Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 2003 7 framlag til verkefnisins heldur einnig að eitt forlag gæti notfært sér nafn og ímynd Hall- dórs með þessum hætti í samkeppni við önnur. Áhyggjur af þessu tagi hafa ekki verið viðraðar síðan, enda þótt þátttaka ríkis- valdsins í styrkingu á ímynd Halldórs Lax- ness fari vaxandi ár frá ári. Margir leggja sitt af mörkum í því starfi. Má þar nefna starfsfólk á söfnum, í skólum, ráðuneytum og sendiráðum. Nýleg afurð þessarar ímyndarsmíði er frímerki með mynd af Halldóri Laxness og texta sem talinn var vera úr verkum hans. Hér má einnig minna á viðamiklar ráðstefnur um Halldór og verk hans sem haldnar voru hér á landi og víðar í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli skáldsins 2002. Nutu flestar þeirra styrkja af op- inberu fé. Markmiðið með slíkum viðburðum er að „tala upp gengið“ á hlutabréfunum í skáld- inu, og þar með gengi okkar Íslendinga sem þjóðar. Hins vegar virðast nú ýmsir telja að í væntanlegri ævisögu eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson verði reynt að fella gengi þessara sömu hlutabréfa eða, eins og Guð- mundur Andri Thorsson komst að orði í blaðagrein, tilraun til „fjandsamlegrar yf- irtöku“ á Prjónastofunni Sólinni. Hvorug kenningin er þó trúverðug á meðan lykl- arnir að Gljúfrasteini eru geymdir í forsæt- isráðuneytinu og útgáfurétturinn á verkum skáldsins er í höndum Björgólfs Guðmunds- sonar. Nær er að líta á væntanlega ævisögu eftir Halldór Guðmundsson um nafna sinn Laxness sem fjörbrot tilrauna vinstrimanna til „fjandsamlegrar yfirtöku“ á skáldinu. Sagan endurtekur sig Umræða undanfarnar vikur um væntan- legar ævisögur Hannesar Gissurarsonar og Halldórs Guðmundssonar um Halldór Guð- jónsson benda til þess að átökum um eign- arhaldið á Halldóri Laxness sé hvergi nærri lokið. Útlit er fyrir að þau geti orðið jafn spennandi og dapurleg og átökin um Skelj- ung, Eimskip og Íslandsbanka undanfarin misseri. Með vissum hætti er hér einnig um að ræða endurtekningu og framhald á átök- um sem áttu sér stað á vettvangi íslenskrar menningar á liðinni öld. Þau átök má rekja aftur til þess að Sig- urður Nordal ákvað 1939 að gefa út rit sitt Íslenska menningu hjá „kommúnistaforlag- inu“ Máli og menningu við lítinn fögnuð ým- issa flokksmanna í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, ekki síst Jónasar frá Hriflu. Þótti honum Kristinn E. Andrésson og Sigurður Nordal álíka einkennilegir dansfélagar og sumum þykir þeir Hannes Hólmsteinn og Halldór Laxness vera nú. Ævisögurnar tvær um Halldór minna jafnframt á tvær útgáfur af Njáls sögu sem út komu á árunum 1944 og 1945. Halldór Laxness bar ábyrgð á annarri en hin var gefin út af Menningarsjóði, beinlínis til að spilla fyrir sölu á útgáfu Halldórs. Ábyrgð á útgáfu Menningarsjóðs báru einkum þing- menn úr Framsóknarflokki og Sjálfstæð- isflokki, undir forystu Jónasar frá Hriflu, sem vildu prenta fornritin án þess að þar fyndust „fingraför þeirra manna, sem allt vilja draga niður í sorpið og jafnvel þyrma ekki okkar dýrmætustu listaverkum … frá þeim örlögum“. Í þriðja lagi má bera