Heimilistíminn - 11.11.1976, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 11.11.1976, Blaðsíða 33
ógnandi úr huga sér og gleðst yf ir f rásögn Ragnars Karlmans um aldur og innréttingu matsalarins. — Já, þaðerdálítiðflókiðað skýra það út. Hótelið sjálft var víst byggt nokkrum árum eftir brunann mikla i Karlstad 1865 en siðar var byggt við það og endurbætur gerðar, ekki sízt í tíð Friðriks Oden. Þú ert skyld honum, er ekki svo? — Langaf i minn og hann voru systkinabörn. Þeir tóku sér nafnið Odén á sama tíma, en hétu áður Andersson-Björn og voru frá Austurmörk. — Hér kemur laxakokkteill, ég vona að hann smakkist, hann er venjulega góður. Hvað viltu drekka? — Bara öl, takk, — Tvo öl og einn snaps fyrir mig.Já þessi borðsalur var vígður 1906, en til að byrja með var hann notaður sem kaffistofa það var á þeim góðu og gömlu dögum áður en Bratt-kerf inu var komið á, og það gert að skyldu að borða, þá gat maður setið hér heild kvöld án þess að innbyrða nokkuð sterkara en púns. Hvað er að herra Biseus? Yfirþjónninn hefur nálgazt með vínseðilinn. Hann hefur stöðugt ynnt þá þraut af hendi að hafa f ullkomið vald á vígvellinum en likist nú skyndilega hershöfðingja, sem komið hefur auga á ringlureið einhvers staðar í yztu röðum hersins, og veit ekki hvernig hann á aftur að koma skipan á hlutina. — Þarna... við dyrnar... Þarna eru frú Sam- zelius. Og ég, sem hef ekki eitt einasta laust borð í dag! Afsakið mig andartak. Þar með vakna þau aftur til raunveruleikans, þess raunveruleika, sem Ingalill er miðdepillinn f. Það var hún, sem þú hittir i hlíðinni hjá Hvíldar- steini... — Já, þekkir þú hana? — Já eins og maður þekki alla hér á Vermalandi. — Já eins og maður þekkir a!!c hér á Ve^malandi. — Ég vil fá að tala við hana! Bodil segir þetta óhugsað en ákveðið. Kæri Ragnar, getum við ekki beðið hana að setjast hér við borðið hjá okkur? — Jú auðvitað. Ef þú óskar þess. Biseus verður yfir siq sæll, og Madeleine verður a.m.k. eins ánægð og kurteisi krefst. — Gaman að hitta þig aftur Ragnar. Það er ekki eins langt síðan við ungfrú Odén skildum... Hún er enn í grænum stígvélum með löngu jaðe- hálsfestina. Kjóllinn er hvítur og ermalaus, nákvæmlega eins og sá sem hún hafði verið í upp í skóginum,en þessi er úr alsilki og f leginn í hálsinn, og undirstrikar gullbrúnt útitekið hörundið. Stutt svart hárið, magurt en fagurmeitlað andlitið, eðli- legt brosið og mjög brún augun gera hana svo glæsi- lega og töfrandi, að Bodil finnst hún sjálf næstum vera eins og lítilssigld skólastúlka. Ragnar horfir með aðdáun á hana. — Býrðu hér á hótelinu að staðaldri Madeleine? — Nei, ekki lengur. Ég bjó hér í fimm mánuði í vor, en jaf nvel kóngaherbergið verður að lokum dá- litið dapurlegt svo nú hef ég fengið hús að láni hjá vinum mínum spölkorn í burtu héðan. — Kónga- herbergið, nú það er ekkert annað? Þá er ekki skrítið þótt starfsfólkið komið f ram við þig eins og standspersónu. — Nú, það er nú fremur auðvelt að verða standspersóna, ef maður er svolítið elskulegur og óspar á drykkjupeninga. Ragnar og hún tala og tala, þau borða öll þrjú andasteik og drekka rauðvin, og Madeleine stingur skyndilega upp á því, að Bodil og hún þúist en þar sem þeim hefur ekki farið svo mikið á milli til þessa, hef ur þessi övænta uppástunga ekki hagnýta þýðingu. Bodil f innur ekkert tilef ni til að leiða talið að rauðu köttunum, og yfir kaffinu snýr Ragnar, sem bersýnilega finnst þau vera að sóa tímanum, sér að Bodil og segir beint út: — Hefurðu eitthvað á móti því að við segjum Madeleine upp alla söguna? Hún er málinu óvið- komandi og getur kannski hjálpað okkur til að líta skýrum augum á málið, og hún er enginn söguberi, það held ég að ég geti ábyrgzt. — Nei..ii, það hef ég ekki. Allsekki. Tala þú! Og honum fekst það vel. Af einbeitni, án þess að ýkja, en á spennandi hátt, sem kannski er svolítið óhugnanlegur greinir hann frá málavöxtum. Bodil veitir því athygli að hann gleymir engu í endursögn- inni, ekki tilsvari eða blæbrigðamun. Þegar hann hefur lokið máli sínu, eru augu Madeleine stór og skelfd. — En...en hvað þetta er óhugnanlegt! Og en hvað þetta er skrýtið með kettlingana tvo. Þeir hljóta að vera systkini Sintrams míns! — Sintram, já. Bodil horfir fast í augu hennar. Ertu viss um að hann sé ekki annar af kettlingum Ingulill? Hvar fékkst hann? — Hvar ég fékk hann...Á Marbakka, auðvitað. Ég sá allan kettlingahópinn, þegar þeir voru ekki meira en sólarhringsgamlir og við það tækifæri var mér lofað að ég mætti síðar kaupa einn þeirra. I París höfðum við alltaf ketti í húsinu og ég var strax hrifin af þessum litlu, rauðu hnoðrum. Það leið auðvitað nokkur tími þangað til ég gat sótt Sintram, það var ekki f yrr en i lok síðasta mánaðar að ég... — Lok ágúst? — Já, löngu eftir þann tíunda a.m.k. Ragnar bíður átekta, og lætur konurnar tvær um að útkljá einvígið sín í milli. — Og heldur Bodil áfram ákveðin, þú hefur sem sagt aldrei séð systur mína? — Alls ekki. Þetta hljóta að vera einhver skelfi- leg mistök frá hennar hálfu — þvi þú sagðir jú, að hún hefði sagt þetta? Manstu nákvæmlega hvað hún skrifaði. — Það....það hef ur líklega ekki verið þú, sem hún átti við. — En, bætir Ragnar við með óþrigðulli rökfestu, þú fékkst aðeins eitt póstkort f rá Marbakka. Hvað annað bréf eða póstkort ertu nú að tala um? Ég gekk útfrá, að þú hefðir sagt mér allt — ef þú hefur ekki gert það, get ég varla komið þér að miklu gagni. — Allt í lagi, allt í lagi! Bodil er blóðrauð í fram- anog sá liturer ekki sérlega vel við thaisilki. Það er ' 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.