Íslendingaþættir Tímans - 06.09.1973, Síða 6

Íslendingaþættir Tímans - 06.09.1973, Síða 6
Níræður: Jóhann Sigurðsson iði nú. Með þessum félögum söng Guð- mann á þriðja ár. Skömmu eftir að þessu félagi var slitið, reis karlakór Bólstaðarhliðar- hrepps á legg, árið 1925. Var Guðmann einn af stofnendunum og söng með honum átta ár, — óþreytandi að kenna raddirnar. Þessu lauk er hann flutti á Blönduóss. 1944 var efnt til karlakórs- ins Húnar á Blönduósi og gerðist Guð- mann þar höfuðkennari og söngstjóri og hélzt svo um 11 ára skeið. Um 1960 reis karlakórinn Vökumenn á legg og safnaði liði sinu um Blönduós og ná- grenni. Með þeim var Guðmann sem leiðbeinandi, kennari og söngmaður meðan orkan entist. bessi mál hafa þvi ráðizt svo, að hann hafði komið við mál allra þeirra karlakóra, sem ég veit til að orðið hafi verulegs lifs auðið i Austursýslunni s.l. 50 ár. öll sú ó- dæma elja, sem hann hefur i þetta lagt, sýnir ekki aðeins áhuga hans og ósérplægni, heldur og hæfni hans og getu. Enn er þó ógetið alls þess óhemju átroðnings á heimilinu og risnunnar, sem þar mætti söngfélögunum, þegar þeir tróðu þeim hjónum um tær. En sá þáttur var ekki þeim einum snúinn, sem áttu til þeirra söngmála erindi. Þar mættu gestunum lika gáfur og mannkostir húsmóðurinnar, enda jafnvigur hennar þáttur i þeim streng. Guðmann tók mjög mikinn þátt i kirkjusögn, var organisti um langt skeið i ýmsum kirkjum. Mun hafa tek- izt svo til, að hann hafi tekið meiri eða minni þátt i kirkjusöng hátt i fimm tugi ára. Það skal ekki rakið hér frek- ar og væri þó gagnmerk saga. Guðmann fékkst dálitið við tónsmið- ar og eru npkkur lög hans allþekkt. Kunnust munu a.m.k. heima i héraði: Húnabyggð viðljóð Páls V.G. Kolka og Mánadisin við ljóð Daviðs Stefánsson- ar. Bak við lög hans stóð söngelsk og leitandi fegurðarþrá. Hún vék aldrei frá honum. Mér er þökk rikust i huga við þessi leiðaskil. GUðm. Jósafatsson frá Brandsstöðum. m V Kirkjubóli Við litinn fjörð vestur i Barða- strandarsýslu, á sléttri eyri, stendur litill bær. Hann heitir Kirkjuból, og er á norðanverðu Bæjarnesi, skammt inn frá mynni Kvigindisfjarðar. — Þar er skuggsælt að morgni, en kvöldin fögur við lygnan sjó og lækjarnið, skógi- vaxna hlið og brattar skriður, hengi- flug i klettum. Þar truflar engan skarkali og djöfulgangur hinna breiðu stræta heimsins. Kyrrð hinna af- skekktu nesja og fjarða útkjálkans rikirþar. Verður svo vonandi enn um sinn. Á þennan bæ kom ég oft á æskudögum minum. Þá bjuggu þar, og lengi eftir það, hjónin Guðrún Bæringsdóttir og Jóhann Sigurðsson. Utvarpið sagði frá þvi 28. desember s.l. (1956), að Jóhann væri þann dag 90 ára. Timinn er fljótur að liða. Ekki varði mig, að svo langt væri liðið á ævikvöld þessa horska og harðgera afkastamanns. En af þessu tilefni reikaði hugurinn um stund aftur i timann, heim til Breiðafjarðar. Sérstaklega voru það tvennar árstiðir, er hugurinn beindist að: Bjartar vornætur, með grænum geirum i hliðum, beljandi lambám og grátandi lömbum i skipum, sem sleppt var á land i Sleðanaustunum undir Múlanum á Kirkjubóli. Oghaustdagar með rökkurþungum kvöldum, bleikum fitjum og lagðprúðum fjárhópm. er reknir voru að sjónum við sömu naust- in undir sama MÚlanum, lyft þar út i skip og fluttir út i eyjar. Þessum árstiðum og timabundnu störfum, er Jóhann svo tengdur i hugum okkar gömlu eyjamannanna, að þar verður ekki á milli skilið. Það var brýn nauðsyn eyjabænd- anna, að koma fé sinu til hagagöngu á land yfir sumartimann. Undir þá nauðsyn þeirra veikst enginn betur en Jóhann á Kirkjubóli meðan hann mátti þvi við koma, og hjá engum var betra að eiga fé sitt. Hann var góður öllum dýrum, markglöggur og fjárglöggur með afbrigðum. Einkum voru það Inneyjabændur, er nutu þessarar hjálpsemi hans og fyrir- greiðslu i rikum mæli. Fyrir þær sak- ir, sköpuðust nánari kynni og gagn- kvæmari vinátta milli þeirra og Kirkjubólsheimilisins en flestra ann- arra i nágrenninu. Eg hef hugmynd um, aö oft hafi ver- ið þröngt i búi hjá þeim Kirkjubóls- hjónum á þeirra löngu búskaparævi, enda börnin mörg og jörðin harðbýl, þótt sauðland sé þar stórt og gott. Greiðasemi þeirra var lika frábær og litt sáust þau fyrir um veitingar og gestrisni alla, þótt af litlum efnum væri að taka. Og enn kemur vatn i munninn á mér, þegar ég minnist feita dilkaketsins, sem ég boröaði þar svo oft i göngum og réttum á haustin. — Mörg ár eru liðin siðan ég hef komið að Kirkjubóli. En mér er sagt, að þar sé orðin mikil breyting á öllu — öllu nema hjartahlýju húsbændanna og barna þeirra. Þar hefur brugðið mjög til hins betra siðustu áratugina, sem annars staðar á landi voru. Ur baslinu hefur raknað og fátæktinni verið vikið til hliðar, mjög að verðleikum. Litli torfbærinn á grundinni við sjóinn, sem brosti svo vinalega við þreyttum strákum, er réru stundum hlöðnum fleytum inn úr fjarðarmynninu i morgunbjarmanum, er horfinn. Lika lága fjóshlaðan við bæjarvegginn. er tiðum var svefnstaður eyjamanna á haustnóttum. Þar var gott að sofa i ilmandi fjallaheyinu. Nýtizku bygg- ingar eru komnar i stað gömlu hús- anna með flestum nútima þægindum. Sendna grundin og mýrasundin orðin að stóru sléttu túni. Og nú hafa áhuga- samir synir hjónanna að mestu tekið við búskapnum. Það er ánægjuleg þróun og gamla manninum mjög að skapi. — 6 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.