Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 12
Hólmfríður Halldórsdóttir prófastsfrú frá Setbergi við Grundarfjörð Hinn 4. nóv. sl. lést I Landspitalanum I Reykjavik HólmfriBur Halldórsdóttir, ekkja Jósefs Jonssonar, prófasts að Set- bergi. HUn fæddist i Reykjavik 19. febr. 1891, eina dóttir hjónanna Halldórs JÖnssonar, gjaldkera f Landsbanka Islands, og Krist- jönu Pétursdóttur. Börn Kristjönu og Halldórs voru fimm. Af fjórum sonum er nú einn á llfi, Jón, fyrrv. söngstjóri, niræóur aó aldri. Aö Hómfriöi Halldórsdóttur stóBu gagn- merkar ættir. Foreldrar Halldórs voru hjónin JónHalldórsson, bóndi aB Bjarnar- stööum i BúBardal, og kona hans Hólm- friBur Hansdóttir, bónda aB SyBri-Nes- völlum viB Mývatn. Kristjana, kona Hall- dórs, var dóttir Péturs GuBjohnsen, organleikara i Reykjavik. Ættir Hólm- friBar verBa ekki raktar lengra hér, en þess getiB aB listrænir hæfileikar voru mjög sterkir þættirl eiginleikum foreldra hennar beggja og forfeBra. Sérstaklega hefur tónlistin veriB þar ráBandi. HómfriBur Halldórsdóttir hafBi i rikum mæli erft tónlistarhæfileika ættmenna sinna og fjölhæfar gáfur. Hiin var kona friB sýnum. Foreldrar HómfriBar, Hall- dór bankagjaldkeri og Kristjana voru vegna meðfæddra hæfileika sinna og lífs- aBstöu I hópi þess fólks, er þá myndaBi kjarna I forustuliBi höfuBborgarinnar. HómfríBur Halldórsdóttir ólst upp á menningarheimili og ekkert var til sparaB til að búa hana sem best undir lifiB eftir þvi sem þá þekktist. Framhaldsnám stundaBi hiín fyrst hér heima, siBan tónlistarnám I Danmörku og býskalandi meB mjög góBum árangri. Þótt foreldrar frú HómfriBar létu henni i té, eins og áBur er fram tekiB, allt er henni mátti aB liBi verBa I uppvextinum, tel ég mig hafa fyrir þvi örugga vissu, aB uppeldi hennar var framkvæmt af stjórn- semi og öruggum aga. ÞaB kom fram i hennarháttum og í framkvæmd hennar á uppeldi barna sinna. Hins vegar má gera ráB fyrir þvi, aB sá undirbúningur, er hún hlaut i foreldrahúsum undir lifebaráttuna hefði e.t.v. aB verulegu leyti miBast viB það sviB, er umhverfiB skóp. HólmfriBur Halldórsdóttir réBi yfir stórbrotnum og fjölbreytilegum hæfileik- um svo aB þau verk er hún þurfti af hendi aB leysa, fórust henni vel. Þann 15. júni 1916 giftist HólmfriBur ungum presti, sr. Jósef Jónssyni frá öxl f Þingi. Hjónaband þeirra var farsælt, enda byggt á gagnkvæmu trausti og virBingu. ÞaB stóB f nær sex áratugi. Sr. Jósef lést 29. júll 1974. 12 AriB 1919 verBa þáttaskil I lifi Hólm- friBar Halldórsdóttur. Þá flytur fjölskyld- an aB prestsetrinu Setbergi i Snæfellsnes- prófastdæmi. Þar var sr. Jósef nýkjörinn prestur. Þar varheimili þeirra I 35 ár, eBa þar til sr. Jósef hætti prestskap aB mestu. Eftir þaB var heimili þeirra i Reykjavik. Þau HólmfriBur og sr. Jósef eignuBust fimm börn, sem öll eru á lifi, einnig ólu þau upp bróðurdótturHólmfriBar. Nokkur bræBrabarna Hólmfriðar dvöldust hjá prestshjónunum aö Setbergi i sumarvist. Börn prestshjónanna aB Setbergi eru þessi: Halldór skrifstofustjóri, giftur Unni Jakobsdóttur, Kristjana, verslunar- maBur, var gift Friðþjófi Óskarssyni. Hann er látinn. Skafti, garöyrkjumaöur, giftur Margréti Jónsdóttur, Jón, skrif- stofumaBur, giftur Sigrúnu borsteins- dóttur, Pétur