Íslendingaþættir Tímans - 06.09.1973, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 06.09.1973, Blaðsíða 5
Guðmann Sigtryggur Hjálmarsson Hinn 21. ág. s.l. andaðist á heimili sinu á Blönduósi Guðmann Hjálmars- son trésmiður, eftir langa og erfiða en æðrulausa baráttu við kvalafullan sjúkdóm. Hné þar i valinn æskuvinur, flestum vinfastari, hlýr en svo hljóð- látur, að aldrei gustaði af honum, þótt umhverfis hann blési ýmsum vindum og ekki alltaf af einni átt. Guðmann Sigtryggur, — en svo hét hann fullu nafni —, fæddist i Valadal i Skagafjarðarsýslu 4. mai árið 1900. Foreldrar hans voru Stefania Guð- mundsdóttir og Hjálmar Sigurðsson söðlasmiður. Foreldrar Stefaniu voru Þuriður Stefánsdóttir og Guðmundur Sigurðsson. Þau bjuggu i Vatnshlið langan aldur. Foreldrar Hjálmars voru Sigurður Sigurðsson, bóndi á Skeggsstöðum og kona hans Margrét Hjálmarsdóttir. Standa þar mest að húnvetnzkar ættir, sem hér verða ekki raktar. Guðmann ólst að mestu upp i Vatns- hlfð, fyrst hjá afa sinum og ömmu, sið- ar hjá Pétri móðurbróður sinum og konu hans Herdisi Grimsdóttur. Vatnshlið var mjög i þjóðbraut þá, gestagangur tiður og gestrisni við- kunn. Guðmann komst þvi i snertingu við furðu margt manna þótt á fjalla- býli væri. Þar var lifað margþættu menningarlifi, lesið fjölmargt þeirra bóka, er þá voru fyrir hendi og tónlist rækt af kostgæfni, þó þar væri aðeins einveran dauf i fámenni afskekktra dala og fjarða, þegar ærsl og hlátur barnanna heyrist ekki lengur. Og skrýtnir mega þeir menn vera, sem liggja þeim á hálsi fyrir það. Ekki hefur verið búið á Kirkjubóli siðan Samúel fluttist þaðan, og gerist nú langt á milli góðbændanna á þeim slóöum. Samúel Guðmundsson var tæpur meðalmaður á hæð, en þykkur undir hönd og þéttur á velli. Glaður jafna og þýður i viðmóti, og góður heim að sækja, skapheill og vinfastur. — Með honum er fallinn i valinn góður dreng- ur, fyrirmyndar bóndi og hinn nýtnasti þegn i hvivetna. Og nú kembir norðan næðingurinn kaldar hærur Glámu ofan yfir eyddan bæinn á Kirkjubóli. (1947) B.Sk. heimanám fyrir hendi. Pétur var söngvinn og lék vel á orgel. Dróst þar að ungt fólk og söng við. Guðmann byrjaði þvi snemma að fitla við nótur en eingöngu á eigin spýtur, þegar hjálp Péturs er frátalin. Þó hann heföi á þvi einu að byggja i þessari grein réðust þau mál svo, að tónlist fylgdi honum til leiðarloka og þó löngum að- eins i tómstundum og oftast sem þegn- skylda. 19ára réðist Guðmann til náms i tré- smiði hjá Eggert Melsteð á Akureyri. Þá voru mest byggð timburhús þar og i nágrenni. Fengu þvi nemendur sér- staka þjálfun i að höggva saman hús- grindur, þótt það sé nú horfið úr bygg- ingasögu þjóðarinnar. Þetta nám stundaði hann þrjú ár, og lauk þvi samkvæmt þeim kröfum, sem þá voru gerðar. Guðmann hvarf heim að námi loknu og kvæntist skömmu siðar Margréti Þorvaldsdóttur, eyfirzkrar ættar, — Hún lézt á fyrsta sambúðarári þeirra. Næstu ár stundaði hann smiðar að talsverðu leyti. 1927 réðist- hann að Ytra-Tungukoti. Reyndist sú ráöning honum heillaskref. Arið eftir kvæntist hann Ósk Skarphéðinsdóttur, smiðs Einarssonar, er þá réð húsum þar. Reyndist hún Guðmanni frábær föru- nautur og þó bezt, er þyngst féll við leiðarlok. Þau bjuggu i Ytra-Tungukoti næstu fimm ár, en fluttust þá til Blönduóss, þar sem hann stundaði smiðar meðan orkan entist, lengst i trésmiðjunni Stigandi h/f. Þetta eru aðeins örfá drög að hinni almennu starfssögu Guð- manns Hjálmarssonar. Hún sýnir starfsaman en hljóðlátan iðnaðar- mann, sem stundaði iðn sina án þess að brjótast þar til valda eða metorða á nokkurn hátt. Þar var dyggð i starfi höfuðeinkennið, og þó að ógleymdri hlýðinni hagleikshönd, sem aldrei tap- aði handtaki i vangaveltur um við- fangsefnið. Það blasti löngum við hon- um fullmótaö unz það lá fyrir fullsmið- að. Guðmann tók allmikinn þátt i fé- lagsmálum á Blönduósi. Hann sat mörg ár i stjórn Verkalýðsfélags A,- Hún. Hann var og einn af stofnendum Iðnaðarmannafélags A.-Hún., og átti sæti i stjórn þess yfir 20 ár og fulltrúi þess á mörgum þingum Landssam- bands Iðnaðarmanna. Á þrjátiu ára afmæli félagsins var hann kosinn heið- ursfélagi þess. Hann var og um skeið varamaður Blönduósshrepps i sýslu- nefnd og sat nokkra fundi sýslunefnd- ar. Slik seta er ekki likleg til að marka djúp spor, enda mun þess ekki vart þar. Þar mun hann hafa setið með sin- um sérkennum, — sinni hugljúfu dyggð i garð þess er leysa skyldi hvert sinn, en jafn fjarri óvæginni baráttu og austrið vestrinu. Ég drap áður á söngnæmi hans og ást þá á söng og söngmenntun, sem entist honum til leiðarloka. En Vatns- hlfð var ekkert sérstæð fram yfir ýmsa aðra bæi i Bólstaðahlíðarhreppi þá. Söngur var þá rikilát almenningseign þar. Þó áttu söngfélög karlakórar ekki fyrstu skref sin þar, ef saga þeirra mála væri rakin fyrir austur- hluta Húnavatnsþings. Litlu eftir 1920 stofnuðu systkinin Finnbogi og Elin Theodórs karlakór og leituðu söng- manna viða um' héraðið. Var hann nefndur Sýslukórinn. Skömmu eftir, að æfingar voru hafnar, fluttist einn stofnendanna úr héraðinu. Var Guð- mann þá felldur i skarðið. Þó átti hann yfir 30 km leið tif æfinga, — oft gang- andi. Einn þeirra félaga átti yfir 40 km leið fyrir höndum. Þætti slikt ærið erf- islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.