Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 6
Edilon Guðmundsson Hinn 30. september s.l. lést á sjúkrahús- inu i Stykkishólmi Edilon Guömundsson frá Stóra Langadal, 76 ára aö aldri, eftir stutta veruþar. Kalliðkom skyndilega, en hann veiktist sama dag og hann lést. Hann hafði veriö heilsuhraustur mestan hluta æfi sinnar, bar sig alltaf vel og vildi ekki ræða mikiö um sjálfan sig þó hann gerði sér grein fyrir aö skjótt gæti dregið til loka, enda áöur fengiö aövörun. Nokkr- um dögum fyrir andlátiö haföi hann sam- band við mig og kom þá fram æðruleysi hans eins og oft áöur og aö hann væri sáttur við allt og tilbúinn I þá ferð, sem allir eiga fyrir höndum. Hygg ég aö hon- um hafi ekki veriö óljúft að kveöja á þann hátt, sem varö. Edilon fæddist 27. september áriö 1903 aö Svlnaskógi á Fellsstörnd. Foreldrar hans voru hjónin Þórdls Ivarsdóttir og Guðmundur Hannesson. Hann ólst upp hjá þeim til 6 ára aldurs, en fór þá aö Valshamri á Skógarströnd til Jóns Jóns- sonar og Kristinar Daníelsdóttir. Systkini hans voru mörg og var hann þriöji í röð þeirra. Barnahópurinn var þvi stór og fyrir mörgum að sjá. Það þætti a.m.k. á þeim timum, sem viö lifum nú. Arið 1929 var mikiö gæfuár fyrir Edilon, en þá kvæntist hann Elinu Stefánsdóttur ættaðri frá Stöövarfiröi, traustri og vel gerðri konu. Hún lést fyrir tveimur árum. Samband þeirra var gott og hann leyndi þvi ekki að fráfall hennar var honum mikill missir og oft kom söknuöur i huga. Elln var hin trausta eiginkona og myndarleg húsmóöir. Þar sem þau gengu um var alltaf snyrtilegt utan húss sem innan. Heimili þeirra var hlýlegt og þar var gott að koma, enda voru þau bæöi gestrisin. Þau hófu búskap I Barmi i Skarðsströnd og voru þar I fimm ár. Áriö 1937 flytjast þau aö Stóra Langadal á Skógarströnd og búa þar til ársins 1966, siðustu árin meö syni sinum og tengda- dóttur, en bregöa þá búi og flytjast til Stykkishólms þar sem þau dvöldu til æfi- loka. Edilon var jafnan kenndur viö Stóra Langadal þar sem hann dvaldi lengst. Þar naut hann sin vel og bætti jöröina aö ræktun og húsakosti. Skógarströnd var lengi vel illa sett með samgöngur, þar skorti vegi og ár voru óbrúaöar. Aödrættir fóru þvi fram á sjó og flytja þurfti allar vörur og varning sjóleiöis og siðan á hest- um frá sjó. Viö þær aöstæöur tókst Edilon meö aöstoö sins fólks aö byggja upp öll hús á jöröinni þannig, að þaö telst góöur húsakostur ennþá. Mörg aukahandtökin hafa þá verið viö flutninga á byggingar- 6 efni, umfram þaö sem nú er. Þegar þau hættu búskap var skilið viö ræktaöa og vel uppbyggöa jörö. Æfistarfiö var þvi mikið en fjölskyldan var samhent og ákveöin I, að þetta skyldi gert. Held ég þó, aö veraldleg auöæfi hafi ekki veriö um of, en þetta sýndi hvaö hægt var aö gera, ef vilj- ann og áræðiö vantaði ekki. Hann veitti búfé sinu góða aðhlynningu og hafði sér- Þegar lifið brosir við ungu fólki er dauö- inn það sista sem það hugsar um. Það sem grípur hug þess allan eru dásemdir lifsins i margbreytni sinni. Gleöin og þráin eru óbeizlaöar, næstum öfga- kenndar. Athafriirnar ærslafullar. Hugsunin bjartsýniskennd og reynslan litil. Gleði hjartans tær. Á Þjóðhátiðarvori 1974 útskrifaöist lifs- glaður hópur Hvanneyrarbúfræöinga, strákasamkunda aö öllu leyti nema þvi aö i hópnum var ein staúlka, Hallveig Magnúsdóttir frá Hrafnabjörgum i Arnarfiröi. Þetta mátti heita einkenni- legur hópur, skemmtilega samansettur. Það ljómaði birta frá þessum hóp á hinu islenzka vori. Æ siðan ljómaði hún þar til fyrir skömmu að fyrir hluta hennar dró ský lifsörlaganna. Þann 5. nóvember barst okkur skólabræðrum Hallveigar staka ánægju af aö umgangast þaö. Hann átti alltaf hesta sér til ánægju og naut þess að bregða sér á hestbak. Eftir að Edilon flutti til Stykkishólms stundaði hann vinnu við fiskverkun og allan þann tima vann hjá sama verkstjór- anum. Sýndiþað trygglyndi hans, en hann var traustur vinur vina sinna. Hann var ötull og ósérhlifinn við alla vinnu. Edilon varð aldrei gamall, að manni fannst, alltaf hress, einbeittur og hrein- skilinn, en að baki sló hlýtt hjarta. Hann átti gott með að umgangast unga sem gamla, lét sér annt um velferð sins fólks og var góður nágranni. Elin og Edilon eignuðust fjögur börn. Elsta son sinn Agnar misstu þau á unga aldri og var það þeim mikill harmur. Hin eru Fjóla búsett i Stykkishólmi gift Benedikt Jónssyni, Svavar i Stykkishólmi kvæntur Huldu Magnúsdottur og Hreinn I Reykjavik kvæntur Stefaniu Valgarðsdóttir. Edilon var jarðsettur aö Narfeyri eftir athöfn I Stykkishólmskirkju 6. október s.l. að viö- stöddu fjölmenni. Að leiðarlokum eru bornar fram þakkir frá mér og fjölskyldu minni fyrir tryggð og vináttu á liðnum árum. Leifur Kr. Jóhannesson andlátsfregn hennar. Hallveig var prúð, lltillát, fremur feimnisleg i viökynningu, drengur góöur og félagi, bauð af sér góöan þokka. Yfir mjög góðum námshæfileikum bjó hún, einnig leikhæfileikum. Meöal annars vann hún til verðlauna fyrir frábæran árangur á lokaprófi i búfjárfræðum og fór meö stórt hlutverk i skólaleikriti. Hun var efni i góðan bónda, þaö sýndi áhugi hennar á náminu. Viö strákar af samkundu lifsgleöi skiljum ekki gátu lifsörlaganna, en sjáum jafnframt hluta af birtu hóps okkar skina skært I sölum þess herra, sem lifi okkar stjórnar. Aðstandendum Hallveigar sendum viö okkar innilegustu samúöarkveöjur. Blessuð sé minning kærrar skólasystur. Skólabræöur frá Hvanneyri. Islendingaþættir Hallveig Magnúsdóttir Hrafnabjörgum — Arnarfirði

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.