Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 15
Kristrún Sveinsdóttir, Hrafnkelsstööum Fædd 2. sept. 1930. Ddin 24. sept. 1979. Mér er dagurinn minnisstæöur. Gamalt timburhús á htíl, tvö reyniviöartré og blomabeö undir suöurhliö, er mynd sem greypt er i huga minn. Ennþá minnisstæöari er mér samt kveðjan, móttökur húsfreyjunnar á Hrafnkelsstööum Sigriðar Haraldsdóttur, *tiö siöan hefur mér fundist hún vera öióðir mín. Nú hefur hun orðið aö sjá á bak dóttur sinni Kristrúnu sem lést þann 24. sept. s.l. eftir þunga sjúkdómslegu, en allan þann tlma hefur hún létt henni byrð- lr>a meö nærveru sinni. Það er þraut sem fárra er aö leysa. Já minningin um Hrafn- kelsstaöier mér kær. Ekki bara húsbænd- Ur, heimiliö allt, fólkið sem átti þar beima, umhverfiö , vinnan. Allt þetta var i svo miklu samræmi og öþvingað. Hvaö ®tvikin gátu oröiö skemmtileg þar. Þeys- andi á hestum á engjar, heim aftur renn- nndi blaut eftir rigningardag, dottiö af baki i blauta mýri, koma heim og hljóta nærgætna aöhlynningu. Allt er þetta ógleymanlegt. Við Kristrún uröum fljótt vinkonur, hún varð mér strax mjög kær, heilsteypt og fölskvalaus. Meira tryggðartröll hef ég ekki þekkt. Minni hennar var einstakt, hún mundi aö ég held allt sem hún las, þó var þaö mikiö. Hún var ekki dómhörð á fólk og hún sagöi alltaf heldur minna en hún vissi. Hún var næm á ljóö og þoldi ekki aö skakkt væri fariö meö. Hún kunni vel aö meta góöan skáldskap og las ekki það sem lélegt var aö hennar mati. Kristrún var frændrækin og ættarstolt hennar brást ekki. Þannig er myndin af Rúnu á Hrafnkelsstööum i huga mlnum. Stundum heyrum við að þessi eða hinn séof góður fyrirheiminn, þá er átt viö aö viökomandi sé ekki nógu dugandi i' barátt- unni um lifsinsgæði, þessi sem metin eru I krónum og aurum. Éghyggað Rúna veröi talin ein þeirra sem lltiö mátti sin i þeirri gli'mu, enda lagöi hún ekki svo mjög upp úr sllkum verðmætum. Gott dæmi um það er þegar hún eitt sinn fékk loforð hátt- settra verklýösleiðtoga um bæjaribúö, en Rúna stundaði atvinnu sina um áraraöir I Reykjavlk og var alltaf i leiguhúsnæöi. Þaöfór hins vegar svo, aö hún var svikin um þessa Ibúö þrátt fyrir marggefin lof- orð. Þaö hvarflaöi ekki aö henni aö taka hart á þvi. Hún bjóst viö aö til sliks lægju eðlilegar orsakir, aö einhver sem meira þyrfti á húsnæöi aö halda hlyti>aö ganga fyrir. Annað dæmi vil ég tilfæra sem seglr einnig stórt. I hennar hinstu legu, þegar hún var altekin oglifsvon á veikum þræöi spuröi hún mig hvort ég héldi aö hún heföi þetta af. Ég gat ekki falsaö fyrir henni, eöa gefiö gyliivonir, svo var traust hennar mikið. Ég sagöist halda það kraftaverk. Heldur þú, Lilja, að vel verðitekiöá móti mér? var næsta spurning, þvl var enginn vandi aðsvara. En sjálfsmat hennar og kritlk á eigin persónu bendir til aö hún hafi gert miklu meiri kröfur til sjálfrar sln heldur en annarra, sem er gagnstætt þvl sem maöur á aö venjast. Nú er Rúna dáin. Ég leiði hugann aö þessum atvikum öllum, myndin hefur breyst, þaö er aö segja gamla húsiö á hólnum er horfib, einnig trén og blóma- beöin. En