Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 06.06.1974, Qupperneq 3

Heimilistíminn - 06.06.1974, Qupperneq 3
Alvitur vill að marggefnu tilefni taka það fram, að til þess að bréfunum sé svarað, þarf að fylgja þeim fullt nafn, sem að sjálfsögðu er ekki birt, ef þess er óskað. Og þá eru það bréfin: Heimilis-Tíminn. Ég vil i upphafi þakka, hversu myndar- lega þetta heimilisblað fer af stað. Það eina, sem skortir á, að ég sé ánægður, er hversu pappirinn er lélegur og vildi ég gjarnan greiða hærra verð fyrir betri pappir og þar með meiri varanleika. Sunnudagsblað Timans og tslendinga- þættina á ég frá upphafi i tilheyrandi öskjum. Slikar öskjur þarf Heimilis-Tim- inn að tryggja kaupendum á hagstæðu verði. Ein nóg um það. Tilefni bréfsins var að spyrja Alvitra blaðsins og vænti ég þess, aö hann svari i fullri alvöru. Spurningin er ósköp sakleysisleg, en af gefnu tilefni: Geta pósthús, eða póstafgreiðslur neitað að taka á móti ófrimerktum bréfum, ef tilskilið gjald fylgir? Spurull. Svar: Alvitur hringdi i yfirvöld á pósthús- inu i Reykjavik og fékk þær upplýsingar, að ekki væri leyfilegt að setja ófrimerkt bréf i póstkassa, þó gjald fylgdi, en slikt r ........ Meðal efnis í þessu blaði kæmi stundum fyrir. Slik bréf eru send til viðtakanda, en þá verður hann að borga tvöfalt burðargjald. Að sjálfsögðu er þetta vandamál ekki fyrir hendi, ef farið er með ófrimerkt bréf á póstafgreiðslu, þar er keypt frímerki á það. Varðandi fyrri hluta bréfsins er sjálf- sagt að þakka hlýleg orð, en betri pappir og öskjur hefur verið til umræðu og svo er bara að vona hið besta. Alvitur. Elsku Alvitur! E'yrst þú veizt allt, þá eru hérna fjórar spurningar: Hvað eru margar hitaeining- ar i einu epli? Hvað á ég að vera þung, þegar ég er 170 sm? Er það rétt, að Willy Brandt hafi einhvern tima heitið eitthvað annað og hvað var þaö þá? Hvað er „vendetta”? Þorstlát. Svar: Samkvæmt beztu heimildum eru um 100 hitaeiningar i stóru epli. Það fer nokkuð eftir beinabyggingu, hvað þú átt að vera þung, en ágætis regla er að taka töluna 1 framan af hæðinni og draga 10% frá afganginum, þannig að þú ættir að vera um 63 kiló. Willy Brandt hét Herbert Ernst Karl Frahm. Vendetta er blóð- hefnd, þ.e.a.s. einhver úr fjölskyldu hins myrta myrðir einhvern úr fjölskyldu morðingjans. Þetta tiðkast enn til dæmis á Sikiley. Alvitur. Kæri Alvitur! Ég er i stamlandi vandræðum með sjálfan mig. Ég get nefnilega aldrei mun- að nöfn á fólki, sem ég er kynntur fyrir og þegar ég svo ætla að tala við það á cftir, verð ég að spyrja það að nafni. Þetta er ó- þolandi, hvað gct ég gert? Minnislaus. Svar: Ég er alls ekki viss um að þú sért svona minnislaus, þetta er fremur vani. En þú ért alls ekki einn um þetta. Ef þú reyndir að kynna sjálfan þig sem Napó- leon eða Grim Thomsen, er hreint ekki vist að margir tækju eftir þvi. Eina ráðið, sem ég get gefið þér, er að reyna að ein- beita þér að þvi að taka eftir nafni við-' komandi og hugsa þá ekki um neitt annað á meðan. Alvitur. Alvitur svarar bréfum..........■.................. bls 3 Enginnhryllingur viðtal viö frú Hitchccock........ bls 4 Barnasagan........................................ bls 8 Blómunum finnstgott............................... bls 10 • Börnin teikna og pennavinir...................... bls 12 Brúður i þjóöbúningum............................. bls 13 Pop-Three dog night............................... bls 14 Þjáist þið af vorþreytu?.......................... bls 15 Herbergi fullt af minningum, smásaga.............. bls 16 Þjóðhátiðarljóö.................................. bls 19 Hafa elztu börn forréttindi?...................... bls 20 Tilbóta .......................................... bls 21 Er eggjasjampó blekking?........................ bls 22 íleiðinni......................................... bls 23 Matur á minutunni .................................bls 24 Þóra i Gvendareyjum, saga......................... bls 28 Stjörnukapall .................................... bls 30 Ryðið, óvinurinn stórhættulegi.................... bls 31 Svartidauði....................................... bls 33 Fyrirbrigðiöfrá Astraliu, Rolf Harris............. bls 35 Piparávextir og vitamin........................... bls 37 Að prjóna hæl .................................... bls 37 Ósýnilega vera ræðst á stúlku..................... bls 38 Framhaldssögurnar................................. bls 41 Ennfremur skrýtlur, húsráð, þrautir o.fl. . ........ Forsiðumyndin er frá Sundlaug Akureyrar. Ljósm. Hall- grfmur Tryggvason.

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.