kennari, giftur Rósu Dóru Helgadóttur, Asa Gunnarsdóttir, gift Gunnari Egilsson. A uppvaxtarárum minum voru Set- bergssystkinin, sérstaklega þau eldri, ásamt frændliöi þeirra, er i sumardvöl voru, leiksystkini min. Af þeim, er i sumardvöl voru þar I nokkur sumur, minnistég bræðranna Björns og Halldórs Péturssona. Þeir eru nú báöir látnir. Mál- verk mitt af hestahóp, sem er eitt af lista- verkum Halldórs Péturssonar, minnir mig á margar ánægjustundir frá bernsku- árum minum I glimu viB hesta, ásamt þeim Setbergsdrengjum. Þegar unga prestsfrúin á Setbergi sett- ist i húsmóBursætiB þar voriB 1919, fannst mörgum sveitungum hennar, aB ekki heföi sérstaklega veriB til þess hugsaB, aB hún ætti eftir aB veröa prestskona I sveit. ÞaB vakti þvf mikla eftirtekt og ánægju þeirra, er veittu þvi athygli, aö unga prestsfrúin gekk örugg til starfa, stjórn- semi hennar og smekkvlsi var fljótt róm- uB. Háttvisi HólmfriBar Halldórsdóttur var slik, aB hún átti sér fáa jafnoka, og enga fremri. HólmfriBur haföi þvi ekki setið lengi i sæti prestskonunnar aB Set- bergi, er heimili hennar var komiB i fremstu röB I byggöarlaginu, og einnig þekkt fyrir gestrisni og rausn. ÞaB var mjög mikils viröi i huga sóknarbarna Setbergssóknar, hversu mikill þátttakandi prestsfrúin var i guðs- þjónustunni meB orgelleik sinum. Þess nutu sóknarbörnin öll þrjátfu og fimm ár- in, sem þau prestshjón störfuBu aB Set- bergi. Hæfileikar og kunnátta frú Hólm- friBar á sviBi tönlistar var slik, aB hún átti mikinn þátt i þvi aB setja sérstakan há- tiöarblæ á allar guösþjónustur I Setbergs- kirkju i þeirra tiö. ÞaB svo, aB frá bernsku- ogæskuárum minum þar vestra erumér guösþjónustur frá Setbergi ljósar i minni. HólmfriBur Halldórsdóttir hlaut hvort tveggja, vinsemd og virBingu sveitunga sinna. Um svipaö leyti og prestshjónin, sr. Jósef og frú HólmfriBur, fluttust aö Set- bergi, fluttu foreldrar minir aö SuBur-Bár i Eyrarsveit. Stutt var á milli þessara bæja. Kynni foreldra minna og þeirra prestshjónanna hófust fljótlega, og sú vin- átta er myndaBist á milli frú HólmfriBar og móBur minnar varö henni ómetanleg I llfsbaráttu þeirri, er hún varö aB heyja sem einstæö móöir. 1 vináttu sinni við móöur mina komu mannkostir frú Hólm- friBar vel fram. Samfundir þeirra uröu móBur minni gleöistundir og einnig and- legir orkugjafar. TryggB frú HólmfriBar var slik, aö vinátta þeirra hélst meöan báöar liföu. ViB, börn Ingibjargar I Bár, minnumst vináttu frú Hólmfriöar viö móBur okkar meö sérstöku þakklæti. Eins og fram hefur komiö i grein minni voru þau prestshjónin, sr. Jósef Jónsson ogkona hans, Hólmfriöur, mjög samhent. Sr. Jósef vargóöur predikari. Honum var eiginlegt I ræöum sinum aB vitna til oröa meistarans, þegar hann sagBi: „Sannleikurinn mun gerayöur frjálsa”- Prófastsfrúin, Hólmfriöur Halldórs- dóttir, var slík f orBum sinum oggjörBum, aö i huga okkar, sem þekktum hana vel, sannaöi hún meö breytni sinni, aö sann- leikurinn og kærleikurinn eru þær stoöir er hiB sanna manngildi hvllir á. Viö hjónin færum börnum og öBrum aö- standendum HólmfriBar Halldórsdóttur innilegar samúöarkveöjur. Halldór E. Sigurösson. Islendingaþættir"

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.