þaö eru komin ný hús og ný blómabeð á Hrafnkelsstaöi. Þetta er framvinda llfsins og hana stöövar enginn. Já, nýir taflmenn á skákborð staöarins. En samt sem áður mun aldrei takast að blása það miklu lifi I þessa nýju hugmynd að hún jafnist á viö þá sem eldri er, og greypt er, djúpt I huga minn. Elsku Rúna min, haföu hjartans þökk fyrir þina miklu tryggð viö mig og mína fjölskyldu. Lilja Guötnundsd. þrótti miölaöi hún öörum óafvitandi, eins °g jafnan veröur um þá sem miklir eru af sjálfum sér. Hugöarefni hennar voru fjöl- breytileg, og hún lét sig miklu varöa hvaðeina sem til menningar horfði. Hún las mikið, einkum hin síöari ár, og rækti leikhúsferðir af kostgæfni bæði heima fyrir ogerlendis. öörufremur var hún þó leikin i þeirrilist aö kunna slfellt að njóta Hðandi stundar. A hverjum morgni var hún árla á fótum, og byrjuöu þau hjón daginn meö heimsókn I Sundlaug Vesturbæjar. „Þetta er okkar hálfa llf,” sagöi hún um sund- ferðirnar ekki alls fyrir löngu. Dag hvern fór hún I gönguferöir meö manni slnum um nágrenniö, og eru spor þeirra um Vesturbæinn oröin mörg. ókunnugum kynniað hafa virzt daglegar gönguferöir Um sama borgarhverfiö fremur einhæf ’Ökun. Steinunn heföi þó ekki tekið I þann streng. Sönnu nær var aö hver ferö væri henni uppgötvun nýrra undra og sjón- islendingaþættir deildarhringurinn i hennar augum meö nýju sniöi dag hvern eöa þá réttara sagt að athyglinni væri beint að nýjum þáttum þess mikla listaverks sem umlykur höfuö- borg okkar og aldrei veröur skynjuð til fulls, en er sibreytilegt næmri sjón. Vökul og jákvæö athyglisgáfa var eitt helzta persónueinkenni Steinunnar og jafnframt örugg vörn þess að grár hvers- dagsleiki sigi aö I hennar garö. Kynni af henni vöktu óneitanlega spurninguna um meðfædda og áunna eðliskosti. Sumum er þaö leikur einn aö ráöa fram úr vanda sem verður öörum þungur í skauti. Steinunn greiddi úr hverju máli fyrir- hafnarlaust aö þvi er virtist. Meöfæddir hæfileikar hennar til sllkra viövika voru augljósir. Þeirsem þekktu hana skildu þó einnig að af vizku sinni haföi hún hugleitt rök giftusamlegs lifs og öðlazt um þau efni staðfasta vissu sem siöan varö grundvöllur þeirrar lifsstefnu sem hún fylgdi með óbifanlegri festu. Steinunn Helgadóttir kvaddi þennan heim langt um aldur fram. í þögn máttar- valdanna kann aö hafa leynzt sú skýring aö þessi þróttmikla og lifsglaöa kona mætti ekki kynnast ellihrörnun. A unglingsárum sinum dvaldist Stein- unn um alllangt skeiö i Skotlandi. Æ siöan virti hún mikils engilsaxneska menningu. Hún náöi góöu valdi á enskri tungu. Ókunnugir héldu stundum að hún talaði ensku meö islenzkum hreim. Svo var þó ekki. Hreimurinn var skozkur. Utan tslands varö London henni kærust allra staöa. Þangaö fór hún oft til aö njóta þeirrahlutasem huganum lyfta. 1 London steig hún sín siöustu spor, og þaöan hélt hún inn á lönd eiliföarinnar, sem ugglaust verða henni jafnljúf þvi umhverfi sem hérvist hennar brá svo mikilli birtu yfir. 1 þeirri vissu er hun kvödd meö þökk og virðingu. Haraldur Bessason 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.