Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 06.06.1974, Qupperneq 44

Heimilistíminn - 06.06.1974, Qupperneq 44
— En viö erum þar. Nótt eöa dagur skiptir ekki máli, bara að viö erum í Ástralíu. — En feröin til Sidney? — Þaö veröur líka aö næturlagi, svaraði hann mæðulega, en — þú færð aö sjá meira af landinu seinna. — Áttu við á leiðinni heim? Skrýtið hvað það virtist henni eðlilegt að segja heim. En hvort sem henni likaði það betur eða ver,, þá var Burnettia heimili hennar og þar af leiðandi var hún ákveðin í að láta sér lika það. 1 ákafa sínum í að stiga á ástraiska jörð, gleymdi Neil andartak allri kurteisinni, sem hann hafði sýnt henni undanfarna þrjá daga. Hann þrengdi sér framhjá henni til að komast fyrstur niður land ganginn og sneri sér siðan við, brosandi eins og smástrákur. Hún skildi, hvað þetta andartak var honum mikils virði. Hvað skyldi hann hafa sagt, ef hún hefði látið þess getið, að í hennar augum leit þetta út eins og hver annar f lugvöllur? Henni tókst ekki að f inna neitt af þeim fögnuði, sem Ijómaði af andliti hans. Viðdvölin i Perth var stutt og eftir tollskoðun, settust þau aftur upp í f lugvélina. i þetta sinn f lugu þau næstum yf ir þvera Ástraliu. Janetsvaf líf ið um nóttina, því að hún var orðin taugaóstyrk á ný og kvíðin í ofanálag. Bráðum lyki ferðinni og maðurinn við hlið hennar færi á ný að lifa sínu hversdagslífi. Myndi hann iðrast fljótfærni sinnar, þegar hann væri aftur kominn í sitt rétta umhverf i? Ef til vill yrði hann ástfanginn af annarri. Hún leit til hans. Hann svaf og hún grandskoðaði andlit hans í daufu Ijósinu. Hann virtist henni ókunnari en nokkru sinni, þegar hann svaf. Hvað vissi hún eiginlega um hann? Eða yngri bróður hans? Var hann vanur að gera það sem honum datt í hug? Hún hefði áttað velta þessu fyrir sér fyrr, því núvar það of seint. Hún hafði brennt allar brýr að baki sér og varð að halda beint áf ram, þar sem hún var. Sidney heilsaði þeim með vetrarsól og bláum himni og þegar þau nálguðust flugvöllinn, sá Janet út á glitrandi, blátt haf. Gullnum sandi brá fyrir og svo blasti borgin við. Hún hafði ekki búzt við neinu i þessa átt. Neil benti á ýmsar þekktar byggingar og áður en hún gerði sér grein fyrir því, var vélin lent og ók hægt eftir brautinni. eftir brautinni. — Leiðarendi, sagði Neil lagt, eins og við sjálfan sig. Hana langaði til að mótmæla, þetta var aðeins endir eins áfanga, en svo sá hún.að eins og var, virtist hann hreint ekki muna eftir henni. I ákafa sinum að.sýna henni allt, dró Neil hana með sér frá einum stað til annars í striklotu næstu tvo daga. Það var langt frá þvi að Janet næði að meðtaka allt sem hún sá. Borgin kom henni á óvart, allt var stórt og nútímalegt Verzlanirnar voru glæsilegri en nokkuð, sem hún haf i séð áður, en það sem henni fannst mest til koma, voru litlirnir á öllu. Þeir voru svo sterkir og fagrir, hvort sem þeir voru á himni eða hafi, sandi eða gróðri. Höf nin, sem fer jur gengu um bæði daga og nætur, var dásamlega faileg. Janet hefði jafnan viljað vera lengur, en Neil var óþolinmóður og vildi heim sem fyrst. Svo var það morgun einn, að Janet steig um borð i f lugvélina, sem átti að f lytja þau á leiðar- enda, til bæjarins, sem var næstur heimili þeirra. Brátt voru þau ytir Bláf jöllum á vesturleið og hún sat þegjandi og starði á landslagið fyrir neðan. — Þetta er svo stórt og eyðilegt, hvislaði hún — Það hljóta að vera margar mílur milli bæja. — Já, það er það, viðurkenndi Neil — En það er lengra á milli þeirra fyrir vestan. — Hvað er langt frá Burnettia til næsta þorps? — Það eru-bara nokkrar mílur. Bara nokkrar mílur! 'Henni varð hugsað heim til Englands, þar sem þorpin eru eins og sam- hangandi. Já, hér var líklega ýmislegt, sem hún varð að venjast og hún neri hendurnar í kjöltu sér. Hún yrði eflaust margt að læra og læra það upp á eigin spýtur. Hún skalf lítillega þegar hún gekk út úr flugvélinni og þau óku til þorpsins. Neil sagðist ætla að athuga, hvort bróðir hans eða nokkur frá Burnettia væri staddur þar. Janet undraðist allt það fólk, sem nam staðar og talaði við Neil. Flestir virtust undrandi á að sjá hSnn og oft heyrði hún sagt: — Nei, Neil, ertu kominn heim? Ray minntist ekk- ert á að þú værir á leiðinni. Janet var kynnt fyrir öllum og mætti mörgum forvitnum en vingjarnlegum augum. Allir vonuðu að hún kynni vel við sig og hún fékk ótal heimboð. ,, Komdu bráðlega og heilsaðu upp á konuna". sögðu karlmennirnir. Loks sneri Neil sér að henni og brosti vandræða- lega. — Ray var vist hérna í gær og hefur ekki sézt í dag og heldur enginn bíll f rá Burnettia. Við verðum líklega að taka okkur leigubíl. — En heldurðu að hann komi ekki og sæki okkur? spurði hún og horfði ákaft í kringum sig. Hún hafði áhuga á öllu, sem hún sá, breiðum götun- um, bólkinu — og öllum konunum, sem óku hér bil- um. — Hann veit ekki, að við erum komin, jáiaði Neil og Janet sneri sér snöggt við með hrukkað enni. — Léztu hann ekki vita, hvenær við komum? Neil hristi höfuðið. — Hefurðu eKki sagt honum frá mér heldur....? Neil starði á skótærnar sinar — Nei. — En hvers vegna ekki. Það verður áfall fyrir hann, þegar þú kemur heim með mig með þér. —Það er allt í lagi. Neil yppti öxlum kæruleysis lega og hafi ekki hugmynd um hvað henni hafði sárnað. Hvernig þætti Ray Stonham að fá mágkonu í húsið án nokkurs fyrirvara. Janet fannst mílurnar langar. Þau óku um ber- svæði, þar sem auðnin teygðist eins langt og augað eygði í allar áttir. Janet greip andann á lofti, þegar hún sá allt í einu tré, alþakið blómum. — Mímósa, hrópaði hún og horfði f rá sér numin á tréð. —Mimósa? Neil hló — Þessi gulu blóm? Þetta er bara „Wattle" Framhald 44

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.