Heimilistíminn - 11.11.1976, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 11.11.1976, Blaðsíða 26
Þetta mun vera stærsta hópferö Islend- inga til annarra landa. Karlakór Reykja- vikur og ferðaskrifstofan Landsýn stóðu fyrir henni og hafa þarna unnið merkilegt brauðtyðjendastarf á sviði ferðamála. Og þótt ýmislegt hafi mátt betur fara, eins og alltaf er um viðamikil fyrirtæki, var þetta hin fróðlegasta ferð, sem ég hygg, að þátttakendur minnist lengi, þegar ýmis aukaatriði eru gleymd. Um ferð þessa mætti sjálfsagt skrifa heila bók, en i þáttum þessum verður að sjálfsögðu stiklað þ stóru. Suður um höf Það var leiðinda-haustveður, þegar farþegar voru fluttir i Baltika i tveimur ferðum, og tók þetta allt lengri tima en áætlað var. Mörgum var orðið hrollkalt við að koma sér og farangri á réttan samastað, en klefastærð og þæginda- skortur á II. farrými, sem þarna gekk undir nöfnunum touristclass B og folli mörgum vonbrigöum. Hið rússneska starfsfólk tók vel á móti okkur ,og gerði sitt til að þessi búferlaflutningur gengi sem bezt fyrir sig. Fljótt myndaöist hópur viö barina, þvi að menn þurftu að kynna sér verðlagið, sem var hagstætt, og taka úr sér hrollinn. Stuttu siðar skreið Baltika út flóann og menn fóru að skoða sig um og virða fyrir sér ferðafélagana. Þarna var vissulega þverskurður af Islenzku samfé- lagi. — Hygg ég, að flestar stéttir hafi átt þarna sina fulltrúa, frá táningum til for- stjóra. Fljótlega rakst ég á félaga mina, lögreglumennina Hauk Matthiasson og óskar Friðbjörnsson, sem voru þarna ásamt konum sinum i sumarleyfi. Ég komst að þvi, að margir, sem litið sumar- fri höfðu tekið undanfarandi ár, höfðu fljóttgripið tækifærið, þegar svo löng ferð var auglýst, sem haföi upp á fjölbreytni að bjóða. Er þetta eðlilegt, þegar þess er gætt, að ferðalög erlendis eru orðin nokk- uð almenn fyrir allar stéttir i lýöfrjálsum löndum, en auk þess eru Islendingar frægir fyrir langan vinnudag undanfarin ár. Þarna voru margir aldraðir menn og konur, sem höfðu skilað þjóðfélaginu sinum hlut, sjómenn, bændur, iðnaöar- og Þórður Kárason varðstjóri: BALTÍKUFÖRIN Ferðasaga eins 430 íslendinga úr Miðjarðarhafs- og Svartahafsferð með sovézka skipinu Baltíka haustið 1966 erfiðisvinnumenn', sem litið höfðu haft af sumarfrii og frii yfirleitt að segja. Höfðu sumirekki út fyrir landhelgi komið. Aðrir voru ferðavanir og miðluðu þeim óreyndu af reynslu sinni. Dagurinn leið og nóttin með brælu og undiröldu. Margir urðu sjóveikir, og var litið samkvæmislif fyrsta kvöldiö. Sumir fóru þegar I koju, sem gafst oft vel. Starfsliðið var sjóveikt og átti nóg 'að gera. Klefanautar hjálpuðu hverjir öðrum eftir beztu getu. A öðrum degi voru flestir orðnir sjóaðir, sem kallað er, og léttari i lund, enda veður gott. Margir fengu sér nokkra sterka sjússa til að sleppa við sjó- veikina, aö þeir sögðu, og hafa vonandi haft rétt fyrir sér. En það skal þegar tekið fram, að þótt mikið væri drukkið, var það sizt meira en vant er á sjóferðum, þar sem vin er ódýtt og alltaf fáanlegt. Lærðu menn fljótlega að gæta hófs og virða þau takmöík og reglur, sem gilda á svona ferðum. Eftir þvi sem