Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 06.06.1974, Qupperneq 6

Heimilistíminn - 06.06.1974, Qupperneq 6
minu. Hann hafði keypt það i laumi, þegar hann gerði sér grein fyrir, að ég var svo hrifin af þvi. Þannig er Hitch. Fullkominn eiginmaður Alma og Alfred hafa nú verið gift i nær hálfa öld og má telja það einstakt i kvik- myndaheiminum, þar sem skilnaðir eru daglegt brauð. Hjónabandið hefur verið mjög hamingjusamt. Hitch, konungur konunganna, hvað varðar morð og óhugn- að i kvikmyndum er heima fyrir eitt það þezta og bliðasta, sem hugsazt getur. Hann hefur unnið með fegurstu konum heims, allt frá Ingrid Bergman til Grace Kelly — en, segir Alma, — hann er hinn fullkomni eiginmaður. Ekki i eitt einasta skipti hefur hann gefið mér minnstu ástæðu til afbrýðisemi. Engir vinir i Hollywood Þegar Hitch er ekki að vinna, er hann heima. Hann er ekki i neinum klúbbi, stundar engar iþróttir af neinu tagi og vill helst eyða leyfunum heima lika. Hann segir: — Ég fer i stúdióið og þegar vinn- unni er lokið, fer ég heim. Við höfum aldrei tekið þátt i skemmtanalifinu i Hollywood af þeirri einföldu ástæðu, að við kærum okkur ekki um þá tegund skemmtana. Við eigum enga vini i Holly- wood aðeins kunningja gegnum viðskipti. Alma og Alfred Hitchcock fara oft að hátta klukkan hálf tiu. Alma segir að þau eigi risastórt hjónarúm og kunni vel að meta að liggja þar og horfa á sjónvarp. Alfa alltaf með Alma segir, að Alfred sýni henni alltaf handritið, áður en hann byrji á kvikmynd og hún er einnig fyrsta manneskjan sem sér myndina fullgerða. — Ef mér likar ekki myndin, segi ég honum bara meiningu mina. Hann virðir álit mitt, vegna þess að hann veit, að ég mundi aldrei segja, að mynd væri góð, án þess að meina það. Ef Hitch þarf aðferðast til að taka kvik- mynd, fer Alma alltaf með til að halda honum félagsskap. — Aðeins einu sinni, fyrir mörgum árum, gat ég ekki farið og honum fannst það leiðinlegt og siðan seg- ist hann ekki fara, ef ég komi ekki með. Vaskar upp Geta þau bæði sagt, hvað er leyndarmálið bak við hið hamingjusama hjónaband þeirra? Alfred svarar strax: — Það eru tveir hlutir sem eru mikilvægari en allt annað: Maður á alltaf að muna að segja konunni sinni, að hún sé dásamleg og bezti kokkur i heimi. Auk þess má eiginmaður aldrei biða eftir tækifæri til að kyssa hana og gefa henni smágjafir. Og, heldur hann áfram, — þó ég eigi á hættu óvild eigin- manna, þá er alveg sjálfsagt að eigin- maðurinn vinni eitthvað af heimilisverk- unum og hann má ekki vera skapstirður á morgnana. — Er hann ekki dásamlegur? segir Alma. — Allt þetta hefur hann alltaf gert. Ég held, að hann hafi enga galla. Hann hefur ekki farið I taugarnar á mér i eitt skipti á þessum 48 árum. Ég er hamingju- söm — og mjög heppin. — Mér er sagt, að hún Gunna sé ekki sér- staklega greind. — Nei, það er vist ekki mikið þar á efstu hæðinni, en þvílikur stigi. — Ég hef heyrt að vinnukonan okkar sé ó- frisk. — Það er hennar mál. — Já, cn það er sagt, að þú eigir það. — Það er mitt mál. — Þú heldur þó ckki, að ég sætti mig við það? — Það er þitt mál. Tveir gamlir vinir hittust á götu og annar leiddi undurfagra ljósku. — Má ég kynna þig fyrir kærustunni. Hún heitir Anna og er dóttir Kalla klæðskera. Þetta er i fyrsta skipti sem hann hefur bú- ið til citthvað sem passar mér alveg. — Það hlýtur að vera erfitt að fá lúðra núna. Aliir i nágrenninu vilja kaupa þennan af mér. — Halló, er þetta hattabúðin? Ilvað ineinið þið með þvi að gera konuna mina að athlægi um allan bæinn? — Þú segist vera grænmetisæta og svo siturðu hér og hámar i þig nautabuff. — Já, það kalla ég forboðna ávexti. — Maðurinn, sem ég giftist á að vera músikalskur, geta sagt skemmtilega frá, verið kyrr heima og hvorki að reykja né drekka. — Það er ekki maður, það er sjónvarps- tæki. 6

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.