yfirstandandi deilur um aðgang fræðimanna að persónulegum gögnum Halldórs Laxness saman við deil- urnar um bein Jónasar Hallgrímssonar árið 1946. Þær snerust meðal annars um það hvort ráðamenn hefðu verið að ganga á rétt eftirlifandi ættingja Jónasar með því að láta grafa skáldið upp í Kaupmannahöfn og jarð- setja á Þingvöllum. Margir ættingjanna vildu að skáldið yrði grafið í fæðingarsveit sinni og fannst sem stjórnvöld hefðu mátt sýna meiri nærgætni í málinu. Ólafur Thors forsætisráðherra taldi hins vegar að eign- arréttur ættingjanna yfir beinum skáldsins færi fyrndur og fór landstjórnin sínu fram. Ég hef fjallað töluvert um þessi og fleiri sambærileg mál á undanförnum árum. Nú síðast í vor lét ég þau orð falla að þeir tímar sem við lifum minntu á það andrúmsloft sem ríkti hér á landi á fimmta áratugnum þegar Jónas frá Hriflu og Halldór Laxness stóðu í eldlínu baráttunnar um það hver ætti ís- lenska menningu. Upphlaupið í kringum væntanlegar ævisögur Halldórs Laxness og lögsöguna yfir gögnum skáldsins vekja grun um að hliðstæðurnar séu magnaðri en mig óraði fyrir. Stofn þessarar greinar er fyrirlestur sem fluttur var á Halldórsstefnu í apríl 2002 en efnið skarast við bækur mínar Hetjan og höfundurinn (1998), The Rewriting of Njáls Saga (1999) og Ferðalok (2003). Höfundur er bókmenntafræðingur. N ÝR kafli skráðist í sögu af- þreyingarvæðingar stjórnmálanna er kvik- myndaleikarinn Arnold Schwarzenegger var kjörinn nýr ríkisstjóri Kaliforníufylkis, eftir að meiri hluti kjósenda aft- urkallaði umboð sitjandi ríkisstjóra þegar ár var liðið af kjörtímabili hans. Vegna hins stutta að- draganda mæddi jafnvel meira á kynningar- mætti fjölmiðlanna í kosningarbaráttunni en áð- ur, og nýtti Schwarzenegger sér þá stöðu með góðum árangri. Á örskömmum tíma náði leik- arinn, sem varð frægur fyrir að leika óstöðvandi drápsmaskínu, að endurskapa sig sem jakka- fataklæddan pólitíkus og fjölskyldumann í aug- um almennings. Ef litið er til ferils hans á sviði kvikmyndaleiks og annarrar athafnasemi, er hæfileikinn til að umskapa sjálfan sig og ímynd sína sá eiginleiki sem einkennt hefur Austurrík- ismanninn vöðvastælta alla tíð. Uppgangur vöðvatröllanna Sem kvikmyndaleikari átti Schwarzenegger þátt í að móta þá tröllauknu hetjuímynd sem ruddi sér til rúms í Hollywood-hasarmyndum 9. áratugarins og má kenna við harðjaxlinn eða vöðvastæltu hetjuna. Margir hafa túlkað þessa hetjuímynd sem andsvar við því endurmati sem hefðbundin karlmennskugildi undirgengust í kjölfar hugmyndalegra og efnahagslegra um- byltinga sem stóðu hvað hæst undir lok sjöunda áratugarins í Bandaríkjunum og víðar. Kvik- myndin First Blood (1982), með Sylvester Stall- one í hlutverki vígamannsins John Rambo, kynnti þessa hetjutegund fyrst til sögunnar, en hún einkennist af hefðbundnum karllegum gild- um á borð við hörku og árásargirni, sem holdgerast í vöðvum hlaðinni líkamlegri ásýnd hans. Gríðarlegar vinsældir Rambo: First Blood, Part 2 (1985), þar sem Stallone sneri aft- ur með umtalsvert meiri vöðvamassa, lögðu síð- an línurnar fyrir þá ofbeldis- og spennuhlöðnu kvikmyndagrein