Heimilistíminn - 06.06.1974, Síða 41

Heimilistíminn - 06.06.1974, Síða 41
— Það segi ég þér ekki, sagði mamma. Svo teygði Jón sig aftur yfir á skrifborðið. En hann tók ekki böggulinn hennar litlu stystur. Hann tók langan og kringlóttan pakka. Litla systir andvarpaði þungt. Mamma og Jón brostu. Jón tók pappirinn utan af pakkanum. Þetta var gjöfin hans pabba. Nú munaði minnstu að Jón stykki á náttfötunum upp úr rúminu. Hann hafði fengið plötuna Jimi Hendrix in the West, sem hann hafði alltaf dreymt um að eignast. — Ég verð að spila hana strax! sagði Jón og leit á plötuspilarann, sem hann hafði fengið i fermingargjöf. — Ég get ekki beðið. Nú mátti engu muna, að litla systir færi að gráta. Tárin voru komin fram i augun á henni og þessi ljóti, leiðindakökkur i hálsinn á henni. — Ætlarðu ekki að skoða gjöfina mína fyrst? spurði hún hálfkjökrandi. — Ég bjó hana til sjálf handa þér. — Jú, gerðu það endilega, sagði mamma, sem minntist þess nú allt i einu, hve langi litla systir hafði átt leyndarmál, sem enginn mátti vita. Mamma mundi eftir öllum garnspottun- um og sokkunum, sem litla systir hafði snikt út úr henni og öllum stundunum, sem hún hafði eytt ein fyrir lokuðum dyrur, þegar hún hefði getað verið úti að sippa með Gunnu og Siggu. — Auðvitað, ég ætlaði að gera það, sagði Jón og skrökvaði nú agnarlitið, þó að það sé ljótt að skrökva. — Ég var að striða henni. — Það er ljótt að striða, sagði litla systir. — Jón seildist eftir pakkanum og reif utan af honum jólapappirinn. sem litla systir hafði vafið gjöfina sina i. Það komu tveir boltar úr pakkanum, annar gulur og hinn fjólublár og grænröndóttur. Nei, þetta var eitthvert kvik- indi, Búkurinn var röndóttur og hausinn gulur. Kvikindið hafð grænt nef og grænar hendur, tölur fyrir augu, augnabrúnir; brúnt hár og blátt skegg (við verðum að muna, að litla syst- ir varð að nota garnspotta) og svo var það með brúna húfu. — Þetta er gjöfin mín til þin, sagði litla syst- ir hreykin. — Hann heitir kvikindið hann Jón og hann á að sofa hjá þér á kvöldin, svo að þú verðir ekki hræddur, þégar þú ert búinn að slökkva ljósið. Jón var hrifinn af kvikindinum honum Jóni. Mamma var hrifin af honum lika, en hún var sérstaklega hrifin af þvi, að litla systir skildi gera þetta alein og enginn hjálpa henni né segja henni til. Pabbi var lika hrifinn. — Við erum bara búnir að fá eina handa- vinnukonuna enn á heimilið, sagði pabbi. — Hvað ætlarðu að gera við kvikindið, Jón? — Kvikindið hann Jón á að sofa á rúminu hans Jóns allt,af nema þegar ég fæ hann lánað- an, sagði litla systir ákveðin. — Ég ætla a hafa hann fyrir aukavinnuna mina i handavinnu, svaraði litla systir. Þá hló stóri Jón. — Lá að, sagði hann. — Þarna sló hún tvær flugur í einu höggi. Gaf mér afmælisgjöf og lauk við aukahandvinnuna. En sögunni var svo sem ekki lokið með þessu. Pabbi tilkynnti Jóni, að hann hefði á- kveðið að leyfa honum að skreppa til Kaup- mannahafnar til frænku sinnar, ef hann tæki gott landspróf. Þig getið imyndað ykkur, hvort Jón var ekki duglegur að lesa eftir það. Hann las alla daga og öll kvöld. enda var prófið eftir þvi. Hann fékk langt yfir átta. Pabbi sendi strax skeyti til frænku og hún sendi annað skeyti á inóti og bað um, að Jón kæmi sem fyrst, þvi að hún væri að fara í sumarleyfi. Það gekk þvi harla mikið á um daginn. Pabbi þurfti að fá gjaldeyri fyrir Jon og kaupa farseðil og mamma þurfti að setja i töskurnar. Ég veit ekki, hvernig á þvi stóð en i flýtinum flæktist 41

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.