sunnar dró og hlýnaði i veðri, voru sjó- og sólböð mikið stunduð. Sundlaugin var litil, en gerði þó sitt gagn. A háþiljum var oft þröng á þingi, en menn sýndu tilhliðrunarsemi, og fljótt mynd- uðust óskráðar reglur um stóla og legu- pláss. Menn gerðust sóldýrkendur og uröu brúnir. Sólin sem er Austurlandabúum ömurlegur hversdagsleiki og jafnvel böl- valdur, var okkur mikill munaöur fyrst I stað, en viöhorfið breyttist, þegar á ferð- ina leið, enda komu þá erilsamir dagar. Ég og kona min, Elin Gisladóttir vorum i klefa með fararstjóra kórsins, Gisla Guðmundssyni, og konu hans, Nönnu Magnúsdóttur. Klefinn var mjög lítill, fataskápa- og handlaugarlaus og svo voru allir klefar á II. plássi. Eins og áður er sagt, urðu margir fyrir vonbrigðum með klefana, og þá sérstaklega, að verðmis- munur á þeim og rúmbetri klefum aftur á var sáralitill, u.þ.b. 1.000 kr. á fjögurra manna klefum, og höfðu þóklefarnir aftur á bæði vaska og rúmgóða fataskápa fyrir hvern mpnn. Voru menn almennt undr- andi yfir þessari verðlagningu, kór- meðlimir og þeir, sem bjuggu aftur á, ekki slður en aörir. Kórmenn deildu kjör- um með öðrum farþegum um góða og slæma klefa, og sambúð þeirra og ann- arra farþega var hin bezta, enda var skip- ið eitt farrými, þegar klefar og borðsalir eru undanskildir. Að sjálfsögðu kom margt spaugilegt fyrir i svona langri ferð og ýmislegt, sem virtist mega betur fara i skipulagningu og stjórn, sérstaklega i landkynningarferð- um, en mikið af þvi mætti skrifa á reikn- ing forráðamanna þeirra ferðaskrifstofa, sem sáu um ferðalög og fyrirgreiðslu i landi. Voru þær misjafnar, eins og gengur, en á Baltika var gott andrúms- loft, og starfsfólkið gerði sitt bezta. Matur var allsæmilegur, nokkuð einhæfur, en það fór þó batnandi. Menn gerðu sér ýmislegt til dægrastytt- ingar um borð, svo sem að spila, tefla og horfa á kvikmyndir, eða bara spjalla saman, auk sjó- og sólbaða. A kvöldin var dansað. Stundum voru skemmtanir, og söng þá karlakórinn öllum til ánægju. Rússar lögðu sitt af mörkum. öllum var boðið að skoða stjórnpall, og kvenfólk fékk að taka I stýrið. Þannig leið ferðin suður um höf. Við fórum um Njörvasund (Gibraltarsund) að kvöldi til, og um nótt- ina var lagzt að bryggju i Oran i Alsir. Borg andstæðnanna Hvaö er hægt'aö segja um'Oran eftir tiu klukkustunda kynningu? Stór borg, sú stærsta i Alslr, og hefur til að bera töfra og fegurð, þrátt fyrir ömurleik^np, sem alls staðar blasir við. Þar er nægjusemi og fátækt I hreysum, sem þó varla verö- skulda það nafn, en örstutt frá risa skýja- kljúfar og nýtizku skrifstofuhallir. Skal nú vikið að skoðunarferðinni. Menn þyrptust i land, en það virtist einhver fyrirstaða vera i tollskýlinu. Kjartan Helgason, for- stjóri Landsýnar, sem sá um ferðir i lönd- um þeim, er viö heimsóttum, gat þó fengið hafnar- og lögregluyfirvöld til að sleppá formsatriðum, og stigum við nú upp i allgóða hópferöabila, sem biðu þarna eftir okkur. Brátt var ekiö af stað til að skoða frægt Mariu-klaustur I ná- grenni borgarinnar. Er það á höfða allhá- um, sem skagar út I sjó vestan hafnarinn- 26

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.