Heimilistíminn - 06.06.1974, Page 22

Heimilistíminn - 06.06.1974, Page 22
FURÐULEGT er hvað framleiðendur geta stundum lagzt lágt þegar um er að ræða að blekkja neytendur. Dæmi: Ef þið haldið að einhver ósköp af eggjum séu i eggjasjampói, þá hugsið ykkur um betur. Þetta með eggin er nefnilega aðeins hlutur, sem ætlazt er til að við trúum. Flestir vilja að hár þeirra sé mjúkt og fallegt, og þegar við viljum hafa sérstaklega indælt hár, þá hrærum við gjarnan tvær eggjarauður út I volgu vatni, og núum þvi inn i hársvörðinn. Framleiðendur eru ekki seinir á sér: Sjampó með eggjum hlýtur að vera betra en sjampó án eggja og þeir vita, að magir neytendur eru þvi sammála. Hvers vegna að hræra eggjarauður út i vatni, þegar hægt er að kaupa sjámpó með eggjum i? Belgiska neytendablaðið Test Achat hefur nú látiö fara fram visindalega rannsókn á 13 tgundum eggjasjampós til að kanna eggjainnihaldið. Þetta var erfitt verk fyrir starfsfólk rannsóknarstofunnar, þvi næstum ómögulegt reyndist að mæla eggja- magnið, svoylitið var það. 1 einni teg- undinni voru meira að segja alls engin egg. Liturinn er yfirleitt fenginn með allt öðru móti. Ein tegundin er þekkt um allan heim, og er sú langdýrasta af þeim 13, sem rannsakaðar voru. Eggjainni- haldið reyndist 1,6%. Þarna tekst framleiðandanum að gera mikið úr einni eggjarauðu, þar sem hún nægir i átta flöskur sem eru 125 gr. hver. t ódýrari tegundum reyndist eggja- magnið frá 0.05 til 0,5% Þetta virðist ganga, þar sem neytendum hættir til að trúa öllu, sem þeim er sagt, og hver hefur efni og tfma til að senda flösku af eggjasjampói á rannsóknarstofu, ef hann hefur grun um að vera svikinn? 22

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.