitað líka tekinn skattur af sölu erlendra bóka í landinu. IIIEn auðvitað vilja allir eiga sína menningu. Núvilja til dæmis allir eiga Ólaf Elíasson. Þjóð- verjar gera tilkall til hans því hann á heima hjá þeim nú um stundir. Danir gera tilkall til hans því hann er fæddur og alinn upp í Danaveldi. Íslend- ingar gera líka tilkall til hans því hann er af íslensk- um foreldrum. Og hann var hérna í sveit á sumrum. En af hverju viljum við eiga þennan strák? Jú, hann er klár. Og list hans hlýtur að segja talsvert um það hvernig við erum. Hún hlýtur að segja talsvert um það hvernig það er að vera Íslendingur. Hvað Ísland er. Hvað íslensk menning er. Og. Já. Einmitt. IVEn hvað er íslensk menning? Er íslensk menn-ing íslensk? Er íslensk menning menning? Er hún séríslensk? Er hún sérmenning? Eða er hún sprottin annars staðar? Af öðru? Getur hún verið það? Eða er hún það sem við höfum borgað fyrir? Og borgar hún sig þá? NEÐANMÁLS FJÁRLÖG hafa verið lögð fram og ljóst er að á niðurskurði er þörf. Ef ríkisstyrkir til menningarmála eru skornir niður þá geta skattgreið- endur fengið 5.789,2 milljónir króna í vasann sinn og geta þá veitt sér meira sem því nemur. Ríkið skilgreinir hvað list er með því að gera upp á milli listgreina og listamanna. Þannig er komið í veg fyrir að listsköpun verði jafnöflug atvinnugrein og hún getur orðið. Sem dæmi um menningartengd útgjöld ríkisins má nefna að gert er ráð fyrir að Þjóðleikhúsið fái 487,1 milljón og Sinfóníuhljómsveit Íslands 257,2 milljónir króna. Er rétt að fólk sem hefur lítinn sem engan áhuga á leiklist eða klassískri tónlist verði að greiða fyrir þá sem það hafa? Í fjárlögunum er gert ráð fyrir að 261,9 milljónir króna fari í listasjóð (listamannalaun). Listamenn eins og aðrir verða að fylgja lögmálum markaðarins. Samanburður og samkeppni er listamönnum jafnt sem öðrum hvatning til enn frekari dáða og tryggir þá miklu fjölbreytni sem almenningur kann að meta. Víða í Evrópu fer stuðningur ríkis við listir minnkandi og samfara því hefur stuðningur einkaaðila aukist. Það er því óraunhæft að halda því fram að menning leggist af hætti ríkið að styrkja hana. Fólk er vilj- ugra að borga fyrir þá viðburði sem það hefur áhuga á og ávinn- ingur fyrirtækja af styrkveitingu, sem felst meðal annars í bættri ímynd, verður meiri. Líklegra er að menningarlífið blómstri sem aldrei fyrr. Réttlátast er að hætta að ráðstafa fé almennings eftir hugmyndum rík- isins um hvað sé list og hvað ekki og veita frekar skattgreiðendum frelsi til að velja í hvað peningar þeirra fara. María Margrét Jóhannsdóttir Frelsi www.frelsi.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Haust í Reykjavík. MENNINGUNA Í VASA MINN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.