Heimilistíminn - 05.08.1976, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 05.08.1976, Blaðsíða 25
Hamstur Meðal vina barnanna, er hamsturinn, ef til vill einna útbreiddastur. Hann er óþreytandi litil skepna, alltaf önnum kaf- inn við að narta i eitthvað. Þess vegna er skynsamlegast að hafa hann i' málmbúri, þannig að hann nagi sig ekki út. I búrið á helzt að setja hjól, þannig að hamsturinn geti fengið útrás fyrir löngun sina til að hlaupa. Fara þarf varlega með þetta smávaxna dýr, þar sem það hefur sérlega viðkvæmt taugakerfi. Þess vegna er mikilvægt að börn haldi aldrei fast um höfuð hamsturs, þegar þau handfjatla hann, og láti rófustúfinn ekki klemmast millifingra. Þrátt fyrir vesældarlegt útli sitt, ræbst hamsturinn gjarnan á aðra hamstra.Ekkier vertað hafa fleiri en tvo isama búriogþá helzt af gagnstæðu kyni. Til er lika að hamstrar biti, ef þeim er stritt. Hamsturpör eru ákaflega frjósöm, einnig þótt i búri sé, og ungar fæðast annan hvern mánuð. Meðalaldur hamsturs er tvo til þrjú ár, eftir meðhöndlun ogumönnun. Bezta fóðrið er þurrkað grænmeti og ýmiss konar fræ. Aldrei á að gefa hömstrum að drekka. öðru hvoru þarf að taka hamsturinn Ur búrinu og sleppa honum lausum, nema þegar hann er á einhverju slappleika-eða þreytutimabili. Aður en hamstri er sleppt, er vissara að fullvissa sig um, að hvergi sé köttur eða hundur nálægt. Ef vel er hugsað um hamstur, er hann prýðis félagi fyrir börn, og hann kennir þeim lika: Þótt hamstur eigi allt undir góðri umhyggju, eru þeir sjálfstæðir og greindir og þeir vilja venja eigendur sina á reglusemi og virðingu fyrir þeim sem minna mega sin. 25

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.