Heimilistíminn - 11.11.1976, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 11.11.1976, Blaðsíða 13
samræðunnar. Lísa var móðguð yfir þvi, að kálormurinn skyldi aftur spyrja svona og hún sagði þess vegna: „Mér finnst, að þér ættuð fyrst að segja mér hver þér eruð!” ,,Hvers vegna?” spurði kálormurinn. Þetta var önnur erfið spurning. Lisa hafði ekkert svar á reiðum höndum, og af þvi að kál- ormurinn virtist vera i önugu skapi, skundaði hún leiðar sinnar. „Farðu ekki”, kallaði kálormurinn á eftir henni, „ég þarf að segja þér nokkuð áriðandi”. Lisa stóðst ekki mátið og sneri við. „Hafðu gát á geðsmununum”, sagði kál- ormurinn. „Er þetta allt?” sagði Lisa og reyndi að bæla niður gremju sina. „Nei”, anzaði kálormurinn. Lisa hugsaði sem svo, að bezt væri að biða átekta, enda hafði hún ekkert sérstakt fyrir stafni. Það gat vel verið, að kálormurinn segði eitthvað af viti. Hann reykti makindalega i nokkrar minútur, en að lokum tók hann pipuna út úr sér og sagði: „Þú heldur, sem sagt, að um þig hafi skipt?” „Ég er hrædd um það, herra minn! Minnið er i megnasta ólagi, og svo er ég ekki jafnstór tiu minútur i senn”. „Það er bezt að athuga, hversu slæmt minnið er”, sagði kálormurinn. „Reyndu að fara með kvæðið: „Þú ert gamail, Jón frændi!” Lisa spennti greipar og byrjaði: „Þú ert gamall, Jón frændi”, sagði hann Sveinn, „og silfurhvitt hár þitt er. Samt alltaf á höfði þú stendur sem steinn, — hvernig stendur á öðru’ eins af þér?” „t æsku ég skelfdist”, svo skýrði frá Jón, „að það skaðaði heila minn, Sveinn. Nú er ég ei lengur slikt erkiflón, — það er alveg vist, ég hef ekki neinn.” „Þú ert gamall Jón, eins og ég áður hef sagt, og með istru, svo það eru firnar, — hvernig stendur þá á þeirri stinnleikamakt, að þú stakkst þér hér koilhnis inn um dyrnar?” „í æsku ég fékkst mjög”, svo anzaði hinn, „við iþróttir, vinnu og dans. Þvi eru min liðamót ennþá svo stinn við öll afrek til sjós og til lands”. „Þú ert gamall”, kvað Sveinn, „eins og greindiégfyrst, þinir gómar bera’ ellinnar mein, — en samt áztu nú gæsina af ódæmalyst og eftir ei skildir nokkurt bein”.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.