Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 16
80 ára Frú Theodóra Sigxirdardóttir Frii Theodóra Siguröardóttir, ekkja Steingrims Steinþórssonar skólastjóra á Hólum, sióar búnaóarmálastjóra og for sætisráóherra, varö áttræö hinn 12. dag desember mán. s.l. Þaö má ekki minna vera en ég sendi henni kveöju guös og mina, enda þótt á seinni skipum sé og sjálfur afmælisdagurinn aö baki. Ég lét sitja viö þaö þá aö senda henni hlýjar hugsanir. Og ætli þaö sé raunar ekki meir um vert enfá og fátækleg orö á blaöi, sem aldrei ná aö túlka hugsanir manns til hlit- ar. Hér veröur engin ættarsaga sögö né heldur ævisaga. Theodóra er fædd og alin upp i Reykjavik. Hún giftist Steingrimi Steinþórssyni 17. júnl 1928, en hann haföi þá fengiö veitingu fyrir embætti skóla- stjóra á Hólum, fluttist með honum norð- ur þangaö þá um voriö , gegndi umsvifa- miklu húsfreyjustarfi á Hólastaö til 1935, er Steingrimur tók viö embætti búnaðar- málastjóra og þau hjón fluttu til Reykja- vikur. Þar stóö heimili þeirra æ siðan. Þar stóö hún við hliö eiginmanns sins meöan bæöi liföu, bjó honum hlýlegt og notalegt athvarf og gegndi meö stakri prýöi þeim umsvifamiklu störfum og skyldum, san hvildu á heröum eiginkonu búnaöarmálastjórans, ráöherrans — á heimili, þar sem daglega aö kalla komu gestir allrastétta og öllum tekiö af sömu alúð og höföingslund. A sli"kum staö sem Hólar voru I Hjalta- dal i þann tiö og raunar lengi siöan, valt ekki öllu minna á húsfreyju en húsbónda um að halda uppi sæmd og fullri reisn þessa f ornhelga höfuðseturs. Þvi ber sizt að neita, aö okkur Skagfiröingum mörg- um, sem annt var um Hólastaö, þótti sem vandfyllt myndi sæti höföingskonunnar Guörúnar Hannesdóttur, eiginkonu Páls Zóphaniassonar, er hvarffrá skólastjórn og tók við ööru mikilsverðu starfi. Guörún var drottning staöarins, tiginmannnleg drottning, góð og mild. Og henni fylgdi höföingleg reisn, hvar sem húnfór. Nokk- ur ástæöa var til að óttast aö þetta stóra og höföinglega heimili mundi setja ofan, er ung og óreynd Reykjavlkurmær, óvön öllum umsvifum, settist þar i húsmóður- sæti og tæki viö allri umsýslu innan stokks. En sá ótti reyndist ástæöulaus. Naumast gat að visu ólikari menneskjur en Guörún Hannesdóttur og Theodóru Siguröardóttur. Og þó var þeim sumt sameiginlegt.Einsog Guörún héltuppi, aö sinum hluta, fullri reisn Hólastaðar, svo 16 var og um Theodóru. Fór ekki milli mála, aö mikiö var i þessa ungu húsfreyju spunnið. Hún var stjórnsöm, án þess að nokkur yröi þess var.allt gekk eins og af sjálfusér á þessu fjölmenna heimili. Hún ávann sér trúnað og traust þeirra, er und- irhana voru gefnir, óskoraða vináttu og viröingu allra, er hinni kynntust og störf- um hennar. Gestkvæmt var á Hólum i þá daga, öllum boðið inn, öllum veitt af rausn. Þetta varsjálfsagöur hlutur. Hólar voru miöstöð. Þar voru haldin fjölmenn bændanámskeiö sem stóðu nokkra daga — og gistu flestir á Hólum, enda bilar litt komnir til sögu. Þar voru haldnir sveitar- fundir, búnaöarfélagsfundir, ungmenna- félagsfundir o.s.frv. Allir þágu veitingar — aö ógleymdum kirkjugestum. Og öllu stjórnaöi Theodóra af frábærum myndar- skap. Sá, er þessar linur ritar, var prófdóm- ari á Hólum I skólastjóratiö þeirra Páls og Steingrims, og dvaldi þá a.m.k. hálfan mánuö á staönum kringum sumarmálin á vorihverju. Auk þess var ég e.k. pólitisk- ur heimagangur hjá þeim Steingrimi og Theodóru annaö veifiö þá vetur flesta, sem þau sátu staðinn (vann m.a. meö Steingrimi að útgáfu Hegra, pólitisks héraösblaðs, fjölritaös). Ég þykist þvi hafa verið sæmilega kunnugur öllum heimilisháttum á Hólum i þá daga og geta úr flokki talað. Eftir aö þau hjón fluttu til Reykjavikur uröu samfundir aö visu str jálli: þó fór ég æði oft suður ýmissa erinda, sótti m.a. flokksþing og miöstjórnarfundi Fram- sóknarflokksins. Aö sjálfsögöu var ég þá ávallt sem hver annar heimamaöur hjá þeim Steingr. og Theodóru. Og margar skemmtilegar minningar á ég fra As- vallagötu 60. Enn var heimilisbragur áþekkur þvi, sem áöur var á Hólum. Enn /ar gestkvæmt sem fyrr — og þó meö öör um hætti. Nú var Steingr. allajafna aö heiman frá kl. 9 aö morgni. Æöi oft bar það viö, að hann kæmi meö gesti meö sér heim i hádegismat, einn eöa fleiri — og langoftast fyrirvaralitiö. Ogþarvar aldrei komiö aö tómum kofum. Það var eins og húsfreyjan væri alltaf viö þvi búin aö taka á móti gestum og gera við þá vel og myndarlega. Oftkomusvo gestir á kvöld- in og sátu stundum lengi. Heimiliö var þvi hvorugu þeirra hjóna næðissamt. Fór þó alls fjarri, aö nokkru sinni sæi á þeim leiða eöa þreytu. Aö taka á móti gestum var þeim hjónum báðum aufúsa en eigi kvöö. Þess vegna leiö þar hverjum manni vel. Steingrimur var á fótum fyrir allar aldir. Þá var um stund næöi til skrifta og umsýslu um einkamál. Hægagangur eöa iöjuleysi hefur aldrei verið frú Theodóru aö skapi. Hún hefur unnið óhemju mikið um ævina. Skerpa hennar og dugnaður hefur fátt látiö fyrir standa. Húnhefur aldrei veriö i vandræö- um meðaö láta timann liöa. Og er ég siö- ast hitti hana fyrir tæpu ári, var hún enn hvöt i spori. Steingrimur lézt lá.nóvember 1966. Siö- an hefur Theodóra haldið heimili meö ein- um sona þeirra hjóna. Attræörar veröur frú Theodóru Sigurö- ardóttur eigi minnzt sem vert væri i fáum afmælisoröum. Hún hefur framar öllu verið húsmóðir i sönnustu og fegurstu merkingu þess orös. Lifsstarf hennar hef- ur veriö samfellt fórnarstarf, fórn fyrir heimiliö, fyrir eiginmann og börn, fyrir vandamenn og vini. Megi henni reynast ævikvöldiö svo sem hún hefur unniö til- Gisli Magnússon Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.