Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 10
Sigríður Hjálmarsdóttir frá Brandsstöðum F. 30. des. 1898 D. 10. okt. 1979. Lengi býr aö fyrstu gerð. Nú munu liðin 32 ár siðan Sigriður Hjálmarsdóttir frá Brandsstöðum fór alfarin úr breiðfirskum byggðum. Þegar lát hennar bar að hönd- um, þá snart fréttin mig með margföldu afli samanborið við það sem algengast er þegar kunningjarnir hverfa. Aftur og aftur flæða öldur minninganna af hafi timans og taka hugann fanginn. Þá kemur á daginn hve áhrifin frá nágrönn- unum eru mikill partur af þvi sem fylgsni hugans hafa geymt frá barns- og unglingsárunum. Stúlkubarn fæddist utan hjónabands var olnbogabarn alla ævi en varð samt að vera sterkasta reipið og bjarghringur allra fjölskyldustiga ættar sinnar frá bernsku til elli. Það er mjög með hálfum huga sem ég verð við kalli óviðráðanlegr- ar skyldu, sem krefst að ég beri nokkra fleti sögu hennar upp að birtunni, svo minning Siggu á Brandsstöðum liggi ekki óbætt hjá garði. Á harðindakaflanum 1880—1890 reyndi á allslausa bændur og þeirra fólk. Stund- um fékkst leiguábúð á jarðarparti eða koti, stundum aðeins húsmennska. Hjálmar Markússon var harður af sér og mun litt hafa bognað, heldur lært að beita vægðarlausu ráðriki. Elisabet kona hans mun hafa verið eldri en hann. Synir þeirra tveir dóu ungir, Nói af slysförum á unglingsárum þegar hann fékk krampa i fjallavatni. Hjálmar tók unga vinnukonu ^trandasýslu, Guðrúnu Snæbjörnsdóttur. Með henni átti hann tvö börn, Pál og Sigríði og var hún yngri. Guðrún tók við hlutverki húsmóðurinnar i einu og öllu, en Elisabet lauk ævi gamal- mennis á heimilinu. Fyrsta liknarhlut- verk Sigrlðar var við að sinna Elisabetu. Páll varð fyrir slysi ómálga barn, hrap- aði i stiga og missti heyrnina. Þar með voru þau örlög ráðin, að Sigriður varð verndari hans alla hans ævi.Páll lærði hjá Margréti Bjarnadóttur frá Reykhólum. Hann varð liðtækur og gáfur hans náðu furðanlegum þroska, þó ekki yröi hann eigin húsbóndi. örstutt er milli Brandsstaða og Hamar- lands. Þar bjó ungur örlyndur bóndi, Stefán Jónsson úr Strandasýslu. Ótal sinnum lágu saman leiðir þeirra sem sinntu búsmala og ráku erindi. Ljósmóðirin á Reykjanesi, Ingveldur Pétursdóttir, sagði seinna svo frá þegar Stefán hóf máls við hana: „Ég veit þú heyrir það sem talað er. Það er satt. Ég á það. Ég bið þig að sitja yfir henni”. Sigriður var nálægt 17 ára aldri þegar dóttir þeirra, Þórey Jónina Stefánsdóttir, fæddist. Aður hraktist Stefán meö sina fjölskyldu i fjarlæga sveit og kom ekki meira við sögu þeirra mæðgna. Sigriöur sætti ótrúlegri harðýðgi af föður sinum, og leið nauð þegar fastast svarf að vegna strangleika hans. En styrkur hennar sjálfrar var þvilikur, að óbuguð kom hún úr þeirri raun eins og öðrum. Dóttir henn- ar var tápmikil og hörð af sér. Undrafljótt sneristtaflið við. Hjálmar varð blindur og þar kom, að varla mátti Þórey sleppa af honum hendi. Aftur kom skrið á atburðarásina. Þegar Þórey var nálægt 10 ára aldri, fluttist Jón Nielsson frá Hafnarhólmi á Selströnd að Brandsstöðum sem unnusti Sigriöar. 1 vorþeynum féll heytorfsspilda ofanyfir Hjálmar bónda og lét hann þar lifið. Blindan hafði dulið honum háskann sem dómgreind sjáandi manns hlaut aö skynja. Þvi fór sem fór. Þetta dauðsfall dró þann dilk á eftir sér, að Brandsstaða- fólkið var svipt jarðnæðinu vorið 1929 og átti engra kosta völ nema aö fara I vinnu- mennsku. Þá var sonur Sigriðar og Jóns, Gunnar Hjálmar, á fyrsta ári. Þau fengu að halda hópinn I vistinni hjá Magnúsi Ingimundarsyni á Miðjanesi, nema Páll, sem var á næsta bæ það eina ár. Vorið eftir fengu þau jarðnæði I Múla i Þorska- firði. Þar héldu þau hópinn sex saman. Þó þetta væru kreppuárin, þá grunar mig að árin á Múlakoti, eins og alltaf var sagt, hafi verið árin sem Sigriði leið best. Þetta var sterkliðaö heimili. Jón og Páll á besta aldri. Sigriður sjálf lifði þar mestu þrek- og manndómsár sin. Guörún móðir henn- ar enn til trausts og halds innanbæjar og Þórey að breytast úr tápmiklum unglingi I fullþroska konu. En Múlakotsárin uröu færri en varði. Þórey giftist Þórði Andrés- syni frá Þórisstöðum og bjuggu þau á Hjöllum. Leiöir skildi að fullu þeirra Jóns og Sigriðar og hann var einbúi uppfrá þvi. Banalegu Guðrúnar bar að á Hallsteins- nesi þar sem fjölskyldan var skamma hrið. Guðrún Snæbjörnsdóttir var fágæta islendingaþættir Júlíana J. Sturlaugsdóttir F. 3. sept. 1880—d. 30. okt. 1979. Siðar leidau *jUoui uciiUui ljúfrar ömmu barnabörnin. Man ég löngu liðna daga Blessuð varstu brosi og tárum ljúft þeir skina um vitund mina. Man hve bjart á Miðjanesi barna þinna að hinstu stundu. mér þin bros og augu lýstu. Gekk nú heil til gleöisala Yfir þér var eilif hviti Guðs á brautu óskalanda. eins og mjöll á tindi björtum Blessi Drottinn bliðri höndu speglar himins hljóðu fegurð börn þin öllog hjartans vini. helgri ró i logni og stormum. Syngi fljólsins bláa bylgja bliðan söng við hvilu þina. Ávallt vakti óskaheimur Leyfi hann þér á ljósavangi ástar þinnar manni og börnum. lifsins, þina vini að finna. Gleði og fegurð gaf og veitti Arelius göfgi þin I haustsins skuggum. Nielsson. 10

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.