sem átti eftir að verða sú arð- bærasta í Hollywood næstu tvo áratugina. Fast á hæla Rambo II fylgdu hasarmyndir á borð við Tortímandann (1984), Commando (1985) og Predator (1987) sem kynntu til leiks enn um- fangsmeiri og ofstopafyllri hetju, leikna af Arn- old Schwarzenegger. Þeim félögum fylgdi síðan heil hjörð af vaxtarræktuðum heljarmennum, s.s. Dolph Lundgren og Jean Claude Van Damme en með Lethal Weapon (1987) og Die Hard (1988) komu fram öllu málglaðari hörkutól í túlkun Bruce Willis og Mel Gibson. Hasar- myndagreinin festist í sessi með ofangreindum stórsmellum en þar tókst ofurkarlmannleg hetja á við samfélagslega ógn og leitaðist eftir megni við að standa vörð um hag hins óbreytta borgara andspænis utanaðkomandi ógnum í formi hryðjuverkamanna og kommúnista, og innri ógnum sem leyndust í vanmáttugum sam- félagsstofnunum og þrúgandi ríkisbákni. Fræðimaðurinn Susan Jeffords hefur greint uppgang harðjaxlsins á 9. áratugnum og gríð- arlegar vinsældir hasarmynda í samhengi við pólitískt landslag Bandaríkjanna á þeim tíma. Við upphaf áratugarins komst kvikmyndaleik- arinn og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, Ron- ald Reagan, til valda eftir tímabil sem þótti ein- kennast af almennum sjálfsefasemdum og óvissu í bandarískri þjóðarvitund, eftir afhroðið í Víetnam og pólitíska og efnahagslega um- hleypingatíð. Reagan réðst í að endurreisa sjálfsvitund þjóðarinnar, reisa við efnahaginn og kom á harðri utanríkisstefnu. Hin styrka for- setaímynd Reagans var að hluta sótt til kvik- myndaímyndar hans, hafði skýrar karlmannleg- ar skírskotanir, og var markvisst stefnt gegn þeirri linkind og því stefnuleysi sem Jimmy Carter var sakaður um, ekki síst af pólitískum andstæðingum sínum. Hvergi gekk þessi kynjaða orðræða líklega lengra en í skrifum dálkahöfundar Wall Steet Journal sem sakaði Carter um að sýna kvenlegt lundarfar í forseta- tíð sinni og hafði eftirfarandi að segja um hlut- leysisstefnu forsetans í utanríkissmálum: „Við höfum þegar haft „konu“ í forsetastóli: Jimmy Carter.“ Jeffords er ekki ein um það að benda á tengsl- in milli hinnar nýju hetjuímyndar níunda ára- tugarins og hugmyndafræði Reagan-stjórnar- innar í Bandaríkjunum. Í almennri dægurumræðu drógu gárungar upp hliðstæðu með Reagan og Rambó, ekki síst eftir fræg um- mæli forsetans um kvikmyndina Rambo 2, sem lýsir því er John Rambó bjargar bandarískum stríðsföngum úr klóm Norður-Víetnama. Reag- an sló á létta strengi á fjölmiðlafundi, sem hald- inn var til að tilkynna lausn gíslamálsins í Beirút árið 1985 og frelsun 39 bandarískra þegna: „Ég fór að sjá Rambo í gær, og nú veit ég hvernig ég tek á málum næst.