Íslendingaþættir Tímans - 06.09.1973, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 06.09.1973, Blaðsíða 7
Eins og þetta greinarkorn ber með sér, brestur mig tima og öll gögn til að skrifa um Jóhann á Kirkjubóli, ævi hans og störf, svo sem vert væri og efni standa til. A langri ævi hans hafa skipzt á skin og skúrir, blitt og stritt eins og verða vill, en öllu verið tekið af karlmennsku og hugarró hins æðru- lausa manns. Og vissulega getur hann i dag litið yfir gott ævistarf og mikið. Þetta er þvi aðeins fátækleg kveðja frá gömlum eyjamanni, sem fjar- lægðin meinar að heimsækja á afmælisdaginn og þakka fyrir gömul kynni, frábæra gestrisni og margan greiða veittan um tugi ára. — En gam- an hefði verið að drekka kaffisopa með gömlu hjónunum á Kirkjubóli i kvöld, þiggja út i bollann sinn og fá góðan vindil, eins og stundum áður. A gamlársdag 1956. Gleðilegt ný- ár. B.Sk. Kirkjubókin segir, að Jóhann Sigurðsson sé fæddur að Múla i Þorskafirði i Reykhólasveit 29. desember 1866. Hann dó á Kirkjubóli 15. september 1960. B.Sk. Sjötugur: Eggert Halldórsson Eggert Halldórsson, Fjarðarstræti 14 Isafirði, átti sjötugsafmæli 1. júli s.l. Hann er fæddur að Miðdalsgröf i Strandasýslu 1. júli 1903, en þar bjuggu þá foreldrar hans Elin Samúelsdóttir og Halldór Jónsson, bóndi og fræði- maður. Mikið safn þjóðlegra fræða, sem Hallldór lét eftir sig var afhent Landsbókasafninu að honum látnum. Eftir lát föður sins ólst Eggert upp meö móður sinni ásamt systkinum sin- um, en þau Halldór og Elin áttu 5 börn. A árinu 1021 fluttist Eggert til Isa- fjarðar og vann þar við verzlunarstörf hjá Verzlun J.S. Edwald til ársins 1924. Þá fluttist hann til Hnifsdals og átti þar heima til ársins 1946. Mörg fyrstu árin i Hnifsdal vann hann við bók- haldsstörf hjá Hálfdáni Hálfdánarsyni i Búð, sem á þeim árum rak útgerö og fiskverkun. Siðustu átta árin i Hnifsdal rak Eggert búskap i Búð. Til ísafjarð- ar flutti hann svo aftur 1946 og hefur átt hér heima siðan og lengst af unnið við Hraðfrystihúsið Norðurtanga h.f. En Eggert er einn af eigendum þess fyrirtækis og i stjórn þess. Eggert er kvæntur Þorbjörgu Jóns- dóttur, mikilhæfri og mætri konu, en hún er fósturdóttir Hálfdáns Hálf- dánarsonar i Búö og Ingibjargar Hall- dórsdóttur konu hans. Þau Eggert og Þorbjörg eiga fjóra syni, sem allir eru búsettir hér i bænum, þeir eru dug- miklir og traustir manndómsmenn. Eggert Halldórsson er maður ágæt- lega vel gefinn, skemmtilegur i við- ræðu og hið mesta prúðmenni i allri viökynningu. Hann sér oft hinar skemmtilegu hliðar, kannski lika spaugilegu, á hinu litrika mannlifi og fellir þá stundum hugsanir sinar i stuðla, og ég held aö ég sé ekki að ljóstra upp neinu leyndarmáli þó ég segi, svona i leiðinni, að hann sé mað- ur ágætlega hagmæltur. Hann er mjög verklaginn og iðjusamur maður, sem ekki lætur verk úr hendi falla þegar heilsan leyfir það. Þau hjónin Eggert og Þorbjörg eru ágætir nágrannar. Um það tel ég mig réttilega geta norið eftir 15 ára búsetu i F jarðarstræti 15, en þau hjónin hafa á sama tima., eða lengur, átt heima i Fjarðarstræti 14, eins og að ofan greinir. Ég og kona min óskum Eggert Hall- dórssyni og fjölskyldu hans allra heilla I tilefni sjötugsafmælisins. Jón Á. Jóhannsson Kristjón ans þrifst ekkert litið og lágt. Jafnvel þögn þessara manna er glöð og hlý, þrungin samúð með öllu, sem lifir. Kannski hef ég þekkt marga svona menn, en alveg áreiðanlega einn, og það er hann vinur minn, sem verður sextugur i dag, Kristjón ólafsson hús- gagnasmiðameistari Krossamýrar- bletti 6. Mörgu mætti svo auðvitað bæta við i hans persónulýsingu, sem á við hann einan, þvi að maðurinn er að ýmsu leyti ólikur öllum öðrum, mun og ætið hafa verið fjarri skapi að stæla nokkurn i alvöru. Hann er skemmti- lega litið háður siðum og venjum og getur leyft sér að segja og gera ólik- legustu hluti, án þess að öðrum finnist fátt um. Þóknist honum til dæmis að auka á tilbreytni dagsins með þvi að syngja hástöfum það, sem hjá öðrum er kallað blót og ragn, þá verður þaö aðeins eðlilegur þáttur af hans sak- lausu, smitandi gleði og gáska. Og jafnvel þótt komið geti fyrir, að hann bregði sér i svip i gervi einhvers af okkar „miklu” mönnum, þá verður aðeins úr þvi grómlaust gaman. Krist- jóni virðist sem sagt vera áskapað að hefja allt, sem hugur hans snertir, upp iþaðheiðrikjunnar veldi, sem sál hans lifir og hrærist i. Hér við bætist, að maðurinn er greindur vel og ihugull. Listrænn er hann og þvi furðu skyggn á fegurð lifs- ins i allri hennar þrotlausu fjölbreytni. Svona er Kristjón. En svo er það þetta. Hvað hefur hann gert? I stuttu máli er þvi til að svara, að hann hefði getaö talizt góður af verkunum einum — þúsund þjala smiðurinn, iðni og eljusami. Listfengi og hugkvæmni haldast þar i hendur og samvizkusem- ina efar enginn, sem til þekkir. En nú verður að fara fljótt yfir sögu. En þó er ekki hægt að þegja um það, hvað hann hefur verið sinni ágætu konu, Magðalenu Guðjónsdóttur sam- taka, til dæmis þegar hana hefur lang- að til að létta öðrum lifsins byrðar. Nú verður þú að fyrirgefa, Kristjón minn, ef þér finnst i þessu einhver snefill af oflofi. Það ætti þá að geta vegið upp á móti þvi, ef ég segi lesend- um, að auðvitað hljótir þú einnig að hafa ókosti. En þá þekki ég bara ekki, þrátt fyrir langa og nána viðkynningu, og læt þvi öðrum eftir að skrifa um þá. Að endingu óska ég þér og f jölskyldu þinni sivaxandi gæfu og gengis á kom- andi áratugum. Vilborg Ingimarsdóttir. íslendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.