Heimilistíminn - 05.08.1976, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 05.08.1976, Blaðsíða 12
Catherine Ferry yröi gott aö hafa eitthvaö i bakhönd- inni, ef ekki tækist vel til meö söngfer- ilinn. NÚ er Catherine Kerry óhætt aö leggja frá sér skærin og greiöuna. Þessi 23 ára gamla franska hárgreiösludama haföi sönginn fyrir tómstundagaman, en nú tilheyrir hún ekki áhugamanna- hópnum lengur. Hún hafnaöi I ööru sæti i Grand Prix söngvakeppninni i ár meö lagiö ,,Un, doux, trois” eða einn, tveir, þrir. Þaö kom ekki á óvart þeim milljónum, sem á hlýddu, en sjálf varö Catherine alveg forviöa. Hún taldi sig vera allt of óþjálfaöa til aö hafa roö viö þeim þaulvönu og frægu keppninaut- um, sem þarna var viö aö etja. En þaö er ekki vafi á aö þarna er komin - stúlka, sem bæöi getur sungiö, hefur persónuleikann sem til þarf og höföar til áheyrenda. Catherine Ferry er fædd 1. júli 1953 i litlum iönaðarbæ skammt fyrir sunnan Paris. Móðir hennar er söng- kona og faöirinn trymbill i jazzhljóm- sveit. Aö sjálfsögöu er Catherine alin upp viö tónlist og var þegar sem barn ákveöin i aö feta i fótspor foreldranna. Fimmtán ára fór hún aö syngja meö hljómsveit, sem lék fyrir dansi i heimabyggöinni um helgar. Eftir nokkur ár ákvaö hún aö læra eitthvað og hárgreiösla varö fyrir valinu. Þaö riötuframleiöandi, sem heyröi i Catherine á veitingastaö i heimabæ hennar, fékk áhuga. Reynsluplatan vakti svo ‘mikla hrifningu, að Catherine var boðiö aö vera fulltrúi Frakka i keppninni i ár. Þvi boöi gat hún ekki neitað og þarf ekki aö hafa áhyggjur hér eftir. Nú vinnur hún dag- inn út og inn I stúdíói og fyrsta breiö- platan kemur á markaöinn um þessar mundir. 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.