Heimilistíminn - 11.11.1976, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 11.11.1976, Blaðsíða 14
„í æsku”, kvað Jón, „fékkst ég við málastapp og jagaðist við konuna’ um hvert mál, — en það var mér gott og glæsilegt happ, þvi gómar minur urðu þá sem stál”. „Þú er gamall”, kvað Sveinn, „það er greinilegt mál, að þú grillir trautt það, sem er hjá þér, — og þó geturðu jafnt látið jarðepli’ og ál halda jafnvægi’ á nefinu á þér”. „Ég hef svarað þrem spurningum, — núerþaðnóg”, svo nörlaði Jón við hann Sveinka. „Farðu i háttinn, þvi annars ég út á skóg rek þig, ef að mér þykir þér seinka”. „Þetta er ekki rétt með farið”, sagði kálormurinn. „Nei, það er vist ekki allskostar rétt”, sagði Lisa. „Það er vitlaust frá upphafi til enda”, sagði kálormurinn ákveðið. Siðan var löng þögn. Loks spurði kálormurinn: „Hvað viltu vera stór?” „Það skiptir ekki svo miklu máli, bara ef ég breyist ekki svona oft, það er óþolandi eins og þér skiljið vist”. „Ég skil það ekki”, anzaði kálormurinn. Lisa þagði. Hún hafði aldrei á æfi sinni talað við annan eins þverhaus, og það var farið að siga i hana. „Ég vildi gjarnan vera dálitið stærri herra minn, ef yður er það ekki á móti skapi. Það er 14 svo fjarskalega litilmótlegt að vera aðeins þrír þumlungar”. „Það er ágætis stærð”, sagði kálormurinn reiður og rétti úr sér (hann var nákvæmlega þrir þumlungar). „En ég á þvi ekki að venjast”, sagði Lisa aumkvunarlega. Með sjálfri sér hugsaði hún: „Það vildi ég, að dýrin væru ekki svona gjörn á að móðgast”. „Þú venst þvi smátt og smátt”, sagði kál- ormurinn. Hann lét nú pipuna upp i sig og fór aftur að reykja. Lisa beið þolinmóð þar til honum þóknaðist að taka til máls á ný. Eftir stundarkorn tók kálormurinn pipuna út úr sér, geispaði nokkrum sinnum og teygði sig. Siðan skreið hann ofan af gorkúlunni og inn i grasið. Rétt þegar hann var að hverfa sagði hann: „Af annarri hliðinni stækkar þú, en minnkar af hinni”. „Hvaða hliðar á hann við”, hugsaði Lisa. „Hliðar gorkúlunnar”, anzaði kálormurinn rétt eins og hún hefði spurt upphátt. í sömu svipan var hann horfinn. Lisa stóð nú þarna og virti fyrir sér gor- kúluna um stund. Henni fannst mjög örðugt að gera sér ljóst, hvemar væru hliðar gorkúl- unnar, þar sem hún var kringlótt. Að lokum teygði hún samt fram hendurnar og braut tvö stykki af rönd gorkúlunnar. „Hvað minnkar nú og hvað stækkar”, hugsaði hún. Til þess að reyna áhrifin, beit hún ofurlitið i stykkið, sem hún hafði i hægri hendi. A sama augnabliki skall hakan, af alefli á ein- hverju — hún hafði fallið niður á fætur hennar. Lisa varð mjög skelkuð yfir þessari snöggu breytingu, hún minnkaði mjög hratt og snöggt,

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.