Íslendingaþættir Tímans - 06.09.1973, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 06.09.1973, Blaðsíða 8
Attræður Kristjón Ólafsson „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu.” (ST.G.) Notið þessa uppskrift. Arangurinn má sjá á honum vini minum Kristjóni Ólafssyni húsgagnasmið, sem nú er áttræður. Fyrir 20 árum skrifaði ég um hann nokkur orð og drep þvi á fátt eitt nú. Kristjón er fæddur 20. ágúst 1893 i Lárkoti i Eyrarsveit. Foreldrar Ólafur B. Þorgrimsson og Ingigerður Þor- geirsdóttir, bæði ættuð af Snæfellsnesi. Ég sá hann fyrst sem ungan, friðan mann trúlofaðan minni ágætu vinkonu Magðalenu Guðjónsdóttur. Einn sól- bjartan vordag sá ég þau leiðast inn á sviðið létt og glöð. Úr svipnum mátti lesa orð skáldsins ,,Við komum frá Guði og þetta er jörðin okkar”. Og fólk, sem er svona auðugt, getur lika alltaf miðlað öðrum, og það hafa þau sannarlega gert. Krónurnar þeirra hafa að visu ekki alltaf verið margar, en hjá þeim hefur ávallt verið nóg af þeim auði, sem er gulls igildi og engin gengisfeliing vinnur á. Upp frá þess- um vordegi er varla hægt að minnast á annað þeirra án þess að geta hins um leið, svo samhent og samrýmd hafa þau verið. Fljótlega var myndað heimili. Svo kom litli sonurinn, Hilmar, og varð augasteinn ömmu, pabba og mömmu. Brátt reis hús af grunni, að visu ekki stórt, en það rúmaði allt, sem nauð- synlegt er talið, og auk þess gleði og gæfu. Gróður dafnaði úti og inni. Lífið var leikur og störf. Hver tómstund var notuð til upplyftingar. Sparnaðar varð að gæta, en ungu hjónin voru fundvis á ódýrar skemmtanir. Gamalt reiðhjól var keypt handa frúnni, og ein æfing látin duga. Karfa handa drengnum var fest aftan við sætið á hjóli húsbóndans. Og nú voru þeim flestir vegir færir, enda var, ferðast alla sunnudaga sum- arsins, ef veður leyfði. Seinna eignað- ist Hilmar systur, Hönnu litlu, og þau nutu þess bæði að vera stóri bróðir og litla systir, óskabörnin á heimilinu. Og þegar börnin stækkuðu héldu þau uppi merki foreldra sinna : að gera lifið feg- urra og betra. Sonurinn vinnur mann- kyninu til heilla á vegum Sameinuðu þjóðanna, en dóttirin er ,,ljós á vegum sinna” hér heima. Sem dæmi um dagfar Kristjóns langar mig að lýsa einum degi úr lifi hans núna á áttunda áratugnum. Þennan dag var hann að gera við glugga i eldhúsinu minu, og hann var aleinn. Ég lá i rúmi minu. en opið var á milli, svo að ég heyrði. það sem fram fór i eldhúsinu. Það var eins og þarna væri hópur hamingjusamra manna að verki. Ailt heimilið fylltist af söng, gleði og hamarshöggum. Gömul visa var stefið i þessari sinfóniu, og visan kom i ótalpörtum, stórum og smáum eftir atvikum. Þess á milli komu svo upphrópanir að ógleymdum hamars- höggum, þvi að vinnan sat ekki á hak- anum. Mér var þetta dýrmæt upplyft- ing. Svona menn lyfta jafnvel ómerki- legustu dögum upp i æðra veldi. Og þetta er ekkert sparidagfar. Kristjón er svona alltaf. Og siðast en ekki sizt: Hann hefur „hjartað sanna og góða”. Gamalt fólk og lasburða, ættingjar og vinir eiga hauk i horni, þar sem hann er og hans ágæta kona. Kristjón er fæddur snillingur. í vöggugjöf fékk hann listrænar gáfur af ýmsu tagi. Og pund sitt hefur hann ávaxtað. Til marks um það traust, sem borið er til hans, má geta þess, að núna er honum áttræðum falið að smiða skrifborð, borð og stóla i hús Jóns Sigurðssonar i Kaupmannahöfn — eftirlikingu af gömlum munum Jóns i Þjóðminjasafninu — og er þvi verki bráðum lokið. Margt fagurt verk hefur Kristjón unnið, en fyrst og fremst hefur hann gert sitt eigið lif að listaverki. Hann hefur látlaust verið að framleiða ham- ingju, og þess hafa allir þeir notið, sem komizt hafa i snertingu við hann. Kristjón minn! Hjartanlegar heilla- óskir og þakkir til þin og þinna. V.I. (Hér er svo grein min um Kristjón Ólafsson sextugan.) Kristjón ólafsson, sextugur Sólskinsblettina bjó ég mér til sjálf- ur, sagði gamall maður, þegar hann lýsti liðinni ævi sinni. Liklega gieymi ég aldrei þessari setningu. Mér finnst hún svo ósvikin perla, þessi lifsspeki gamla bóndans. Ég held, að það séu svo margir, sem tæpast hafa gert sér ljóst, að það sé hægt að búa til sólskinsbletti, og að það er sjálfsagt að reyna að gera það. Ekki veit ég, hvort fólk hefur al- mennt gert sér ljóst. hvers virði það er að vera samvistum við þá menn, sem eru siskapandi sólskinsbletti, sjálfrátt eða ósjálfrátt, en ég tel það mikið lán. Ýmsir mætir menn og konur hafa þjálfað sig upp i það að skapa sólskin kringum sig og aðra og er það mjög virðingarvert. En öðrum er þetta á- sköpuð vöggugjöf i svo rikum mæli, að fyrir henni verða öll hretviðri lifsins að vfkja. Þeir blátt áfram geta ekki ann- að en ljómað af lifsgleði á hverju sem gengur. I þessari hlýju heiðrikju hug- Framhald á 7. siðu. 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.