Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 23
iklÐINNI 100 þúsund aukalega HVAÐ skyldum vift kaupa, ef okkur áskotnuðust allt i einu 100 þúsund krónur aukalega? Þaft hefur verift rannsakaö i Noregi. (Merkilegt hvaft fólki dettur annars i hug aft rannsaka) Nú, en nifturstaðan varft sú, aft fyrst og fremst eru keypt húsgögn. Næst i röftinni er aft taka sér frf og fara i ferftalag, en siftan eru þaft fiit og skart- gripir. Rannsóknin tók til ólikra hópa neyténda um allt landiö og spurningarnar voru á þá leiö, hvaft þeir myndu gera ef þeim áskotnuftust 100 þúsund krónúr, sem þeir þyrftu ekki aft leggja fyrir. Algengustu svörin voru: Húsgögn og teppi, ferftalag og fri, rafmangstæki, föt, gull- og silfur, bækur.listm unir og antik, ljós- myndaútbúnaftur, gler og keramik- vörur, hlutir til beimilisiftnaftar, loft- skinn, iþróttaútbúnaftur. Sól úti — sól inni er það skaðlegt? Maður nokkur fékk sár við munninn og það vildi alls ekki gróa. Læknirinn komst að þeirri niðurstöðu, að um húðkrabbi væri að ræða og um að kenna háfjallasól, sem maðurinn notaði reglulega. Honum var strang- lega ráðið frá þvi. Margir vilja hressa upp á litaraftið áður en farið er i sumarfri, en getur það verið hættu- legt? Snæskur sérfræðingur i húð- sjúkdómum svarar spurningunni: — Ég hef ekki trú á að háfjallasólin ein eigi sök á húðkrabba mannsins i dæminu. Hins vegar getur hún fram kallað meinið, ef hún er notuð reglu- lega um langan tima. Hdfjallasól er mikið notuð til að lækna húðsjúkdóma án þess aö á nokkru beri. Hins vegar er læknavisindunum vel kunnugt um, að útfjólubláu sólar- geislarnir geta valdið húðkrabba og vel er ljós að tilfellum af illkynjuðum tegundum æxla i húð hefur fjölgað á Norðurlöndum —siðan ferðir i sólina i Suðurlöndum eru orðnar hvers manns geta. Enginn vafi er heldur á þvi, að bændur og sjómenn, sem eru meira úti ,en aðrir, eiga fremur vanda til húðkrabba. Hví'tt fólk. sem dvelur i Afriku, er beinlinis i hættu hvað þetta snertir. Sé fólk sóldýrkendur ogliggi f sólbaði úti og noti auk þess háfjallasól, er það i aukinni hættu, en þar sem fólk situr yfirleitt ekki nema nokkrar minútur fyrir framan háfjallasól, eru litlar likur á að hún_ ein geti valdið húðkrabba. beir, sem vilja vera brúnir alit árið, eiga frekar á hættu að fá húðkrabba, alveg eins og þeir sem reykja mikið, eiga frekar á hættu að fá iungna- krabba. En þess skal getið, að flestar tegundir húðkrabba eru hættulausar og auðlæknaðar. Konur og Nóbelsverðlaun SÍÐAN árið 1901 hefur mörgum hundruðum Nóbelsverðlauna verið út- hiutað, en aðeins tólf þeirra hafa konur fengið. Óneitanlega er það lág tala. En ein kvennanna, Madame Curie hefur tvisvar fengið verðiaunin. 1 fyrra sinnið 1903, þegar hún deildi þeim með manni sinum, Henri Curie,fyrir uppgötvanir i sambandi við geisla- virkni. Siðara skiptið var 1911, þegar hún fékk efnafræðiverðlaunin fyrir uppgötvun radiumsins. En Madame Curie lifði það ekki, er dóttir hennar, Irene Joliot deildi efnafræði- verðlaununum með manni sinum, Frederic Joliot. Aðrar konur, sem fengið hafa Nóbelsverðlaunin eru þessar: Bertha von Suttner Austurriki, friðar- verðtaun, Grazia Deledda, Italiu, bók- menntaverðlaun, Sigrid Undset, Noregi, Bókmenntaverðlaun, Jane Addams, Bandarikjunum, friða- verðlaun, Pearl S. Buck. Bandarikjun- um, bókmenntaverðlaun, Emily Balch, Bandarikjunum, friðar- verðlaun, Gerty Cori, Bandarikjunum, læknisfræði, og Nelly Sachs, býzka- láhjdi, bókmenntaverðlaun. 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.