Íslendingaþættir Tímans - 06.09.1973, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 06.09.1973, Page 3
Olafur Sigurþórsson gjaldkeri 14 júní var til moldar borinn Ólafur Sigurþórsson gjaldkeri Mjólkursam- sölunnar f Reykjavik. Hann lezt 6. júnf á Landakostsspitalanum, eftir stutta legu. Ólafur fæddist 22. febrúar 1908 aö Hliðarendakoti i Fljótshliö. Foreldrar hans voru hjónin Sigriður Tómasdóttir og Sigurþór Ólafsson, sem lengst af voru kennd við Kollabæ og bjuggu þar frá 1911. Þar ólst Ólafur upp i stórum systkinahópi, á góðu menningar- heimili. Foreldrarnir farsælt gáfufólk, enda Sigurþóri falin ýmis trúnaðar- störf fyrir sveit sina og hérað. 1 bernsku hófust störfin við búskapinn og ungur fór Ólafur i ver, eins og þá var venja ungra og hraustra pilt, fyrst til Vestmannaeyja og siöar til Grindavikur. En brátt lá leiðin til Reykjavikur. Hinn 7. okt. 1933 kvæntist Ólafur eftirlifandi konu sinni Ragnheiöi Ara- dóttur, ágætri konu frá Stöðvarfirði og bjuggu þau i Reykjavik alla tið. Þau eignuðust einn son, Ara, sem nú er verkfræðingur hjá Reykjavikurborg. Hann er giftur Þóru óskarsdóttur og eiga þau tvö börn, Magnús og Ragn- heiöi. Ari var snemma mikill yndis- auki á heimilinu, bæði fyrir foreldrana og okkur, sem vorum þar tiðir gestir sem bezt má nema af Aravisum, sem Stefán Jónsson skáld orti um hann, og nú eru viðkunnar. Ólafur hóf starf hjá Mjólkursam- sölunni 1935 og vann þar upp frá þvi. Hæfileikar og mannkostir ýttu honum þar upp mannvirðingastigann og frá 1954 var hann aðalgjaldkeri þessa risafyrirtækis. Hann var traustur og trúr og fór allt vel úr hendi er hann lagði hönd á. Hann hafði ekki metnað eða skapgerð til að láta mikið á sér bera, en allir sem umgengust hann fundu fjölþætta mannkosti hans og innileik, svo að öllum leið vel i návist hans. Hans verðu þvi sárt saknað af vinnufélögum og öllum er höfðu af honum nokkur kynni. Mér fannst syrta i lofti er ég fékk til- kynningu um lát frænda mins og vinar Ólafs Sigurþórssonar. Alvarleg veik- indi hans örfáa siðustu daga höfðu þó vissulega leitt hugann aö þeim sannindum að „eitt sinn skal hver deyja”. Fundum okkar bar fyrst saman á fermingarvori hans, fyrir 51 ári. Þá vorum við íslendingar ennþá svo nærri landnámstfð, að ekki þótti nema sjálf- sagt (kannski nauösynlegt) aö sveita- bændur færu á hverju vori 10—14 daga skreiöarferð til að afla heimili sinu sjófangs fyrir næsta vetur. Þaö var venja Sigurþórs I Kollabæ að fara suö- ur meö sjó, út að Járngerðarstöðum i Grindavfk i slikar ferðir og tók þá gjarna syni sina meö sér að lokinni fermingu. Það var æskilegt að venja piltana við harðrétti slikra langferða, gott að hafa röska sveina við hesta- gæzlu og önnur störf á langri reisu, en jafnframt var þetta forvitnilegt ævin- týriog skoðunarferö, farið um margar sveiti, höfuöborgin Reykjavik skoðuð og margt merkilegt séð og heyrt. Á ákvöröunarstaö á Járngerðarstööum beiðþeirra svo amma og al’t ættfólkið, sem oft haföi borið á góma siöustu dagana fyrir brottför frá Kollabæ. A þessum fáu fögru vordögum i Grinda- vfk var grunnurinn lagður að ævilangri órjúfanlegri vináttu. Ekki var þaö þó vegna jafnræðis. Olafur var algjör veitandi, forframaður ferðalagnur, skólagenginn og kominn i kristinna manna tölu, en svo ljúfur og elsku- legur við okkur börnin að æ siðan var munað Sömu hughrifum lýsir skáldið Jónas Hallgrimsson svo fagurlega i þessari visu: Sem þá á vori Sunna hlý sólargeilsum lauka nærir og fifilkolli innan i óvöknuð blöðin hrærir: Svo vermir fögur minning manns margt eitt smáblóm um sveitir lands frjóvgar og blessun færir. Við andlát Ólafs koma mér i huga ótal hugljúfar minningar. Verður mér þá efst i huga þakklæti til hans og konu hans fyrir vinarhug og hjálpsemi þegar ég, mánuðum saman, þurfti að vera undir læknishendi i Reykjavik. Þá koma fram i hugann myndir frá sumarferðum okkar ýmist gangandi á fjöll eða með fram ströndinni og sföan akandi um sveitir landsins. Veiðiferöir I ár og læki og skiðaferði á vetrum. Ekki gleymist heldur samstarfið viö sjómennskuna. Sjósókn á opnum báti á vetrarvertiöum var vissulega vett- vangur til að efla samstöðu og sam- hug. öll hans framganga örvaöi til dáða og drengskapar hvort heldur vari leik eða starfi. Með slikum mönnum er gott aö eiga samleið. Það er lika huggun harmi gegn að mannkostir Ólafs mundu verða honum fararheill um fagrar lendur nýrra heimkynna. Einlæga samúö votta ég Ragnheiði konu hans, Ara og fjölskyldu hans, einnig öllum Kollabæjarsystkinunum og öðrum ástvinum hans. Jón Tómasson. t Hinn 6. júni s.l. andaðist ólafur Sigurþórsson frá Kollabæ i Fljótshlið. Við ólafur höfðum þá verið samstarfs- menn i næstum 20 ár og var samstarf okkar lengst af mjög náið. Ég vildi þvi islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.