“ Samsvörun ímynda forseta Bandaríkjanna og harðjaxlsins var jafnframt innsigluð í frægri skopmynd er sýnir líkama hins vígbúna Rambós með höfði Reagans áföstu. Að mati Jeffords svöruðu Reagan og harðjaxlinn þörf sem lá djúpt grafin í banda- rískri þjóðarsál eftir því að styrkja sjálfsmynd sína, og binda endi á óvissutímabil. Að nokkru leyti má segja að Schwarzenegger hafi leikið áþekka ímyndasköpun eftir í ríkis- stjórakosningunum í októbermánuði, er hann bauð örvilnuðum kjósendum hins nær gjald- þrota fylkis Kaliforníu, fram styrka hönd og lof- aði að taka á efnahagsvandanum af karlmann- legri festu. Sótti hann markvisst til ímyndar sinnar sem harðjaxls og hasarhetju með slag- orðum sem lofuðu „tortímingu“ fjárlagahallans, og að búrókratískt stjórnkerfi fylksins yrði „tekið í bakaríið“. Þegar Schwarzenegger var spurður af fjölmiðlum nánar út í stefnumál sín snemma í framboðsferlinu, (líklega áður en ráð- gjafar hans höfðu náð að setja þau á blað), báru svör hans þess vitni að e.t.v. væri þetta fremur spurning um vöðvakraft en stefnumótun: „Al- menningi stendur á sama um tölur,“ sagði Schwarzenegger. „Hann hefur ekki heyrt talað um annað en tölur, gröf, prósentuhlutföll og þess háttar síðustu fimm árin. Fólk vill heyra hvort maður ætli að breyta hlutunum. Hvort maður sé nógu seigur til að þess að halda um stjórnartaumana. Þetta er kjarni málsins og ég hef seigluna sem til þarf.“ Frá Tortímanda til móður Schwarzenegger reiðir sig þó ekki um of á vafasama kynjapólitík á tímum pólitískrar rétt- hugsunar og lögbundins jafnréttis, enda gerði hann hvort tveggja í senn í stuttri og hnitmið- aðri kosningabáráttu sinni. Hann notfærði sér þá athygli og frægð sem hann nýtur sem kvik- myndastjarna og harðjaxl til þess að gæða stjórnmálaímynd sína karlmannlegum traust- verðugleika. Um leið gætti hann þess að fjar- lægja sig hinum ofbeldisglaða Tortímanda, og öðrum drápsfúsum söguhetjum og beina þess í stað athyglinni að fjölskyldumanninum og við- skiptafrömuðinum Arnold. Í einni framboðs- ræðunni sá hann m.a. ástæðu til að segja kjós- endum: „Ég er ekki hérna sem Tortímandinn eða gaurinn sem drap Predator-óvættina.“ Aðlögunarhæfni af þessu tagi hefur einkennt kvikmyndaferil Schwarzeneggers frá upphafi. Ólíkt vöðvatröllum á borð við Stallone sem úr- eltust þegar kom fram á 10. áratuginn, náði Schwarzenegger að laga kvikmyndaímynd sína að hugmyndafræðilegu umróti samtímans, end- urmati á hefðbundnum kynhlutverkum og vax- andi gagnrýni á ofbeldi í Hollywood-kvikmynd- um. Þannig tókst honum að halda stöðu sinni sem ein gróðavænlegasta og launahæsta kvik- myndastjarna Hollywood í rúma tvo áratugi. Schwarzenegger haslaði sér völl í kvikmynd- um með því að markaðssetja ímynd sína sem vaxtarræktarmaður og hnykla vöðvana í hlut- verki Conans, sem var eins konar blanda af frummanni og goðsögulegri hetju. Þegar Tor- tímandinn sló í gegn árið 1984, en þar lék Schwarzenegger vélmenni sem sent er úr fram- tíðinni til þess að tortíma fólki, var lagður grunnur að ímynd hans sem alharðnað, dráps- glatt og óstöðvandi karlmenni. Í þeim hasar- myndum sem fylgdu í kjölfarið virtist ofbeldið fara stigvaxandi: Ofbeldistíðnin í Tortímandan- um er 84 ofbeldisatriði á klukkustund, í Raw Deal (1986) eru þau 144 á klukkutíma og 165 í Commando. En eftir að hafa drepið hátt í 300 manns í kvikmyndum sem samtals höluðu inn milljarða Bandaríkjadala, sneri Schwarzenegger við blaðinu og hóf markvissa viðleitni til að breyta kvikmyndaímynd sinni yfir í friðsamlegri, fjöl- skylduvænni og tilfinninganæmari sálma. Þetta gerði hann ekki aðeins með því að gera grín að fyrri ímynd, heldur að sveiflast algerlega öfg- anna á milli. Umsköpunin hófst í gegnum sam- starf við gamanmyndaleikstjórann Ivan Reit- man en í Twins (1988) er leikið markvisst með misræmi fyrri ímyndar Schwarzeneggers og hlutverks hans sem bláeygs tvíburabróður Danny DeVito. Í Kindergarten Cop (1990) leik- ur hann harðsoðna löggu sem velur starf leik- skólakennara og fjölskylduföður fram yfir gamla starfið. Í gamanmyndinni Junior frá árinu 1994 lætur Schwarzenegger síðan reyna á þanþol kvikmyndaímyndar sinnar svo um mun- ar er hann leggur til atlögu við ýtrustu birting- armynd kvenleika í menningu okkar, þ.e. móð- ernið. Þar leikur hann vísindamann sem gengur með og fæðir barn. Hér er karlmennið komið eins langt frá ímynd Tortímandans og hugsast getur og er ekki ósennilegt að áhorfendum hafi þótt fulldjarft teflt með ímynd leikarans. Margir töldu slæmt gengi myndarinnar vísbendingu um að Schwarzenegger-aðdáendum hafi þótt út- reiknuð tilraun hans til að kvengera ímynd sína komin út í öfgar, og ráðlögðu leikaranum að halda sig við karlmannlegar hasarmyndir um ókomna framtíð. Þau hlutverk sem leikarinn hefur birst í síðan endurmótunarátak hans hófst einkennast einmitt af því að sætta öfgarnar í ferli hans, þ.e. tortímandans og móðurinnar. Í kvikmyndum á borð við Last Action Hero (1993), True Lies (1996) og Jingle All the Way (1997) hefur átt sér stað snyrtilegur samruni harðjaxlsins og fjölskyldumannsins. Umbreytingin sem á sér stað á kvikmynda- ímynd Schwarzeneggers í heild, kjarnast líklega best í framhaldsmyndunum í þríleiknum um Tortímandann, en í annarri myndinni snýr Tor- tímandinn aftur til jarðar, nú endurforritaður með það markmið að vernda hinn unga John Connor, væntanlegan byltingarleiðtoga. Mask- ínan lærir að virða líf og tilfinningar og verður drengnum traust föðurmynd. Í nýjustu mynd- inni T3 (2003) lýsir Tortímandinn því sjálfur hvernig hann var álitinn úrelt módel, og hent á haugana, en mannfólkið hirti hann, lappaði upp á og sendi inn í fortíðina til að bjarga heiminum enn eina ferðina. Líkt og vélmennið í Tortímandanum hefur kamelljónið Schwarzenegger nú verið endurfor- ritað til þess að bjarga Kaliforníu, og hefur for- tíð hans og bakgrunnur verið mótaður til þess að falla að því hlutverki. Nú á eftir að koma í ljós hvernig honum gengur að leysa það hlutverk, en trúin á sveigjanleika ímyndar hans er eins og málin standa svo sterk, að fjölmiðlar eru þegar farnir að orða Schwarzenegger við forsetaemb- ættið. Það gæti orðið athyglisverð kvikmynd. TORTÍMANDI, MÓÐIR, RÍKISSTJÓRI Eftir að hafa drepið hátt í 300 manns í kvikmyndum sem samtals höluðu inn milljarða Bandaríkja- dala, sneri Schwarzen- egger við blaðinu og hóf markvissa viðleitni við að breyta kvikmyndaímynd sinni yfir í friðsamlegri, fjölskylduvænni og tilfinn- inganæmari sálma. Höfundur er bókmenntafræðingur og kvikmyndagagnrýnandi. Reuters Kamelljónið Schwarzenegger hefur nú verið endurforritað til þess að bjarga Kaliforníu. E F T I R H E I Ð U J Ó H A N N S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.